Lífið

Hverfisgatan í hundrað ár

Bjarki Ármannsson skrifar
Veggmyndin klárast þegar veður leyfir.
Veggmyndin klárast þegar veður leyfir. Vísir/Margeir Dire
Athugulir miðborgarbúar hafa ef til vill tekið eftir nýrri veggmynd sem nú er í vinnslu á Hverfisgötunni. Myndin er verk þriggja listamanna, þeirra Arnar Tönsberg, Margeirs Dire og Rögnvalds Skúla Árnasonar, sem allir eru í listamannahópnum 33.

„Þetta er bara frontur á nýja galleríinu okkar sem stendur við Laugaveg,“ segir Örn um verkið. „Pælingin með vegginn er að blanda saman myndum frá því í dag og líka frá því fyrir hundrað árum. Segja þannig sögu Hverfisgötunnar í hundrað ár.“

Veggmyndin er í grennd við Hljómalindarreitinn svokallaða, en Örn og félagar voru fengnir til að gera myndina af Icelandair sem hyggst reisa hótel á reitnum. Örn segir óvíst hvenær takist að klára myndina að fullu.

„Það er eitthvað eftir, við reynum að nýta tímann á meðan það er gott veður,“ segir hann. „Það er ósköp lítið sem er hægt að gera núna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.