Vill að yfirvöld taki kannabis til skoðunar 10. nóvember 2014 20:39 Kristín Ingólfsdóttir, lyfjafræðiprófessor og rektor Háskóla Íslands, telur að heilbrigðisyfirvöld eigi að skoða í fullri alvöru að leyfa kannabis í lækningaskyni. Slæmt sé að fólk sem reyni að lina þjáningar með kannabis þurfi að gerast lögbrjótar. „Fyrsta matskeiðin var sjötta júlí og hann hefur nánast ekkert fengið höfuðverk síðan,“ Guðrún Jóna Sæmundsdóttir. Þar talar hún um son sinn Sigurð, en farið verður yfir mál hans í Brestum á Stöð 2 í kvöld. Sigurður greindist með sjö sentímetra æxli í heila fyrir ári. Góðar vísbendingar eru um að kannabis geti slegið á króníska verki og MS sjúkdóminn, en rannsóknir vantar til að staðfesta að það geti örvað matarlist og fleira. Samkvæmt hinu virta Mayo clinic í Bandaríkjunum. Kristin Ingólfsdóttir segir vitað að í sumum tilvikum geti kannabis gagnast sjúklingum sem hefðbundin ógleði og verkjalyf verka ekki á „Mér finnst mjög mikilvægt að þetta sé tekið fyrir af heilbrigðisyfirvöldum og það sé gengið til verka eins og í öðrum löndum,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ og prófessor í lyfjafræði.Þannig að þér finnst mikilvægt að heilbrigðisyfirvöld skoði það að leyfa kannabis undir eftirliti, í lækningaskyni? „Já mér finnst það.“ „Það er eitthvað virkilega rangt í þessu samfélagi, ef að það er ólöglegt að hjálpa fólki á þennan hátt,“ segir Ásgeir. „Því þetta er að hjálpa fólki,“ segir Ásgeir Daði Rúnarsson sem greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Ásgeir sem aðstoðaði mæðginin segir hefðbundin ógleðilyf ekki hafa virkað á sig í krabbameinsmeðferð.David Nutt er virtur breskur vísindamaður, geðlæknir og forseti evrópska heilaráðsins. Hann telur alrangt að meina sjúklingum aðgang að kannabis til að vernda þá sem geta misnotað það. „Þetta er eins og að banna fólki með höfuðverk að taka kódein af því til eru þeir sem misnota það. En við segjum það ekki, heldur að kódein skuli vera tiltækt í hæfilegum skömmtum fyrir þá sem þess þurfa. Það sama ætti að gilda um kannabis.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, lyfjafræðiprófessor og rektor Háskóla Íslands, telur að heilbrigðisyfirvöld eigi að skoða í fullri alvöru að leyfa kannabis í lækningaskyni. Slæmt sé að fólk sem reyni að lina þjáningar með kannabis þurfi að gerast lögbrjótar. „Fyrsta matskeiðin var sjötta júlí og hann hefur nánast ekkert fengið höfuðverk síðan,“ Guðrún Jóna Sæmundsdóttir. Þar talar hún um son sinn Sigurð, en farið verður yfir mál hans í Brestum á Stöð 2 í kvöld. Sigurður greindist með sjö sentímetra æxli í heila fyrir ári. Góðar vísbendingar eru um að kannabis geti slegið á króníska verki og MS sjúkdóminn, en rannsóknir vantar til að staðfesta að það geti örvað matarlist og fleira. Samkvæmt hinu virta Mayo clinic í Bandaríkjunum. Kristin Ingólfsdóttir segir vitað að í sumum tilvikum geti kannabis gagnast sjúklingum sem hefðbundin ógleði og verkjalyf verka ekki á „Mér finnst mjög mikilvægt að þetta sé tekið fyrir af heilbrigðisyfirvöldum og það sé gengið til verka eins og í öðrum löndum,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ og prófessor í lyfjafræði.Þannig að þér finnst mikilvægt að heilbrigðisyfirvöld skoði það að leyfa kannabis undir eftirliti, í lækningaskyni? „Já mér finnst það.“ „Það er eitthvað virkilega rangt í þessu samfélagi, ef að það er ólöglegt að hjálpa fólki á þennan hátt,“ segir Ásgeir. „Því þetta er að hjálpa fólki,“ segir Ásgeir Daði Rúnarsson sem greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Ásgeir sem aðstoðaði mæðginin segir hefðbundin ógleðilyf ekki hafa virkað á sig í krabbameinsmeðferð.David Nutt er virtur breskur vísindamaður, geðlæknir og forseti evrópska heilaráðsins. Hann telur alrangt að meina sjúklingum aðgang að kannabis til að vernda þá sem geta misnotað það. „Þetta er eins og að banna fólki með höfuðverk að taka kódein af því til eru þeir sem misnota það. En við segjum það ekki, heldur að kódein skuli vera tiltækt í hæfilegum skömmtum fyrir þá sem þess þurfa. Það sama ætti að gilda um kannabis.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira