Leigjendur gefa lítið fyrir skuldaniðurfærslurnar Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2014 10:42 Hólmsteinn hjá Leigjendasamtökunum er ómyrkur í máli og segir skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar "blekkingaprump“. Skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag og eru menn mjög misjafnlega spenntir fyrir þeim. Leigjendum þykir þetta frumvarp hin mesta forsmán. Hólmsteinn A. Brekkan er framkvæmdastjóri hjá Samtökum leigjenda á Íslandi. Hann var ómyrkur í máli þegar Vísir hafði samband við hann í morgun, segir þungt hljóð í þeim sem basla á leigumarkaði.Ekkert hlustað á leigjendur Hólmsteinn segir að samtökin hafi gert ítarlegar og alvarlegar athugasemdir við þetta frumvarp strax í fjárlaganefnd. „Við bentum á það að leigjendur hefðu verið og væru algerlega úti í kuldanum. Það er ekkert verið að bæta hækkanir á leiguverði né eitt né neitt. Ekkert í þessu frumvarpi sem bætir hag leigjenda og ekkert er gert fyrir þá sem misstu allt sitt og voru þvingaðir út á leigumarkaðinn.“ Eiginlega er sama hvar borið er niður, Hólmsteinn sér fátt eitt jákvætt við þessa risavöxnu ríkisaðgerð. Hann segir ekkert tillit hafa verið tekið til þess sem leigjendur höfðu fram að færa, varla að það hafi verið skoðað. „Málið er það að það eru alltof fáir sem hafa lesið þetta frumvarp. Það er búið til eitthvað orð sem heitir „skuldaleiðrétting“ en menn skoða ekkert hvað þetta þýðir eða hvað það hefur í för með sér. Það kemur mjög skýrt fram að þetta er hrein peningafærsla, fjármagnsfærsla úr ríkissjóði til fjármálafyrirtækjanna, eða kröfuhafa, þeirra sem eiga þessi húsnæðislán, hvort sem það er lífeyrissjóðir, Íbúðalánasjóður eða bankar. Þessi niðurfærsla er þessum fyrirtækjum algerlega að skaðlausu og er greidd að fullu úr ríkissjóði.“Blekkingaprump Og Hólmsteinn er rétt að byrja: „Blekkingaprump líka er með það að fólk megi taka viðbótarlífeyrissparnað, eða séreignasparnaði, og greiða það inn á höfuðstól lána sinna. Það er þjófnaður. Ef fólk er með svokölluð jafngreiðslulán er betra að nota þessa peninga í utanlandsferð en láta bankana hafa þá.“ Hólmsteinn segir athugasemdir samtakanna liggja fyrir: „Síðan bentum við á að fólk mætti leggja fimm hundruð þúsund inn á húsnæðissparnaðarreikning, séreignasparnað sem þú mátt svo nýta í íbúðakaup, átti að vera skattfrjáls peningur til þriggja ára. Það átti að vera eitthvað sem átti að gagnast leigjendum. Þó þú sparir eina og hálfa milljón á þremur árum, þeir sem geta, þeir sem geta það þurfa ekki á því að halda. Nei, ég hlakka ekki til að heyra forsætisráðherra að kynna þetta. Nenni ekki einu sinni að spá í þetta. Er mest hissa að fréttamenn og fjölmiðlar hafi ekki kynnt sér þetta betur.“Ganga erinda bankanna Leigjendur eiga sem sagt að borga þessi lán með húseigendum. Þeir verða vinna meira fyrir því. „Já, það er á hreinu að það á ekki að hrófla eitt né neitt við verðtryggingunni og þessi aðgerð út af fyrir sig kórónar Árna Páls-lögin, 110% leiðina; það er verið að rugla málin svo mikið að það er vonlaust að fá botn í þetta þegar frammí sækir. Annað, að það er tekið fram að frekari leiðréttinga sé ekki að vænta, fólk sem þiggur þessa leiðréttingu er að samþykkja þessi lán sín endanlega. Eða, við eigum eftir að sjá hvernig stjórnvöld snúa sig út úr því.“ Þá segir Hólmstein bankaskattinn, sem á að fjármagna þá 80 milljarða sem rennur nú til þeirra sem skrifaðir eru fyrir húsnæði, algjöra blekkingu. „Þeir segjast vera að taka skatt af bönkunum til að fjármagna þessa „leiðréttingu“. Þetta eru peningar sem fara hring, beint inní bankana aftur. Ekki nóg með það heldur fá þeir þetta allt sér að skaðlausu. Kristaltært í frumvarpinu og það var ekkert gert í þessu. Stjórnvöld eru að ganga erinda bankanna, það er mitt mat.“ Tengdar fréttir Lágtekjufólk fái mest Stærsti hluti af skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar mun renna til fjölskyldna með meðaltekjur undir sex milljónum króna og meðalleiðrétting verður á bilinu ein til tvær milljónir. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokks. 9. nóvember 2014 13:15 Leiðréttingin kynnt eftir viku Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kunngjörð á mánudaginn í næstu viku. Umsækjendur um skuldaleiðréttinguna geta kynnt séð niðurstöður hennar daginn eftir. 3. nóvember 2014 07:00 Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei mælst minni Stuðningur við núverandi ríkisstjórn hefur aldrei mælst lægri en fylgi stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðiflokks er nú 33 prósent. 7. nóvember 2014 10:44 Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu. 10. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag og eru menn mjög misjafnlega spenntir fyrir þeim. Leigjendum þykir þetta frumvarp hin mesta forsmán. Hólmsteinn A. Brekkan er framkvæmdastjóri hjá Samtökum leigjenda á Íslandi. Hann var ómyrkur í máli þegar Vísir hafði samband við hann í morgun, segir þungt hljóð í þeim sem basla á leigumarkaði.Ekkert hlustað á leigjendur Hólmsteinn segir að samtökin hafi gert ítarlegar og alvarlegar athugasemdir við þetta frumvarp strax í fjárlaganefnd. „Við bentum á það að leigjendur hefðu verið og væru algerlega úti í kuldanum. Það er ekkert verið að bæta hækkanir á leiguverði né eitt né neitt. Ekkert í þessu frumvarpi sem bætir hag leigjenda og ekkert er gert fyrir þá sem misstu allt sitt og voru þvingaðir út á leigumarkaðinn.“ Eiginlega er sama hvar borið er niður, Hólmsteinn sér fátt eitt jákvætt við þessa risavöxnu ríkisaðgerð. Hann segir ekkert tillit hafa verið tekið til þess sem leigjendur höfðu fram að færa, varla að það hafi verið skoðað. „Málið er það að það eru alltof fáir sem hafa lesið þetta frumvarp. Það er búið til eitthvað orð sem heitir „skuldaleiðrétting“ en menn skoða ekkert hvað þetta þýðir eða hvað það hefur í för með sér. Það kemur mjög skýrt fram að þetta er hrein peningafærsla, fjármagnsfærsla úr ríkissjóði til fjármálafyrirtækjanna, eða kröfuhafa, þeirra sem eiga þessi húsnæðislán, hvort sem það er lífeyrissjóðir, Íbúðalánasjóður eða bankar. Þessi niðurfærsla er þessum fyrirtækjum algerlega að skaðlausu og er greidd að fullu úr ríkissjóði.“Blekkingaprump Og Hólmsteinn er rétt að byrja: „Blekkingaprump líka er með það að fólk megi taka viðbótarlífeyrissparnað, eða séreignasparnaði, og greiða það inn á höfuðstól lána sinna. Það er þjófnaður. Ef fólk er með svokölluð jafngreiðslulán er betra að nota þessa peninga í utanlandsferð en láta bankana hafa þá.“ Hólmsteinn segir athugasemdir samtakanna liggja fyrir: „Síðan bentum við á að fólk mætti leggja fimm hundruð þúsund inn á húsnæðissparnaðarreikning, séreignasparnað sem þú mátt svo nýta í íbúðakaup, átti að vera skattfrjáls peningur til þriggja ára. Það átti að vera eitthvað sem átti að gagnast leigjendum. Þó þú sparir eina og hálfa milljón á þremur árum, þeir sem geta, þeir sem geta það þurfa ekki á því að halda. Nei, ég hlakka ekki til að heyra forsætisráðherra að kynna þetta. Nenni ekki einu sinni að spá í þetta. Er mest hissa að fréttamenn og fjölmiðlar hafi ekki kynnt sér þetta betur.“Ganga erinda bankanna Leigjendur eiga sem sagt að borga þessi lán með húseigendum. Þeir verða vinna meira fyrir því. „Já, það er á hreinu að það á ekki að hrófla eitt né neitt við verðtryggingunni og þessi aðgerð út af fyrir sig kórónar Árna Páls-lögin, 110% leiðina; það er verið að rugla málin svo mikið að það er vonlaust að fá botn í þetta þegar frammí sækir. Annað, að það er tekið fram að frekari leiðréttinga sé ekki að vænta, fólk sem þiggur þessa leiðréttingu er að samþykkja þessi lán sín endanlega. Eða, við eigum eftir að sjá hvernig stjórnvöld snúa sig út úr því.“ Þá segir Hólmstein bankaskattinn, sem á að fjármagna þá 80 milljarða sem rennur nú til þeirra sem skrifaðir eru fyrir húsnæði, algjöra blekkingu. „Þeir segjast vera að taka skatt af bönkunum til að fjármagna þessa „leiðréttingu“. Þetta eru peningar sem fara hring, beint inní bankana aftur. Ekki nóg með það heldur fá þeir þetta allt sér að skaðlausu. Kristaltært í frumvarpinu og það var ekkert gert í þessu. Stjórnvöld eru að ganga erinda bankanna, það er mitt mat.“
Tengdar fréttir Lágtekjufólk fái mest Stærsti hluti af skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar mun renna til fjölskyldna með meðaltekjur undir sex milljónum króna og meðalleiðrétting verður á bilinu ein til tvær milljónir. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokks. 9. nóvember 2014 13:15 Leiðréttingin kynnt eftir viku Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kunngjörð á mánudaginn í næstu viku. Umsækjendur um skuldaleiðréttinguna geta kynnt séð niðurstöður hennar daginn eftir. 3. nóvember 2014 07:00 Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei mælst minni Stuðningur við núverandi ríkisstjórn hefur aldrei mælst lægri en fylgi stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðiflokks er nú 33 prósent. 7. nóvember 2014 10:44 Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu. 10. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Lágtekjufólk fái mest Stærsti hluti af skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar mun renna til fjölskyldna með meðaltekjur undir sex milljónum króna og meðalleiðrétting verður á bilinu ein til tvær milljónir. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokks. 9. nóvember 2014 13:15
Leiðréttingin kynnt eftir viku Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kunngjörð á mánudaginn í næstu viku. Umsækjendur um skuldaleiðréttinguna geta kynnt séð niðurstöður hennar daginn eftir. 3. nóvember 2014 07:00
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei mælst minni Stuðningur við núverandi ríkisstjórn hefur aldrei mælst lægri en fylgi stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðiflokks er nú 33 prósent. 7. nóvember 2014 10:44
Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu. 10. nóvember 2014 07:00