Lífið

Skapahár skekja tískuheiminn

Hér má sjá gínuna.
Hér má sjá gínuna.
Hin geysivinsæla fatakeðja American Apparel bókstaflega stöðvaði alla umferð þegar ný gluggaútstilling þeirra var frumsýnd í vikunni. Um er að ræða verslun þeirra við Hudson stræti í New York.  Það sem vakti athygli fólks voru léttklæddar gínur með áberandi skapahár.

Vefmiðlar vestra í dag hafa verið uppfullir af fréttum um þessa gluggaútstillingu og hafa margir bloggarar tjáð skoðun sína á uppátækinu.

Eins og flestir vita þá eru gínur ekki framleiddar með hár og oftast er hárkollum skellt á kollinn á þeim svo þær líkist mannfólki eins og kostur er.

Margir hrista hausinn en svo eru það hinir sem taka þessu uppátæki fagnandi.  Eins og margir vita þá hafa ýmsar útfærslur af hárgreiðslum á „neðri hæðinni" verið vinsælara síðustu misseri og má þar nefna svokallaða snoðklippingu (oft kennd við Brasilíu), hanakamb og þar frameftir götunum. 

Sjá meira á Tiska.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.