Lífið

„Þetta er það trylltasta sem ég hef gert“

Jennifer Lopez
Jennifer Lopez AFP/NordicPhotos
„Þetta er það trylltasta sem ég hef gert á öllum mínum kvikmynda- og tónlistarferli,“ segir Jennifer Lopez sem gefur út nýtt tónlistarmyndband sem heitir Same Girl í dag.

„Ég hringdi í vinkonur mínar og ljósmyndara sem ég þekki. Við náðum í myndavél, hoppuðum um borð í lest, fórum úr borginni og hlupum um alla Bronx. Það minnti mig á hvaðan ég kem,“ segir Jennifer Lopez, sem áður hefur gefið út lagið Jenny from the block, sem fjallar um uppvaxtarár hennar í Bronx.

„Það er mikilvægt að muna hvaðan maður kemur, svo maður geti séð skýrt hvert maður stefnir. Maður þarf alltaf að hafa báða fætur á jörðinni áður en maður flýgur.“

Myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.