Tvíeggja tækni: Hvernig má nýta stafræna tækni í kennslu? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 22. júlí 2024 13:01 Ef skólakerfið hefur ekki skýra stefnu um hvernig stafræn tækni er nýtt í kennslu, getur það takmarkað tækifæri nemenda til að þróa nauðsynlega hæfni. Stafræn hæfni felur í sér meira en bara að geta notað tölvur; hún inniheldur einnig hæfni til að leita upplýsinga, greina gögn, búa til stafrænt efni og skilja stafrænt öryggi. Stafræn tækni og börn eru eins og völundarhús þar sem hver hurð táknar nýtt tækifæri eða áskorun. Hurðirnar eru segulmagnaðar; um leið og barn snertir hurðina, límist það við hana. Í skák er reglan “snerti maður, hreyfi maður,” en í stafrænu umhverfi barna er reglan “snerti barn, límist barn.” Barn sem límist svona þarf að taka meðvitaða ákvörðun um að losa sig frá þessari hurð til að halda áfram. Þegar það tekst, er næsta hurð eins og segull sem dregur það áfram. Rétt eins og ein nifteind veldur klofnun í atómkjarna, sem losar fleiri nifteindir sem valda fleiri klofnunum, getur stafræn tækni leitt börn frá einu tæki eða forriti til annars, eins lengi og nægilegt áreiti er til staðar. Í völundarhúsinu opna sumar hurðir leið að nýrri þekkingu og sköpunargleði, á meðan aðrar geta verið tímaeyðandi og truflandi. Áhrif segulhönnunar: Hvernig hefur athyglishönnun á stafrænum vettvangi áhrif á hegðun barna? Börn eru ekki öll eins en þverskurðurinn er ekki nægilega þroskaður fyrir hraðvaxandi tækniframfarir án viðeigandi stuðnings – sum þeirra eiga ekki séns. Börn eru á mismunandi þroskastigum og hafa mismunandi getu til að stjórna og meta tækninotkun sína. Barnasáttmálinn leggur áherslu á að menntun skuli stuðla að persónulegum þroska, hæfileikum og andlegri og líkamlegri getu barna til fulls. Aðgengi að stafrænni tækni er mikilvægur þáttur í þessu, þar sem stafræn hæfni er orðin grundvallarhæfni í nútímasamfélagi. Persónulegur þroski og hæfileikar íslenskra barna markast mögulega af stefnuleysi í tengslum við aðgengi að stafrænni tækni. Því er mikilvægt að móta skýra stefnu um hvernig stafræn tækni og stafræn hæfni eru samþætt í nám barna til að tryggja að öll börn hafi jöfn tækifæri til að þróa þessa hæfileika sína. Leiðsögumenn og kort: Hvernig geta foreldrar og kennarar verið áhrifaríkir leiðsögumenn í tæknivölundarhúsinu? Í völundarhúsinu eru hurðirnar hannaðar til að vera mjög aðlaðandi og líma börnin við sig og miðar athyglishönnunin markvisst að því að halda athygli barna sem lengst og draga þau áfram, eins og segull dregur málm. Í því felst nauðsynleg krafa um að börn læri sérstaklega að hafa einhverja stjórn. Sum börn eiga erfiðara með að rata sökum lakari stuðnings. Vegna aðstæðna sinna eru þau ein á ferðinni. Kennarar og foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um hvaða hurðir eru í þessu völundarhúsi og hvernig þær virka, til að hjálpa börnum að skilja áhrif ákvarðana sem þau taka í völundarhúsinu, svo þau geti þróað með sér færni til að velja rétt. Menntun og uppeldi eru samsvarandi fyrir kortið sem kristallar bestu leiðirnar til að börn komist í gegn, án þess að týnast. Jöfn tækifæri eða neytendamarkaður: Hvernig tryggjum við að öll börn hafi jafnan aðgang að tækni og menntun án þess að verða neytendur? Stefnuleysi getur leitt til þess að nemendur hafi ójafnan aðgang að stafrænni tækni, sem aftur leiðir til mismununar í menntun. Fagfólk sem heldur áfram að nota gömlu hurðirnar í völundarhúsinu, festist í gömlum leiðum og heldur þannig ferlið áfram uns meðvituð ákvörðun er tekin um að tileinka sér nýja tækni og fara í gegnum nýjar hurðir. