Pólverjar unnu tveggja marka sigur á Rússum, 24-22, í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í Danmörku og tryggðu sér með því sæti í milliriðlinum.
Útlitið var þó slæmt um tíma í leiknum en pólska liðið hafði tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum með aðeins einu marki.
Pólverjar voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 10-14, en áttu magnaða endurkomu í seinni hálfleiknum sem liðið vann 14-8 og leikinn þar með 24-22.
Rússland, Pólland og Serbía eru nú öll jöfn með tvö stig en Serbar þurfa að ná í stig á móti Frökkum til þess að komast áfram í milliriðilinn.
Pólverjar standa best í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða og eru komnir áfram því þeir verða alltaf ofar en Rússar og Serbar.
Rússar komast áfram nái Serbar ekki í stig á móti Frökkum en Frakkar þurfa að vinna þann leik því tapi þeir stigum í leiknum fara þeir ekki með fullt hús inn í milliriðilinn.
Ótrúleg endurkoma Pólverja í seinni hálfleik kom þeim áfram
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
