Lífið

Samkynhneigðu pabbarnir „yfirþyrmandi krúttlegir"

Jóhannes Stefánsson skrifar
Þeir Kordale og Kaleb hafa vakið mikla athygli ásamt dætrum sínum.
Þeir Kordale og Kaleb hafa vakið mikla athygli ásamt dætrum sínum.
Þessi mynd af tveimur þeldökkum karlmönnum, sem eru samkynja par, hefur farið sem eldur í sinu um internetið. Á myndinni má sjá annan þeirra smella af þegar þeir hjálpast að við að undirbúa dætur sínar fyrir skólann.

Undir myndinni stendur: „Að vera feður felur það í sér að koma dætrum okkar á fætur klukkan hálf sex, útbúa morgunverð, klæða þær fyrir skólann og koma þeim í strætisvagn fyrir hálf sjö. Þetta er dæmigerður dagur á heimili okkar. Þetta er ekki auðvelt en við njótum hverrar stundar og hverrar mínútu af #föðurdómi. #stoltirfeður #svartirfeður #stoltirpappar #samkynhneigðirpabbar."

Fleiri slíkar myndir má sjá á Instagram síðu þeirra Kordale og Kaleb. Myndaalbúm þeirra hefur vakið athygli vegna þess hversu hefðbundnu fjölskyldulífi þeir lifa, en marga hefur þótt vanta innsýn inn í heimilislíf samkynhneigðra foreldra.

Á vefsíðu PolicyMic, sem greinir frá fjölskyldunni, er myndunum lýst sem „fáránlega krúttlegum". Þá vekur pistlahöfundurinn einnig athygli á félagslegum vandamálum sem blasa við þeldökkum karlmönnum í Bandaríkjunum, en meirihluti þeldökkra barna elst upp án annars foreldris síns. Hlutfall hvítra barna í sömu aðstæðum eru þrjú börn af hverjum tíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.