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að foreldrar séu „tæknifræðingar“ sem uppfæra þurfi „menntun“ sína í takt við hraðvaxandi tækniframfarir; menntastofnanir gegna hér afar mikilvægu hlutverki leiðsögumanna sem hjálpa börnum að velja réttar hurðir. Gegnumrýnandi menntastofnanir: Hvernig geta menntastofnanir gagnrýnt og bætt sig til að leiðbeina börnum í stafrænum völundarhúsum? Menntastofnanir þurfa að vera gagnrýnar á eigin starfsemi og stöðugt leita leiða til að bæta sig og aðlaga aðferðir sínar að nýjum tækniþróunum til að tryggja að börn fái bestu mögulegu leiðsögn í stafrænum heimi. Það krefst þess að kennarar og stjórnendur séu í stöðugri símenntun og endurmenntun til að fylgjast með nýjustu rannsóknum og þróunum í tækni og menntun. Stendur spilling í vegi fyrir forsvaranlegri menntun barna? Spilling er flókið og oft djúpstætt vandamál sem hefur víðtæk áhrif á samfélög, þar á meðal menntakerfi og aðgang barna að tækni og það er nauðsynlegt að skoða áhrif spillingar á aðgengi barna að menntun og tækni á Íslandi (eða annars staðar) með hliðsjón af nokkrum lykilatriðum. Þrátt fyrir að mikið fjármagn renni til menntakerfisins á Íslandi, er mikilvægt að skoða hvernig fjármagninu er dreift og það nýtt. Í því skyni að bæta námsárangur þurfa fjárúthlutunanir að vera markvissar og beinast að þeim þáttum sem hafa mest áhrif á gæði menntunar, svo sem kennaramenntun, símenntun, innviðum, tækni og stuðningi við nemendur. Skilvirkni í fjárúthlutunum og stefnumótun eru lykilatriði til að tryggja að fjármagnið nýtist sem best. Þjálfun kennara: Hvernig hefur spilling áhrif á kennaraþjálfun og getu þeirra til að kenna börnum nýtingu tækni? Spilling getur haft áhrif á það hversu vel kennarar eru þjálfaðir til að hagnýta og kenna tæknina og afurðir hennar, sökum þess að fjármagn sem átti að fara í þjálfun og námskeið er beint annað sem leiðir til þess að kennarar fá ekki þekkinguna sem þeir þurfa til að styðja börnin. Áhugaleysi og skjá-hugleysi: Ofnotkun og skortur á leiðsögn leiðir til áhugaleysis. Spilling getur valdið því að lítill áhugi stendur til þess að framfylgja lögum og reglum sem tryggja jafnan aðgang að menntun og tækni, sem getur leitt til þess að börn sem þurfa mest á stuðningi að halda fá hann ekki. Þetta er eins og leikur þar sem sumir fá að svindla, á meðan aðrir fylgja reglunum og tapa vegna þess. Lögleti: Sveigjanleiki og gagnsæi í menntakerfinu er nauðsynlegt. Það er mikilvægt að bæði ferlar í tengslum við úthlutun fjármuna sem og ábyrgð á hvernig fjármagni er varið, endurspegli gagnsæi og einnig brýnt að stofnanir sem bera ábyrgð á menntun og fjárveitingum séu nægilega sterkar og óháðar til að standa gegn spillingu ásamt því sem vekja þarf fólk til vitundar um áhrif spillingar og hvernig megi koma í veg fyrir hana. Klístraðir ferlar: Óskilvirkni í menntakerfinu þarf að leysa. Óskilvirkni og flækjustig í menntakerfinu getur skapað hindranir fyrir réttláta úthlutun fjármuna og stuðning. Það þarf að einfalda ferla og tryggja að fjármagn nýtist á réttan hátt til að auka jöfnuð í menntakerfinu og tryggja að öll börn fái sömu tækifæri til náms og þróunar. Ályktanir fyrir Ísland: Hvernig getur Ísland lagað menntakerfi sitt að nýjum kröfum? Í ljósi reynslu Norðurlanda gæti Ísland farið milliveginn og skoðað að taka upp samræmd próf sem hluta af fjölbreyttari matsaðferðum til að tryggja eðlilegt jafnvægi á milli einstaklingsmiðaðrar kennslu og jafnræðis. Samhliða gæti Ísland innleitt skýra stefnu um stafræna hæfni. Stafræn hæfni er grundvallarfærni í nútímasamfélagi og mikilvægt að öll börn, foreldrar og fagfólk séu vel upplýst og fær um að nýta sér stafræna tækni á öruggan og árangursríkan hátt. Stafræna hæfni þarf að samþætta í námsefnið til að tryggja að nemendur séu vel undirbúnir fyrir sífellt stafrænna samfélag. Í aðalnámskrá þarf stafræn hæfni að vera samþætt sem lykilþáttur í allar námsgreinar. Þetta þýðir að nemendur læra að nota stafræna tækni í fjölbreyttum verkefnum og aðstæðum, óháð námsgrein. Stafrænir grunnfærniþættir felast þannig í upplýsingaleit, mati og gagnrýnni notkun upplýsinga á netinu, stafrænum samskiptum og samvinnu, framleiðslu og sköpun texta, mynda og myndbanda, stafrænu öryggi, fræðslu um persónuvernd, netöryggi og ábyrga hegðun á netinu. Þá þarf að byrja að kenna börnum forritun í fyrsta bekk, með leikjum og einfaldari verkefnum til að kynna grunnatriði og eldri nemendum flóknari forritun, þróun forrita og vefhönnun. Í stærðfræði og vísindum á að kenna börnum að nýta stafræna tækni til að framkvæma tilraunir og safna gögnum og greina gögn og nota ætti tölvur og spjaldtölvur til að bæta tungumálakunnáttu í gegnum málþjálfunarforrit, rafbækur og netsamræður og stafræna tækni til að búa til listaverk og tónlist. Unglingar eiga að læra að þróa verkefni og forrit, öðlast djúpstæðan skilning á netöryggi, gagnageymslu og persónuvernd og það þarf að kynna þeim gervigreind og stór gagnasöfn. Kennarar þurfa að fá sérstaka þjálfun í notkun stafrænna verkfæra og hugbúnaðar í kennslu. Þetta felur í sér þjálfun á tæknilegri færni og kennslufræðilegri nálgun, til að hægt sé að samþætta tækni í kennslu. Allir þurfa að hafa aðgang að eigin tölvu og fjölbreyttu úrvali hugbúnaðar til að auðvelda nám í ýmsum fögum, frá stærðfræði og vísindum til tungumála og lista og nemendur eiga að hafa sinn vettvang til að deila. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef skólakerfið hefur ekki skýra stefnu um hvernig stafræn tækni er nýtt í kennslu, getur það takmarkað tækifæri nemenda til að þróa nauðsynlega hæfni. Stafræn hæfni felur í sér meira en bara að geta notað tölvur; hún inniheldur einnig hæfni til að leita upplýsinga, greina gögn, búa til stafrænt efni og skilja stafrænt öryggi. Stafræn tækni og börn eru eins og völundarhús þar sem hver hurð táknar nýtt tækifæri eða áskorun. Hurðirnar eru segulmagnaðar; um leið og barn snertir hurðina, límist það við hana. Í skák er reglan “snerti maður, hreyfi maður,” en í stafrænu umhverfi barna er reglan “snerti barn, límist barn.” Barn sem límist svona þarf að taka meðvitaða ákvörðun um að losa sig frá þessari hurð til að halda áfram. Þegar það tekst, er næsta hurð eins og segull sem dregur það áfram. Rétt eins og ein nifteind veldur klofnun í atómkjarna, sem losar fleiri nifteindir sem valda fleiri klofnunum, getur stafræn tækni leitt börn frá einu tæki eða forriti til annars, eins lengi og nægilegt áreiti er til staðar. Í völundarhúsinu opna sumar hurðir leið að nýrri þekkingu og sköpunargleði, á meðan aðrar geta verið tímaeyðandi og truflandi. Áhrif segulhönnunar: Hvernig hefur athyglishönnun á stafrænum vettvangi áhrif á hegðun barna? Börn eru ekki öll eins en þverskurðurinn er ekki nægilega þroskaður fyrir hraðvaxandi tækniframfarir án viðeigandi stuðnings – sum þeirra eiga ekki séns. Börn eru á mismunandi þroskastigum og hafa mismunandi getu til að stjórna og meta tækninotkun sína. Barnasáttmálinn leggur áherslu á að menntun skuli stuðla að persónulegum þroska, hæfileikum og andlegri og líkamlegri getu barna til fulls. Aðgengi að stafrænni tækni er mikilvægur þáttur í þessu, þar sem stafræn hæfni er orðin grundvallarhæfni í nútímasamfélagi. Persónulegur þroski og hæfileikar íslenskra barna markast mögulega af stefnuleysi í tengslum við aðgengi að stafrænni tækni. Því er mikilvægt að móta skýra stefnu um hvernig stafræn tækni og stafræn hæfni eru samþætt í nám barna til að tryggja að öll börn hafi jöfn tækifæri til að þróa þessa hæfileika sína. Leiðsögumenn og kort: Hvernig geta foreldrar og kennarar verið áhrifaríkir leiðsögumenn í tæknivölundarhúsinu? Í völundarhúsinu eru hurðirnar hannaðar til að vera mjög aðlaðandi og líma börnin við sig og miðar athyglishönnunin markvisst að því að halda athygli barna sem lengst og draga þau áfram, eins og segull dregur málm. Í því felst nauðsynleg krafa um að börn læri sérstaklega að hafa einhverja stjórn. Sum börn eiga erfiðara með að rata sökum lakari stuðnings. Vegna aðstæðna sinna eru þau ein á ferðinni. Kennarar og foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um hvaða hurðir eru í þessu völundarhúsi og hvernig þær virka, til að hjálpa börnum að skilja áhrif ákvarðana sem þau taka í völundarhúsinu, svo þau geti þróað með sér færni til að velja rétt. Menntun og uppeldi eru samsvarandi fyrir kortið sem kristallar bestu leiðirnar til að börn komist í gegn, án þess að týnast. Jöfn tækifæri eða neytendamarkaður: Hvernig tryggjum við að öll börn hafi jafnan aðgang að tækni og menntun án þess að verða neytendur? Stefnuleysi getur leitt til þess að nemendur hafi ójafnan aðgang að stafrænni tækni, sem aftur leiðir til mismununar í menntun. Fagfólk sem heldur áfram að nota gömlu hurðirnar í völundarhúsinu, festist í gömlum leiðum og heldur þannig ferlið áfram uns meðvituð ákvörðun er tekin um að tileinka sér nýja tækni og fara í gegnum nýjar hurðir. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að foreldrar séu „tæknifræðingar“ sem uppfæra þurfi „menntun“ sína í takt við hraðvaxandi tækniframfarir; menntastofnanir gegna hér afar mikilvægu hlutverki leiðsögumanna sem hjálpa börnum að velja réttar hurðir. Gegnumrýnandi menntastofnanir: Hvernig geta menntastofnanir gagnrýnt og bætt sig til að leiðbeina börnum í stafrænum völundarhúsum? Menntastofnanir þurfa að vera gagnrýnar á eigin starfsemi og stöðugt leita leiða til að bæta sig og aðlaga aðferðir sínar að nýjum tækniþróunum til að tryggja að börn fái bestu mögulegu leiðsögn í stafrænum heimi. Það krefst þess að kennarar og stjórnendur séu í stöðugri símenntun og endurmenntun til að fylgjast með nýjustu rannsóknum og þróunum í tækni og menntun. Stendur spilling í vegi fyrir forsvaranlegri menntun barna? Spilling er flókið og oft djúpstætt vandamál sem hefur víðtæk áhrif á samfélög, þar á meðal menntakerfi og aðgang barna að tækni og það er nauðsynlegt að skoða áhrif spillingar á aðgengi barna að menntun og tækni á Íslandi (eða annars staðar) með hliðsjón af nokkrum lykilatriðum. Þrátt fyrir að mikið fjármagn renni til menntakerfisins á Íslandi, er mikilvægt að skoða hvernig fjármagninu er dreift og það nýtt. Í því skyni að bæta námsárangur þurfa fjárúthlutunanir að vera markvissar og beinast að þeim þáttum sem hafa mest áhrif á gæði menntunar, svo sem kennaramenntun, símenntun, innviðum, tækni og stuðningi við nemendur. Skilvirkni í fjárúthlutunum og stefnumótun eru lykilatriði til að tryggja að fjármagnið nýtist sem best. Þjálfun kennara: Hvernig hefur spilling áhrif á kennaraþjálfun og getu þeirra til að kenna börnum nýtingu tækni? Spilling getur haft áhrif á það hversu vel kennarar eru þjálfaðir til að hagnýta og kenna tæknina og afurðir hennar, sökum þess að fjármagn sem átti að fara í þjálfun og námskeið er beint annað sem leiðir til þess að kennarar fá ekki þekkinguna sem þeir þurfa til að styðja börnin. Áhugaleysi og skjá-hugleysi: Ofnotkun og skortur á leiðsögn leiðir til áhugaleysis. Spilling getur valdið því að lítill áhugi stendur til þess að framfylgja lögum og reglum sem tryggja jafnan aðgang að menntun og tækni, sem getur leitt til þess að börn sem þurfa mest á stuðningi að halda fá hann ekki. Þetta er eins og leikur þar sem sumir fá að svindla, á meðan aðrir fylgja reglunum og tapa vegna þess. Lögleti: Sveigjanleiki og gagnsæi í menntakerfinu er nauðsynlegt. Það er mikilvægt að bæði ferlar í tengslum við úthlutun fjármuna sem og ábyrgð á hvernig fjármagni er varið, endurspegli gagnsæi og einnig brýnt að stofnanir sem bera ábyrgð á menntun og fjárveitingum séu nægilega sterkar og óháðar til að standa gegn spillingu ásamt því sem vekja þarf fólk til vitundar um áhrif spillingar og hvernig megi koma í veg fyrir hana. Klístraðir ferlar: Óskilvirkni í menntakerfinu þarf að leysa. Óskilvirkni og flækjustig í menntakerfinu getur skapað hindranir fyrir réttláta úthlutun fjármuna og stuðning. Það þarf að einfalda ferla og tryggja að fjármagn nýtist á réttan hátt til að auka jöfnuð í menntakerfinu og tryggja að öll börn fái sömu tækifæri til náms og þróunar. Ályktanir fyrir Ísland: Hvernig getur Ísland lagað menntakerfi sitt að nýjum kröfum? Í ljósi reynslu Norðurlanda gæti Ísland farið milliveginn og skoðað að taka upp samræmd próf sem hluta af fjölbreyttari matsaðferðum til að tryggja eðlilegt jafnvægi á milli einstaklingsmiðaðrar kennslu og jafnræðis. Samhliða gæti Ísland innleitt skýra stefnu um stafræna hæfni. Stafræn hæfni er grundvallarfærni í nútímasamfélagi og mikilvægt að öll börn, foreldrar og fagfólk séu vel upplýst og fær um að nýta sér stafræna tækni á öruggan og árangursríkan hátt. Stafræna hæfni þarf að samþætta í námsefnið til að tryggja að nemendur séu vel undirbúnir fyrir sífellt stafrænna samfélag. Í aðalnámskrá þarf stafræn hæfni að vera samþætt sem lykilþáttur í allar námsgreinar. Þetta þýðir að nemendur læra að nota stafræna tækni í fjölbreyttum verkefnum og aðstæðum, óháð námsgrein. Stafrænir grunnfærniþættir felast þannig í upplýsingaleit, mati og gagnrýnni notkun upplýsinga á netinu, stafrænum samskiptum og samvinnu, framleiðslu og sköpun texta, mynda og myndbanda, stafrænu öryggi, fræðslu um persónuvernd, netöryggi og ábyrga hegðun á netinu. Þá þarf að byrja að kenna börnum forritun í fyrsta bekk, með leikjum og einfaldari verkefnum til að kynna grunnatriði og eldri nemendum flóknari forritun, þróun forrita og vefhönnun. Í stærðfræði og vísindum á að kenna börnum að nýta stafræna tækni til að framkvæma tilraunir og safna gögnum og greina gögn og nota ætti tölvur og spjaldtölvur til að bæta tungumálakunnáttu í gegnum málþjálfunarforrit, rafbækur og netsamræður og stafræna tækni til að búa til listaverk og tónlist. Unglingar eiga að læra að þróa verkefni og forrit, öðlast djúpstæðan skilning á netöryggi, gagnageymslu og persónuvernd og það þarf að kynna þeim gervigreind og stór gagnasöfn. Kennarar þurfa að fá sérstaka þjálfun í notkun stafrænna verkfæra og hugbúnaðar í kennslu. Þetta felur í sér þjálfun á tæknilegri færni og kennslufræðilegri nálgun, til að hægt sé að samþætta tækni í kennslu. Allir þurfa að hafa aðgang að eigin tölvu og fjölbreyttu úrvali hugbúnaðar til að auðvelda nám í ýmsum fögum, frá stærðfræði og vísindum til tungumála og lista og nemendur eiga að hafa sinn vettvang til að deila. Höfundur er lögfræðingur.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun