Færeyingar vissulega til fyrirmyndar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. júlí 2024 10:01 Fyrir síðustu helgi kaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein á Vísir.is að taka Færeyjar sem dæmi um Evrópuland þar sem finna mætti meiri lífsgæði en hér á landi. Tilgangurinn var sem fyrr að reyna að tína til rök fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hins vegar er það val áhugavert í ljósi þess að Færeyjar standa bæði utan sambandsins og Evrópska efnahagssvæðsins. Um leið er það skiljanlegt þar sem lífsgæði hér á landi mælast allajafna meiri en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins. Færeyingar eru vissulega með gjaldmiðil sem er ígildi dönsku krónunnar sem aftur er tengd gengi evrunnar innan ákveðinna vikmarka. Danir hafa hins vegar í tvígang hafnað evrunni sem slíkri í þjóðaratkvæðagreiðslu, 1992 og 2000, og Svíar höfnuðu henni sömuleiðis í þjóðaratkvæði 2003. Eina norræna ríkið sem tekið hefur upp evruna er Finnland en þó án þess að leggja þá ákvörðun í þjóðaratkvæði. Þá er til dæmis talið líklegt að evrunni hefði að sama skapi verið hafnað í Þýzkalandi hefði almenningur verið inntur álits. Tenging dönsku krónunnar við gengi evrunnar er einfaldlega ákvörðun Dana sem hægt er að nema úr gildi hvenær sem er en áður en evran kom til sögunnar var danska krónan tengd gengi þýzka marksins sem varð síðar hluti af evrunni. Ástæða þess er aftur fyrst og fremst sú að danska hagsveiflan er mjög í takti við þá þýzku og vaxtaákvarðanir seðlabanka Evrópusambandsins taka einkum mið af stöðu mála í efnahagslífi Þýzkalands. Hins vegar hefur þýzka hagsveiflan engan veginn verið í takt við hagsveifluna hér á landi. Höfum aldrei notið fulls tollfrelsis Færeyingar ákváðu að fylgja ekki Dönum inn í forvera Evrópusambandsins, Efnahagsbandalag Evrópu, árið 1973. Færeyjar höfðu fengið heimastjórn í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar og gátu í krafti hennar tekið sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Færeyingar vilja enn í dag ekki ganga í sambandið frekar en við Íslendingar og af hliðstæðum ástæðum. Þeir hefðu litla möguleika á því að hafa áhrif á ákvarðanir innan Evrópusambandsins vegna fámennis og stjórn sjávarútvegsmála þeirra myndi færast til sambandsins. Færeyingar eru þess í stað með fríverzlunarsamning við Evrópusambandið hliðstæðan þeim sem Ísland samdi um við forvera þess árið 1972. Fyrir vikið þurfa þeir til dæmis ekki að taka upp vaxandi íþyngjandi regluverk frá sambandinu. Færeysk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um mögulega uppfærslu á samningnum og hafa ekki sízt lagt áherzlu á fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir líkt og sambandið hefur áður samið um í víðtækum fríverzlunarsamningum við til að mynda Kanada, Japan og Bretland. Hvað okkur Íslendinga varðar höfum við aldrei notið fulls tollfrelsins fyrir sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Fríverzlunarsamningur okkar við sambandið frá 1972 er enn fremur að mörgu leyti hagstæðari en EES-samningurinn í þeim efnum auk þess að kveða til dæmis á um fullt tollfrelsi með iðnaðarvörur. Fyrir vikið kemur fram í bókun 9 við EES-samninginn að ef aðrir tvíhliða samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins fela í sér hagstæðari kjör í viðskiptum með sjávarafurðir skuli taka mið af þeim. Fæli ekki í sér vaxandi framsal valds Meðan við Íslendingar erum aðilar að EES-samningnum lítur Evrópusambandið svo á að við stefnum á inngöngu í sambandið enda hafa ráðamenn í Brussel alltaf litið á samninginn sem undirbúning fyrir það. Þannig var hann hannaður og þannig hefur hann virkað frá upphafi. Þá er sjávarútvegur ekki hluti af EES-samningnum þar sem vilji var eðli málsins samkvæmt ekki fyrir því hér á landi að gangast undir vald og löggjöf Evrópusambandsins í þeim efnum. Værum við reiðubúin til þess er líklegt að fullt tollfrelsi yrði í boði. Hins vegar væri þetta ekki vandamál ef við skiptum EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Slíkur samningur fæli enda ekki í sér vaxandi framsal valds til viðsemjandans og einhliða upptöku á löggjöf hans eins og EES-samningurinn. Fyrir vikið væri ekkert því til fyrirstöðu að víðtækur fríverzlunarsamningur næði til sjávarafurða með sama hætti og annars varnings. Við gætum einfaldlega óskað eftir viðræðum við Evrópusambandið um það að uppfæra samninginn frá 1972 í víðtækan fríverzlunarsamning þar sem tekin væru inn í myndina þjónustuviðskipti og annað það sem máli skiptir í milliríkjaviðskiptum í dag. Þetta hafa til dæmis bæði sambandið og EFTA verið að gera á liðnum árum við eldri fríverzlunarsamninga sína. Til þess þyrfti notabene ekki að segja EES-samningnum upp fyrst. Með öðrum orðum er það auðvitað rétt hjá Þorgerði að Færeyingar eru að ýmsu leyti til fyrirmyndar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu helgi kaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein á Vísir.is að taka Færeyjar sem dæmi um Evrópuland þar sem finna mætti meiri lífsgæði en hér á landi. Tilgangurinn var sem fyrr að reyna að tína til rök fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hins vegar er það val áhugavert í ljósi þess að Færeyjar standa bæði utan sambandsins og Evrópska efnahagssvæðsins. Um leið er það skiljanlegt þar sem lífsgæði hér á landi mælast allajafna meiri en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins. Færeyingar eru vissulega með gjaldmiðil sem er ígildi dönsku krónunnar sem aftur er tengd gengi evrunnar innan ákveðinna vikmarka. Danir hafa hins vegar í tvígang hafnað evrunni sem slíkri í þjóðaratkvæðagreiðslu, 1992 og 2000, og Svíar höfnuðu henni sömuleiðis í þjóðaratkvæði 2003. Eina norræna ríkið sem tekið hefur upp evruna er Finnland en þó án þess að leggja þá ákvörðun í þjóðaratkvæði. Þá er til dæmis talið líklegt að evrunni hefði að sama skapi verið hafnað í Þýzkalandi hefði almenningur verið inntur álits. Tenging dönsku krónunnar við gengi evrunnar er einfaldlega ákvörðun Dana sem hægt er að nema úr gildi hvenær sem er en áður en evran kom til sögunnar var danska krónan tengd gengi þýzka marksins sem varð síðar hluti af evrunni. Ástæða þess er aftur fyrst og fremst sú að danska hagsveiflan er mjög í takti við þá þýzku og vaxtaákvarðanir seðlabanka Evrópusambandsins taka einkum mið af stöðu mála í efnahagslífi Þýzkalands. Hins vegar hefur þýzka hagsveiflan engan veginn verið í takt við hagsveifluna hér á landi. Höfum aldrei notið fulls tollfrelsis Færeyingar ákváðu að fylgja ekki Dönum inn í forvera Evrópusambandsins, Efnahagsbandalag Evrópu, árið 1973. Færeyjar höfðu fengið heimastjórn í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar og gátu í krafti hennar tekið sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Færeyingar vilja enn í dag ekki ganga í sambandið frekar en við Íslendingar og af hliðstæðum ástæðum. Þeir hefðu litla möguleika á því að hafa áhrif á ákvarðanir innan Evrópusambandsins vegna fámennis og stjórn sjávarútvegsmála þeirra myndi færast til sambandsins. Færeyingar eru þess í stað með fríverzlunarsamning við Evrópusambandið hliðstæðan þeim sem Ísland samdi um við forvera þess árið 1972. Fyrir vikið þurfa þeir til dæmis ekki að taka upp vaxandi íþyngjandi regluverk frá sambandinu. Færeysk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um mögulega uppfærslu á samningnum og hafa ekki sízt lagt áherzlu á fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir líkt og sambandið hefur áður samið um í víðtækum fríverzlunarsamningum við til að mynda Kanada, Japan og Bretland. Hvað okkur Íslendinga varðar höfum við aldrei notið fulls tollfrelsins fyrir sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Fríverzlunarsamningur okkar við sambandið frá 1972 er enn fremur að mörgu leyti hagstæðari en EES-samningurinn í þeim efnum auk þess að kveða til dæmis á um fullt tollfrelsi með iðnaðarvörur. Fyrir vikið kemur fram í bókun 9 við EES-samninginn að ef aðrir tvíhliða samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins fela í sér hagstæðari kjör í viðskiptum með sjávarafurðir skuli taka mið af þeim. Fæli ekki í sér vaxandi framsal valds Meðan við Íslendingar erum aðilar að EES-samningnum lítur Evrópusambandið svo á að við stefnum á inngöngu í sambandið enda hafa ráðamenn í Brussel alltaf litið á samninginn sem undirbúning fyrir það. Þannig var hann hannaður og þannig hefur hann virkað frá upphafi. Þá er sjávarútvegur ekki hluti af EES-samningnum þar sem vilji var eðli málsins samkvæmt ekki fyrir því hér á landi að gangast undir vald og löggjöf Evrópusambandsins í þeim efnum. Værum við reiðubúin til þess er líklegt að fullt tollfrelsi yrði í boði. Hins vegar væri þetta ekki vandamál ef við skiptum EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Slíkur samningur fæli enda ekki í sér vaxandi framsal valds til viðsemjandans og einhliða upptöku á löggjöf hans eins og EES-samningurinn. Fyrir vikið væri ekkert því til fyrirstöðu að víðtækur fríverzlunarsamningur næði til sjávarafurða með sama hætti og annars varnings. Við gætum einfaldlega óskað eftir viðræðum við Evrópusambandið um það að uppfæra samninginn frá 1972 í víðtækan fríverzlunarsamning þar sem tekin væru inn í myndina þjónustuviðskipti og annað það sem máli skiptir í milliríkjaviðskiptum í dag. Þetta hafa til dæmis bæði sambandið og EFTA verið að gera á liðnum árum við eldri fríverzlunarsamninga sína. Til þess þyrfti notabene ekki að segja EES-samningnum upp fyrst. Með öðrum orðum er það auðvitað rétt hjá Þorgerði að Færeyingar eru að ýmsu leyti til fyrirmyndar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun