Lífið

Tverkinu linnir hjá Miley

Miley Cyrus
Miley Cyrus AFP/NordicPhotos
Miley Cyrus ætlar að einbeita sér að röddinni, en ekki að dansinum, þegar hún hefur tónleikaferðalag sitt í næsta mánuði.

Cyrus sagði í viðtali í gær við bandaríska útvarpsstöð að tónleikarnir yrðu svo flottir og svo mikið í gangi að fólk hefði um nóg að hugsa annað en hvort hún væri að dansa.

Viðtalið var tekið tveimur dögum eftir að Miley söng dúett með Madonnu í þætti af MTV Unplugged.

„Ég er ekki að reyna að herma eftir henni eða vera hún, en við stöndum fyrir svipað frelsi. Það er jafnvel auðveldara fyrir mig en ég ímynda mér að það hafi verið fyrir Madonnu. Og ég held að það verði auðveldara og auðveldara, kynslóð eftir kynslóð, fyrir konur að fagna kynvitund sinni og vera frjálsar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.