Stoltur að Latibær sé íslenskt hugvit Magnús Scheving skrifar 18. janúar 2014 06:00 Latibær verður tuttugu ára á árinu og á þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þessum tveimur áratugum hefur Latibær farið frá því að vera hugmynd á blaði til þess að festa sig í sessi sem vörumerki heilsu og skemmtunar og hreyft börn um allan heim. Þó svo að í dag framleiði Latibær ekki aðeins sjónvarpsefni heldur leiksýningar, bækur, tónlist og taki þátt í heilsuátaki með ríkisstjórnum um allan heim, þá byggir sá árangur á stoðum sjónvarpsþáttanna, íslensku hugviti sem var hrint í framkvæmd af íslensku kvikmyndagerðarfólki. Þættir sem hafa verið tilnefndir til og hlotið miklar viðurkenningar á alþjóðavettvangi, má þar nefna BAFTA-, EMMY- og Edduverðlaun og eru orðnir að þekktu vörumerki sem nær til 500 milljóna heimila í 170 löndum. Því miður á kvikmynda- og sjónvarpsgerð í landinu undir högg að sækja. Í núverandi fjárlagafrumvarpi er lagt til að skorið verði umtalsvert niður til kvikmyndagerðar og hefur það veruleg áhrif á framleiðslu sjónvarpsefnis. Frá því að Latibær var fyrst settur á fót 1994, hefur hann skapað mörg hundruð störf á Íslandi og gegnt stóru hlutverki við þróun og eflingu íslensks kvikmyndaiðnaðar, þ.m.t með rekstri kvikmyndavers í Garðabæ síðan 2004. Þeir einstaklingar sem starfað hafa hjá fyrirtækinu hafa fengið þjálfun og þekkingu á sviði sjónrænnar tölvuvinnslu, tæknitöku, hljóðs, búningagerðar, leikmyndar, svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmargir stigu sín fyrstu skref í þessum iðnaði á Íslandi hjá Latabæ. Margir þeirra sinna enn innlendri framleiðslu af miklum móð og hafa skapað sér sess í fremstu röð meðal kvikmyndagerðarfólks í heiminum. Þau fjölmörgu erlendu kvikmyndaverkefni sem hingað koma bera vitni um það.Hátíð í skugga niðurskurðar Án stuðnings iðnaðarráðuneytisins hefði Latibær aldrei verið framleiddur á Íslandi og sá ávinningur sem hlotist hefur af verkefninu í formi þekkingar, tekna og afleiddra starfa hefði ekki skilað sér til landsins. Í 20 ár hefur Latibær skapað yfir 100 ársverk að meðaltali í föstum eða afleiddum störfum og á síðustu tveimur og hálfu ári hafa 4,5 milljarðar króna komið inn í íslenska hagkerfið vegna framleiðslu þáttanna. Það er ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi á þessu tímabili. Þó að sýnt hafi verið fram á með ótvíræðum rannsóknarniðurstöðum að skapandi greinar skili margfalt meiru til baka en lagt er til af ríkinu, þá er enn þrengt að iðnaðinum sem gegnir stóru hlutverki í íslensku atvinnu- og menningarlífi og er virkasti menningarmiðill okkar tíma. Í skugga niðurskurðarins heldur íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían uppskeruhátíð sína, Edduna. Eins og það var mikilvægt fyrir okkur í Latabæ að fá stuðning iðnaðarráðuneytisins, nutum við einnig góðs af því að vera útnefnd til Edduverðlauna þegar við stigum okkar fyrstu skref. Við erum mjög stolt af því að hafa unnið heiðursverðlaun ÍKSA (Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar) á sínum tíma og gat Latibær nýtt sér þann byr sem verðlaunin veita. Í fyrra kom út þriðja þáttaröðin um lífið í Latabæ og hafa þættirnir nú þegar verið seldir til rúmlega 120 landa. Latibær er mest sýnda íslenska sjónvarpsefni allra tíma og því eðlilegt að við eftirlátum öðrum að nýta þann stökkpall sem Eddan getur verið og höfum því ákveðið að gefa ekki kost á okkur til forvals Eddunnar. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu því fólki sem komið hefur að gerð þáttanna um Latabæ í gegnum tíðina, óska öllum þátttakendum Eddunnar velfarnaðar og velgengni á komandi hátíð og ég vil trúa því að allir þeir nýliðar sem sitja á þingi og í ráðherrastólum sjái þann ótvíræða hag þess að styðja við atvinnugreinina og endurskoði framlög sín til íslenskrar kvikmyndagerðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Latibær verður tuttugu ára á árinu og á þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þessum tveimur áratugum hefur Latibær farið frá því að vera hugmynd á blaði til þess að festa sig í sessi sem vörumerki heilsu og skemmtunar og hreyft börn um allan heim. Þó svo að í dag framleiði Latibær ekki aðeins sjónvarpsefni heldur leiksýningar, bækur, tónlist og taki þátt í heilsuátaki með ríkisstjórnum um allan heim, þá byggir sá árangur á stoðum sjónvarpsþáttanna, íslensku hugviti sem var hrint í framkvæmd af íslensku kvikmyndagerðarfólki. Þættir sem hafa verið tilnefndir til og hlotið miklar viðurkenningar á alþjóðavettvangi, má þar nefna BAFTA-, EMMY- og Edduverðlaun og eru orðnir að þekktu vörumerki sem nær til 500 milljóna heimila í 170 löndum. Því miður á kvikmynda- og sjónvarpsgerð í landinu undir högg að sækja. Í núverandi fjárlagafrumvarpi er lagt til að skorið verði umtalsvert niður til kvikmyndagerðar og hefur það veruleg áhrif á framleiðslu sjónvarpsefnis. Frá því að Latibær var fyrst settur á fót 1994, hefur hann skapað mörg hundruð störf á Íslandi og gegnt stóru hlutverki við þróun og eflingu íslensks kvikmyndaiðnaðar, þ.m.t með rekstri kvikmyndavers í Garðabæ síðan 2004. Þeir einstaklingar sem starfað hafa hjá fyrirtækinu hafa fengið þjálfun og þekkingu á sviði sjónrænnar tölvuvinnslu, tæknitöku, hljóðs, búningagerðar, leikmyndar, svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmargir stigu sín fyrstu skref í þessum iðnaði á Íslandi hjá Latabæ. Margir þeirra sinna enn innlendri framleiðslu af miklum móð og hafa skapað sér sess í fremstu röð meðal kvikmyndagerðarfólks í heiminum. Þau fjölmörgu erlendu kvikmyndaverkefni sem hingað koma bera vitni um það.Hátíð í skugga niðurskurðar Án stuðnings iðnaðarráðuneytisins hefði Latibær aldrei verið framleiddur á Íslandi og sá ávinningur sem hlotist hefur af verkefninu í formi þekkingar, tekna og afleiddra starfa hefði ekki skilað sér til landsins. Í 20 ár hefur Latibær skapað yfir 100 ársverk að meðaltali í föstum eða afleiddum störfum og á síðustu tveimur og hálfu ári hafa 4,5 milljarðar króna komið inn í íslenska hagkerfið vegna framleiðslu þáttanna. Það er ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi á þessu tímabili. Þó að sýnt hafi verið fram á með ótvíræðum rannsóknarniðurstöðum að skapandi greinar skili margfalt meiru til baka en lagt er til af ríkinu, þá er enn þrengt að iðnaðinum sem gegnir stóru hlutverki í íslensku atvinnu- og menningarlífi og er virkasti menningarmiðill okkar tíma. Í skugga niðurskurðarins heldur íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían uppskeruhátíð sína, Edduna. Eins og það var mikilvægt fyrir okkur í Latabæ að fá stuðning iðnaðarráðuneytisins, nutum við einnig góðs af því að vera útnefnd til Edduverðlauna þegar við stigum okkar fyrstu skref. Við erum mjög stolt af því að hafa unnið heiðursverðlaun ÍKSA (Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar) á sínum tíma og gat Latibær nýtt sér þann byr sem verðlaunin veita. Í fyrra kom út þriðja þáttaröðin um lífið í Latabæ og hafa þættirnir nú þegar verið seldir til rúmlega 120 landa. Latibær er mest sýnda íslenska sjónvarpsefni allra tíma og því eðlilegt að við eftirlátum öðrum að nýta þann stökkpall sem Eddan getur verið og höfum því ákveðið að gefa ekki kost á okkur til forvals Eddunnar. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu því fólki sem komið hefur að gerð þáttanna um Latabæ í gegnum tíðina, óska öllum þátttakendum Eddunnar velfarnaðar og velgengni á komandi hátíð og ég vil trúa því að allir þeir nýliðar sem sitja á þingi og í ráðherrastólum sjái þann ótvíræða hag þess að styðja við atvinnugreinina og endurskoði framlög sín til íslenskrar kvikmyndagerðar.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar