Þróa nýtt lyf úr þorskalýsi Svavar Hávarðsson skrifar 10. nóvember 2014 07:00 Þrír starfsmenn, auk eigenda og ráðgjafa koma að verkefnum LP. Mynd/LP Þróun og rannsóknir á fyrsta lyfi sprotafyrirtækisins Lipid Pharmaceuticals (LP) úr omega-3 þorskalýsi eru langt komnar. Lyfið er til meðhöndlunar á börnum og fullorðnum sem þjást af hægðatregðu. Þróun lyfsins hófst fyrir tíu árum, en fyrirtækið var stofnað árið 2009 sem rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í samvinnu Lýsis hf., Háskóla Íslands og Landspítalans, segir Guðrún M. Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri LP. „Hugmyndin í upphafi var að nota bólgueyðandi og sýkladrepandi áhrif fitusýra úr lýsi til þess að framleiða augndropa við rauðum augum og vægum augnsýkingum. Lyktin var því miður ekki nógu aðlaðandi til að hugmyndin gengi upp,“ segir Guðrún. Þá var stefnan sett á að nýta eiginleika fitusýranna til að meðhöndla gyllinæð og bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist, nokkuð óvænt, hafa hægðalosandi áhrif í fyrstu öryggisprófunum hjá heilbrigðu fólki. Því var ákveðið að nýta þessa eiginleika og gera frekari rannsóknir á hægðalosandi eiginleikum virka efnisins í lýsinu. „Gangi áætlanir okkar eftir munum við markaðssetja fyrsta íslenska frumlyfið eftir þrjú ár. Við vitum ekki um önnur íslensk frumlyf komin þetta langt í þróunarfasanum,“ segir Guðrún. Stefnt er á sölu lyfsins í Evrópu og Bandaríkjunum, enda er smæð íslenska markaðarins slík að hún stendur ekki undir þróunarkostnaði. Þróunarvinnan hefur farið fram á rannsóknarstofu í lyfjafræði við HÍ, LSH og hjá Lýsi hf. Hluta vinnunnar er úthýst til annarra fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis. Virka innihaldsefnið er framleitt hjá Lýsi hf. og lyfjaformið er framleitt hjá fyrirtækinu Pharmarctica á Grenivík samkvæmt gildandi gæðakröfum. Lyfjaþróun er kröfuhart og langdregið ferli, en meðal þess sem gert hefur verið er rannsókn á áhrifum lyfsins á börn sem leitað hafa á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins undir stjórn Orra Þórs Ormarssonar læknis, og var árangurinn mjög lofandi. Meltingarsjúkdómar, og ekki síst hægðatregða, er mikið vandamál um heim allan; algengi hægðatregðu hjá börnum er allt að 30% og hjá fullorðnum allt upp í 15%. Barnaspítali Hringsins tekur árlega á móti um 400 börnum vegna þessa, svo dæmi sé tekið. Markaður á heimsvísu með hægðalosandi lyf er því gríðarstór og fer stækkandi. Bandaríkjamarkaður einn er talinn velta 120 milljörðum króna með þennan lyfjaflokk.Lipid Pharmaceuticals í hnotskurn - Sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals ehf. (LP) var stofnað 2009. - Hluthafar eru Lýsi hf., HÍ, Landspítalinn ásamt stofnendum LP; Einari Stefánssyni lækni og Þorsteini Loftssyni lyfjafræðingi - Fyrirtækið hefur fengið styrki frá Tækniþróunarsjóði (Rannís) og AVS auk þess sem Lýsi hf. hefur lagt til hlutafé. - Samstarfsfyrirtæki LP eru m.a. Lýsi hf., PharmArctica á Grenivík og Matís. Að auki kemur að fyrirtækinu fjöldi innlendra og erlendra ráðgjafa. - Starfsemi LP byggir á rannsóknum Þorsteins Loftssonar, prófessors við lyfjafræðideild HÍ. Hann rannsakaði fitusýrur og mögulega notkun þeirra þar sem vitað var að þær gætu haft bólgueyðandi verkun og sýkladrepandi áhrif. - Markmið fyrirtækisins er að þróa, rannsaka og koma á markað stílum sem innihalda fríar omega-3 fitusýrur sem meðferð við hægðatregðu auk þess sem LP er að þróa og rannsaka smyrsli sem innihalda sömu fitusýrur til meðferðar við húðsýkingum. - Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi sem snýr að nýtingu frírra omega-3 fitusýra úr sjávarafurðum til lyfjagerðar í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi og S-Afríku. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þróun og rannsóknir á fyrsta lyfi sprotafyrirtækisins Lipid Pharmaceuticals (LP) úr omega-3 þorskalýsi eru langt komnar. Lyfið er til meðhöndlunar á börnum og fullorðnum sem þjást af hægðatregðu. Þróun lyfsins hófst fyrir tíu árum, en fyrirtækið var stofnað árið 2009 sem rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í samvinnu Lýsis hf., Háskóla Íslands og Landspítalans, segir Guðrún M. Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri LP. „Hugmyndin í upphafi var að nota bólgueyðandi og sýkladrepandi áhrif fitusýra úr lýsi til þess að framleiða augndropa við rauðum augum og vægum augnsýkingum. Lyktin var því miður ekki nógu aðlaðandi til að hugmyndin gengi upp,“ segir Guðrún. Þá var stefnan sett á að nýta eiginleika fitusýranna til að meðhöndla gyllinæð og bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist, nokkuð óvænt, hafa hægðalosandi áhrif í fyrstu öryggisprófunum hjá heilbrigðu fólki. Því var ákveðið að nýta þessa eiginleika og gera frekari rannsóknir á hægðalosandi eiginleikum virka efnisins í lýsinu. „Gangi áætlanir okkar eftir munum við markaðssetja fyrsta íslenska frumlyfið eftir þrjú ár. Við vitum ekki um önnur íslensk frumlyf komin þetta langt í þróunarfasanum,“ segir Guðrún. Stefnt er á sölu lyfsins í Evrópu og Bandaríkjunum, enda er smæð íslenska markaðarins slík að hún stendur ekki undir þróunarkostnaði. Þróunarvinnan hefur farið fram á rannsóknarstofu í lyfjafræði við HÍ, LSH og hjá Lýsi hf. Hluta vinnunnar er úthýst til annarra fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis. Virka innihaldsefnið er framleitt hjá Lýsi hf. og lyfjaformið er framleitt hjá fyrirtækinu Pharmarctica á Grenivík samkvæmt gildandi gæðakröfum. Lyfjaþróun er kröfuhart og langdregið ferli, en meðal þess sem gert hefur verið er rannsókn á áhrifum lyfsins á börn sem leitað hafa á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins undir stjórn Orra Þórs Ormarssonar læknis, og var árangurinn mjög lofandi. Meltingarsjúkdómar, og ekki síst hægðatregða, er mikið vandamál um heim allan; algengi hægðatregðu hjá börnum er allt að 30% og hjá fullorðnum allt upp í 15%. Barnaspítali Hringsins tekur árlega á móti um 400 börnum vegna þessa, svo dæmi sé tekið. Markaður á heimsvísu með hægðalosandi lyf er því gríðarstór og fer stækkandi. Bandaríkjamarkaður einn er talinn velta 120 milljörðum króna með þennan lyfjaflokk.Lipid Pharmaceuticals í hnotskurn - Sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals ehf. (LP) var stofnað 2009. - Hluthafar eru Lýsi hf., HÍ, Landspítalinn ásamt stofnendum LP; Einari Stefánssyni lækni og Þorsteini Loftssyni lyfjafræðingi - Fyrirtækið hefur fengið styrki frá Tækniþróunarsjóði (Rannís) og AVS auk þess sem Lýsi hf. hefur lagt til hlutafé. - Samstarfsfyrirtæki LP eru m.a. Lýsi hf., PharmArctica á Grenivík og Matís. Að auki kemur að fyrirtækinu fjöldi innlendra og erlendra ráðgjafa. - Starfsemi LP byggir á rannsóknum Þorsteins Loftssonar, prófessors við lyfjafræðideild HÍ. Hann rannsakaði fitusýrur og mögulega notkun þeirra þar sem vitað var að þær gætu haft bólgueyðandi verkun og sýkladrepandi áhrif. - Markmið fyrirtækisins er að þróa, rannsaka og koma á markað stílum sem innihalda fríar omega-3 fitusýrur sem meðferð við hægðatregðu auk þess sem LP er að þróa og rannsaka smyrsli sem innihalda sömu fitusýrur til meðferðar við húðsýkingum. - Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi sem snýr að nýtingu frírra omega-3 fitusýra úr sjávarafurðum til lyfjagerðar í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi og S-Afríku.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira