
Hvert viljum við stefna?
Það er minni stétt í blóð borið að ganga til starfa af ástríðu fyrir viðfangsefninu og leggja sig alla fram án þess oft á tíðum að telja tímana sem í það fara og vinna ýmis störf á öllum tímum sólahringsins án þess að fá það sérstaklega greitt. Þessi fórnfýsi lýsir því vel hvað starfið er gefandi og skemmtilegt.
Ég er fjölskyldumaður, það er ekki nóg að elska vinnuna sína og ekki hægt fórna öllu fyrir hana, fjölskyldan er alltaf númer eitt í mínum huga. Ef ég á að sinna mínu starfi í framtíðinni verð ég að hafa mannsæmandi laun sem eru mér samboðin miðað við mína menntun, starfsreynslu og framlag til samfélagsins.
Ég er tónlistarkennari og það er komin tími til að kennarar almennt séu metnir að verðleikum í þessu samfélagi. Framtíð þjóðarinnar er í okkar höndum, við þurfum að fjárfesta vel í framtíð barnanna okkar. Að mínu mati er það besta fjárfestingin að við höfum vel menntaða og góða kennara sem fá tækifæri til að sinna sínu starfi við góðar aðstæður og laun sem hvetja þá til dáða. Ég held að tónlistarmenntun og listmenntun yfirleitt sé hér sérstaklega vanmetin. Það er gaman að sjá afrakstur tónlistarskólanna í fjölbreyttu og framsæknu tónlistarlífi sem er ein grunnstoðin í menningu okkar en minna sýnileg eru áhrif tónlistarmenntunar í víðum skilningi á þroska einstaklingsins. Tónlistarnámið gefur einstaklingnum hæfileika eins og aukið sjálfstraust, skipulögð vinnubrögð, reynslu í samvinnu, skapandi hugsun og margt fleira sem nýtist vel í öllu námi og starfi. Tónlistin er tungumál sem allir skilja sem og partur af okkar grunneðli og þörfum og ætti því að vera fastur liður í mótun og þroska allra.
Ég er mjög leiður yfir því skilningsleysi sem mér finnst birtast í afstöðu sveitarfélaganna til kröfu tónlistarkennara um sambærileg laun og aðrar kennarastéttir. Af hverju vilja sveitarfélögin draga okkur niður í launum samanborið við aðra kennara? Hvar er hin skapandi hugsun í stefnumótun og framförum í stjórnsýslunni hvað varðar tónlistarmenntun. Mín tilfinning er að þessi stjórnsýsla er því miður lítil eða ekki til. Þessu þarf að breyta, tónlistarfræðslan þarf að eignast sinn stað i stjórnsýslunni svo hún nái að þróast og blómstra í takt við samfélagið.
Ég hvet að lokum sveitarfélögin og samninganefnd þeirra til að nálgast samningaborðið með skapandi hugsun að leiðarljósi og líta á okkur tónlistarkennara sem mikilvægan hlekk í menntun og uppeldi sem bera að hlúa að og efla.
Skoðun

Lífið gefur engan afslátt
Davíð Bergmann skrifar

Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ
Árni Guðmundsson skrifar

Vitskert veröld
Einar Helgason skrifar

Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur
Arnar Sigurðsson skrifar

Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands
Eva Jörgensen skrifar

Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja
Friðrik Árnason skrifar

Nýjar ráðleggingar um mataræði
María Heimisdóttir skrifar

Börn með fjölþættan vanda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands
Clive Stacey skrifar

Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði?
Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Najlaa Attaallah skrifar

Heilinn okkar og klukka lífsins
Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar

Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum
Arna Magnea Danks skrifar

Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands
Herdís Sveinsdóttir skrifar

Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ!
Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar

Hafðu áhrif til hádegis
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu
Ástríður Stefánsdóttir skrifar

Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn
Haraldur Ólafsson skrifar

Tímaskekkjan skólaíþróttir
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Þegar fíllinn byltir sér....
Gunnar Pálsson skrifar

Leyfi til að syrgja
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð
Björn Ólafsson skrifar

VR-members, exercise your right to vote!
Christopher Eva skrifar

Stöðvum það sem gott er
Íris E. Gísladóttir skrifar

Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga
Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar

Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta
Magnús Karl Magnússon skrifar

Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft?
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar

Stöndum með börnum
Jón Pétur Zimsen skrifar

„Án orku verður ekki hagvöxtur“
Jón Skafti Gestsson skrifar