Tvíburar með græjudellu LILJA BJÖRK HAUKSDÓTTIR skrifar 31. janúar 2014 13:30 Tvíburarnir Bjarni og Davíð Hedtoft Reynissynir stýra þættinum Geggjaðar græjur sem hefur göngu sína á Stöð 2 þriðjudaginn 11. febrúar. Þar munu þeir gefa áhorfendum innsýn í nýjustu græjur og afrek á sviði vísinda og leggja áherslu á mikilvægi þeirra.Tveir fyrir einn„Við förum á stúfana og skoðum allt sem er nýtt í græjuheiminum. Umfjöllunarefnið er fjölbreytt og skemmtilegt og upplýsir áhorfandann um nýsköpun og vísindi,“ segir Bjarni Hedtoft Reynisson, annar þáttastjórnendanna. „Þátturinn er fyrir alla, einnig þá sem hafa enga reynslu af vísindum í daglegu lífi. Við munum fjalla um nýjar græjur eða uppfinningar sem hafa ekki sést áður, skemmtilega hluti sem bæta lífsgæði og gefa bros á vör, athyglisverðar og ótrúlegar rannsóknir, græjur sem koma á óvart og jafnvel fáránlegar uppfinningar sem enginn hefði getað séð fyrir. Svo prófum við líka græjurnar og þar sem það er svo mikið til af geggjuðum græjum þarf tvo þáttastjórnendur. Við erum líka svona tveir fyrir einn dæmi,“ segir hinn þáttastjórnandinn, Davíð Hedtoft Reynisson. „Það fæst svo góður samanburður á vörum þegar þær eru prófaðar á tvíburum. Í þáttunum prófum við til dæmis tvö sjálfsmælingartæki sem mæla svefn, hreyfingu, kaloríuinntöku og fleira og svo berum við þau saman. Svo keppum við hvor á móti öðrum þegar við prófum græjurnar. Við reynum svo bara að skemmta okkur og áhorfendum um leið og við upplýsum fólk um allt það mest spennandi í græjuheiminum."Ekki flókið málGeggjaðar græjur verður ekki flókinn tækniþáttur fyrir sérfræðinga eða vísindamenn. Hver þáttur hefur sína yfirskrift eins og til dæmis vélmenni, sjálfsmælingar, greind heimili og hátæknifatnaður. „Við þurfum ekki að vita allt um græjuna til að geta fjallað um hana. Það verður ekkert hátæknital eða verið að greina græjuna í smáatriðum, þetta verður meira svona „Sjáiði þetta, þetta er geggjuð græja!“,“ segir Davíð.Næstfyndnastir í DanmörkuLögð er áhersla á skemmtanagildi þáttanna en þeir Bjarni og Davíð vöktu athygli þegar þeir sigruðu í keppninni „Næstfyndnustu menn Danmerkur“ sem Casper Christiansen, annar aðalleikaranna úr Klovn, stóð fyrir. „Við sendum inn brandara og svo snerist keppnin um það að fá sem flest „like“ frá Casper. Við fengum þúsund „like“ og urðum „Næstfyndnustu menn Danmerkur“, Casper Christiansen er auðvitað sá fyndnasti,“ segja bræðurnir og brosa.Lífið hefur upp á margt að bjóðaÞeir Davíð og Bjarni voru með vikulega neytendaþætti í danska sjónvarpinu á árunum 2005 til 2006 þar sem þeir gerðu alls kyns prófanir á sjálfum sér. „Við fórum til dæmis báðir í klippingu, annar okkar fór á flotta, dýra stofu og hinn á ódýra. Svo spurðum við fólk á götunni hvort það sæi muninn. Við byggjum Geggjaðar græjur upp að einhverju leyti á þessari hugmynd. Lífið hefur uppá margt ótrúlegt að bjóða ef maður bara opnar augun." Nánar hér. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Tvíburarnir Bjarni og Davíð Hedtoft Reynissynir stýra þættinum Geggjaðar græjur sem hefur göngu sína á Stöð 2 þriðjudaginn 11. febrúar. Þar munu þeir gefa áhorfendum innsýn í nýjustu græjur og afrek á sviði vísinda og leggja áherslu á mikilvægi þeirra.Tveir fyrir einn„Við förum á stúfana og skoðum allt sem er nýtt í græjuheiminum. Umfjöllunarefnið er fjölbreytt og skemmtilegt og upplýsir áhorfandann um nýsköpun og vísindi,“ segir Bjarni Hedtoft Reynisson, annar þáttastjórnendanna. „Þátturinn er fyrir alla, einnig þá sem hafa enga reynslu af vísindum í daglegu lífi. Við munum fjalla um nýjar græjur eða uppfinningar sem hafa ekki sést áður, skemmtilega hluti sem bæta lífsgæði og gefa bros á vör, athyglisverðar og ótrúlegar rannsóknir, græjur sem koma á óvart og jafnvel fáránlegar uppfinningar sem enginn hefði getað séð fyrir. Svo prófum við líka græjurnar og þar sem það er svo mikið til af geggjuðum græjum þarf tvo þáttastjórnendur. Við erum líka svona tveir fyrir einn dæmi,“ segir hinn þáttastjórnandinn, Davíð Hedtoft Reynisson. „Það fæst svo góður samanburður á vörum þegar þær eru prófaðar á tvíburum. Í þáttunum prófum við til dæmis tvö sjálfsmælingartæki sem mæla svefn, hreyfingu, kaloríuinntöku og fleira og svo berum við þau saman. Svo keppum við hvor á móti öðrum þegar við prófum græjurnar. Við reynum svo bara að skemmta okkur og áhorfendum um leið og við upplýsum fólk um allt það mest spennandi í græjuheiminum."Ekki flókið málGeggjaðar græjur verður ekki flókinn tækniþáttur fyrir sérfræðinga eða vísindamenn. Hver þáttur hefur sína yfirskrift eins og til dæmis vélmenni, sjálfsmælingar, greind heimili og hátæknifatnaður. „Við þurfum ekki að vita allt um græjuna til að geta fjallað um hana. Það verður ekkert hátæknital eða verið að greina græjuna í smáatriðum, þetta verður meira svona „Sjáiði þetta, þetta er geggjuð græja!“,“ segir Davíð.Næstfyndnastir í DanmörkuLögð er áhersla á skemmtanagildi þáttanna en þeir Bjarni og Davíð vöktu athygli þegar þeir sigruðu í keppninni „Næstfyndnustu menn Danmerkur“ sem Casper Christiansen, annar aðalleikaranna úr Klovn, stóð fyrir. „Við sendum inn brandara og svo snerist keppnin um það að fá sem flest „like“ frá Casper. Við fengum þúsund „like“ og urðum „Næstfyndnustu menn Danmerkur“, Casper Christiansen er auðvitað sá fyndnasti,“ segja bræðurnir og brosa.Lífið hefur upp á margt að bjóðaÞeir Davíð og Bjarni voru með vikulega neytendaþætti í danska sjónvarpinu á árunum 2005 til 2006 þar sem þeir gerðu alls kyns prófanir á sjálfum sér. „Við fórum til dæmis báðir í klippingu, annar okkar fór á flotta, dýra stofu og hinn á ódýra. Svo spurðum við fólk á götunni hvort það sæi muninn. Við byggjum Geggjaðar græjur upp að einhverju leyti á þessari hugmynd. Lífið hefur uppá margt ótrúlegt að bjóða ef maður bara opnar augun." Nánar hér.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira