Bjarni Ben sat fyrir svörum í beinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 20:05 „Ég segi fordæmisgildi þessarar aðgerðar fyrir mitt leyti er ekki neitt. Þetta er sérstök aðgerð sem að virkar með almennum hætti,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtali í beinni útsendingu í Íslandi í dag í kvöld. Bjarni, sem var gestur Þorbjarnar Þórðarsonar, sagðist ekki líta svo á að aðgerðin hefði fordæmisgildi aðspurður hvort það þyrfti ekki að leiðrétta forsendurbrestinn aftur ef verðbólgan ryki upp að nýju.Kosin til að grípa til aðgerða fyrir heimilin Bjarni sagði að ríkisstjórnin hefði beinlínis verið kosin til þess að grípa til markvissra aðgerða sem þessarar vegna slæmrar skuldstöðu heimilanna. Það væri afleiðing mjög sérstakra aðstæðna í kjölfar efnahagshrunsins. Bjarni sagði það ekki rétt að hann hafi verið á móti leiðréttingu sem þessari í kosningabaráttunni. Vísaði hann í landsfund Sjálfstæðisflokksins sem samþykkti að beina sérstöku kastljósi að heimilunum og skuldastöðu þeirra. „Við lögðum upp með það að fara í markvissar stjórnvaldsaðgerðir. [...] Þessi ríkisstjórn getur ekki horft í hina áttina eftir það sem gerðist á hrunárunum. Það er einfaldlega nauðsynlegt að grípa til aðgerða,“ sagði Bjarni.Hefur ekki áhyggjur af áhrifum á verðlag Aðspurður um hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að verðlag myndi hækka í kjölfar aðgerðanna sagði hann: „Það er sjálfsagt að fylgjast með því hvort að verðlag muni hækka. [...] En ég hef meiri áhyggjur af stöðunni á vinnumarkaði. Ég hef áhyggjur af yfirlýsingum aðila vinnumarkaðarins, og þá sérstaklega yfirlýsingum launþegahreyfingarinnar, um að hér sé svigrúm til að hækka laun um marga tugi prósenta.“ Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Eða með því að smella hér. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Ég segi fordæmisgildi þessarar aðgerðar fyrir mitt leyti er ekki neitt. Þetta er sérstök aðgerð sem að virkar með almennum hætti,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtali í beinni útsendingu í Íslandi í dag í kvöld. Bjarni, sem var gestur Þorbjarnar Þórðarsonar, sagðist ekki líta svo á að aðgerðin hefði fordæmisgildi aðspurður hvort það þyrfti ekki að leiðrétta forsendurbrestinn aftur ef verðbólgan ryki upp að nýju.Kosin til að grípa til aðgerða fyrir heimilin Bjarni sagði að ríkisstjórnin hefði beinlínis verið kosin til þess að grípa til markvissra aðgerða sem þessarar vegna slæmrar skuldstöðu heimilanna. Það væri afleiðing mjög sérstakra aðstæðna í kjölfar efnahagshrunsins. Bjarni sagði það ekki rétt að hann hafi verið á móti leiðréttingu sem þessari í kosningabaráttunni. Vísaði hann í landsfund Sjálfstæðisflokksins sem samþykkti að beina sérstöku kastljósi að heimilunum og skuldastöðu þeirra. „Við lögðum upp með það að fara í markvissar stjórnvaldsaðgerðir. [...] Þessi ríkisstjórn getur ekki horft í hina áttina eftir það sem gerðist á hrunárunum. Það er einfaldlega nauðsynlegt að grípa til aðgerða,“ sagði Bjarni.Hefur ekki áhyggjur af áhrifum á verðlag Aðspurður um hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að verðlag myndi hækka í kjölfar aðgerðanna sagði hann: „Það er sjálfsagt að fylgjast með því hvort að verðlag muni hækka. [...] En ég hef meiri áhyggjur af stöðunni á vinnumarkaði. Ég hef áhyggjur af yfirlýsingum aðila vinnumarkaðarins, og þá sérstaklega yfirlýsingum launþegahreyfingarinnar, um að hér sé svigrúm til að hækka laun um marga tugi prósenta.“ Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Eða með því að smella hér.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira