Glútenlaust nesti - djöfulsins lúxus! Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 27. júlí 2024 08:00 Við tökum með okkur nesti ef við förum í heimsókn, í matarboð, í fermingarveislu, í útskriftarveislu, jarðarför, út að borða eða í sund. Það er ekkert bakarí, fáir veitingastaðir sem vilja skilja og leggja sig fram og stundum eru hillurnar í búðunum tómar. Það er engin ostaslaufa eða snúður. Það er ekkert hægt að grípa með eitthvað einfalt og fljótlegt. Ekki þegar maður er með selíak* á Íslandi. En fólk á glútenlausu fæði verður alveg jafn svangt og annað fólk. Og það er mikilvægt að vera boðið að borðinu og það sé eitthvað næs fyrir alla. Verðið á glútenlausum vörum eru 200-500% dýrari en sambærilegar vörur og ríkið tekur engan þátt í kostnaði fyrir barn með sjálfsofnæmissjúkdóminn selíak. Af hverju? Vitiði hvað það kostar að vera alltaf með nesti? Eða hvað það tekur langan tíma? Þessi litli græni poki með 100gr af glútenlausu kexi kostar 659kr í Nettó. Tveir pakkar eru á 1318kr - 200gr. Þetta er glútenlaust kex. Grissini úr heilhveiti frá Anglamark, 120 gr. kostar 389 kr í Nettó. Tveir pakkar af því kosta 778kr - 240gr. Þetta er kex með glúteni. GLÚTENLAUST KEX ER HELMINGI DÝRARA EN VENJULEGT KEX. Auðvitað er hægt að segja að maður eigi ekkert að vera að kaupa þessar unnu vörur. En matur er félagslegt fyrirbæri og það er líka dýrt að borða hreint fæði í öll mál. Þess vegna borðar fólk með lítið á milli handanna pakkamat. En glútenlaus pakkamatur er lúxusvara. Ert þú eða barnið þitt á glútenlausu fæði og ert alltaf með nesti? Ertu með selíak? Mig langar að heyra frá þér. Ég ætla nefnilega að breyta heiminum. Sendu mér línu: glutenlaust@gmail.com *Selíak sjúkdómurinn er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem eina meðferðin er glútenlaust fæði ævilangt. Talið er að um 1% fólks á jörðinni sé með selíak en sumsstaðar eru hlutfallið hærra. Það eru þá um 3820 Íslendingar, sem þó eru margir án greiningar eða með ranga greiningu. Þá eru ótaldir þeir sem eru á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við tökum með okkur nesti ef við förum í heimsókn, í matarboð, í fermingarveislu, í útskriftarveislu, jarðarför, út að borða eða í sund. Það er ekkert bakarí, fáir veitingastaðir sem vilja skilja og leggja sig fram og stundum eru hillurnar í búðunum tómar. Það er engin ostaslaufa eða snúður. Það er ekkert hægt að grípa með eitthvað einfalt og fljótlegt. Ekki þegar maður er með selíak* á Íslandi. En fólk á glútenlausu fæði verður alveg jafn svangt og annað fólk. Og það er mikilvægt að vera boðið að borðinu og það sé eitthvað næs fyrir alla. Verðið á glútenlausum vörum eru 200-500% dýrari en sambærilegar vörur og ríkið tekur engan þátt í kostnaði fyrir barn með sjálfsofnæmissjúkdóminn selíak. Af hverju? Vitiði hvað það kostar að vera alltaf með nesti? Eða hvað það tekur langan tíma? Þessi litli græni poki með 100gr af glútenlausu kexi kostar 659kr í Nettó. Tveir pakkar eru á 1318kr - 200gr. Þetta er glútenlaust kex. Grissini úr heilhveiti frá Anglamark, 120 gr. kostar 389 kr í Nettó. Tveir pakkar af því kosta 778kr - 240gr. Þetta er kex með glúteni. GLÚTENLAUST KEX ER HELMINGI DÝRARA EN VENJULEGT KEX. Auðvitað er hægt að segja að maður eigi ekkert að vera að kaupa þessar unnu vörur. En matur er félagslegt fyrirbæri og það er líka dýrt að borða hreint fæði í öll mál. Þess vegna borðar fólk með lítið á milli handanna pakkamat. En glútenlaus pakkamatur er lúxusvara. Ert þú eða barnið þitt á glútenlausu fæði og ert alltaf með nesti? Ertu með selíak? Mig langar að heyra frá þér. Ég ætla nefnilega að breyta heiminum. Sendu mér línu: glutenlaust@gmail.com *Selíak sjúkdómurinn er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem eina meðferðin er glútenlaust fæði ævilangt. Talið er að um 1% fólks á jörðinni sé með selíak en sumsstaðar eru hlutfallið hærra. Það eru þá um 3820 Íslendingar, sem þó eru margir án greiningar eða með ranga greiningu. Þá eru ótaldir þeir sem eru á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar