Lífið

„Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið"

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
„Þetta var svolítið eins og að taka strætó á busaballið,“ segja þau Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson sem eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum.

Davíð og Thelma fengu gefins miða á tónleikana. Þau segjast vera miklir aðdáendur söngvarans. Þau ætlar sér ekki að troða sér fremst. Þau segjast vera orðin of gömul í það og hafa farið á of marga tónleika. Þau ætla að njóta lífsins aftarlega í staðinn.

Nú styttist í að upphitun fyrir tónleikana hefjist, en hún verður í höndum Gus Gus. Fólk streymir nú inn í Kórinn, en sextán þúsund miðar seldust á tónleikana.


Tengdar fréttir

Sérstakur safabar fyrir Justin

Samkvæmt heimildum Vísis hefur fyrirtækið Joe & The Juice opnað safabar baksviðs á tónleikum Justin Timberlake.

Halda mikið upp á Justin Timberlake

Þessar stúlkur segjast vera miklir aðdáendur söngvarans. Þær mættu snemma, voru komnar fyrir utan Kórinn talsvert löngu fyrir opnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×