Virkjum drifkraft iðnaðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 31. janúar 2014 06:00 Niðurstaða atkvæðagreiðslu félaga Alþýðusambandsins um kjarasamningana er umhugsunarverð áskorun. Vandaður undirbúningur málsins og markmið dugðu ekki til að skila samningunum alla leið. Næstu mánuði mun ríkja mikil óvissa á vinnumarkaði á Íslandi, því miður. Þessi staða sýnir atvinnulífinu að leita verður nýrra leiða. Þjóðlíf og efnahagslíf verður aldrei aftur eins og það var og jafnvel þjóðarsáttarmódelið að kjarasamningum þarfnast nýrrar hugsunar. Þau fimm ár sem liðin eru frá hruni hafa einmitt knúið fram slíka nýja hugsun í rekstri íslenskra fyrirtækja. Enginn hefur komist hjá því að laga sig að nýjum aðstæðum og margir fundið á eigin skinni að sókn er besta vörnin. Samtök iðnaðarins vilja senda skýr skilaboð til samfélagsins: Iðnaðurinn er reiðubúinn til sóknar. Án verðmætasköpunar, aukinnar framleiðni og útflutnings fjölbreytts iðnaðar mun okkur aldrei takast að ná fyrra lífskjarastigi – hvað þá komast lengra en áður var. Samtök iðnaðarins bera þess merki að iðnaður á Íslandi hefur aldrei verið fjölbreyttari. Nýjar greinar eins og kvikmynda- og tölvuleikjaiðnaður, þekkingargreinar eins og ráðgjafarverkfræði og heilbrigðistækni hafa bæst við flóru hefðbundinna iðngreina. Samtök iðnaðarins, sem stofnuð voru í kreppu fyrir 20 árum, hafa frá öndverðu beitt sér fyrir nokkrum grundvallaratriðum. Af þessum atriðum má aldrei gefa afslátt: Stöðug rekstrarskilyrði og sveiflujöfnun. Peningamálastefna sem virkar. Opin samkeppni og heilbrigður útboðsmarkaður. Greiður markaðsaðgangur og viðskipti við umheiminn. Samkeppnishæfni landsins. Samkeppnishæfni strax á dagskrá Fram að 2008 hafði Ísland náð verulegum heildarárangri á þessum sviðum en hrunið skildi eftir rekstrarskilyrði vaxandi iðnaðar í sárum. Eftir stendur þó að stoðir atvinnulífs á Íslandi eru fjölbreyttari en áður, m.a. vegna þeirrar uppbyggingar sem betri skilyrði íslenskra fyrirtækja á innri markaði Evrópu leiddu til. Sú uppbygging varð í frelsi. Haftasamfélag er hins vegar ekki frjálst heldur fyrirséð og stöðnun skammt undan. Ríkisstjórnin hefur gefið margt gott til kynna í stjórnarsáttmála og á fyrstu mánuðum sínum. Viljinn er fyrir hendi og iðnaðurinn tekur heilshugar undir markmið um afnám hafta, auknar framkvæmdir, nýsköpun og þróun, og allar aðgerðir sem miða að auknum stöðugleika í efnahagsumhverfinu. Óvissan á vinnumarkaði sýnir okkur að meira þarf til. Hagstjórnin getur ekki miðað markmið sín við neitt annað en frelsi og fótfestu fjölbreyttrar flóru fyrirtækja, til að fæðast og vaxa varanlega á Íslandi. Samkeppnishæfni Íslands verður að komast aftur á dagskrá ekki síðar en strax. Svarið til vinnumarkaðarins er að virkja drifkraft fjölbreytts iðnaðar. Ef slík stefna sést í verki og drifið sést snúast mun fólk trúa á efndir skynsamlegra markmiða kjarasamninga. Meðan ekki snýst er hætt við að samfélagið trúi ekki yfirlýstum markmiðum. Meira þarf en orð. Stefnuföst hagstjórn og snjallar útfærslur rekstrarskilyrða fyrirtækja sem skapa ný alþjóðleg tækifæri er svarið. Einungis þannig stækkum við kökuna, aukum þjóðarauðinn eins og þarf til að atvinnulífið taki vaxtarkipp. Iðnaðurinn er reiðubúinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstaða atkvæðagreiðslu félaga Alþýðusambandsins um kjarasamningana er umhugsunarverð áskorun. Vandaður undirbúningur málsins og markmið dugðu ekki til að skila samningunum alla leið. Næstu mánuði mun ríkja mikil óvissa á vinnumarkaði á Íslandi, því miður. Þessi staða sýnir atvinnulífinu að leita verður nýrra leiða. Þjóðlíf og efnahagslíf verður aldrei aftur eins og það var og jafnvel þjóðarsáttarmódelið að kjarasamningum þarfnast nýrrar hugsunar. Þau fimm ár sem liðin eru frá hruni hafa einmitt knúið fram slíka nýja hugsun í rekstri íslenskra fyrirtækja. Enginn hefur komist hjá því að laga sig að nýjum aðstæðum og margir fundið á eigin skinni að sókn er besta vörnin. Samtök iðnaðarins vilja senda skýr skilaboð til samfélagsins: Iðnaðurinn er reiðubúinn til sóknar. Án verðmætasköpunar, aukinnar framleiðni og útflutnings fjölbreytts iðnaðar mun okkur aldrei takast að ná fyrra lífskjarastigi – hvað þá komast lengra en áður var. Samtök iðnaðarins bera þess merki að iðnaður á Íslandi hefur aldrei verið fjölbreyttari. Nýjar greinar eins og kvikmynda- og tölvuleikjaiðnaður, þekkingargreinar eins og ráðgjafarverkfræði og heilbrigðistækni hafa bæst við flóru hefðbundinna iðngreina. Samtök iðnaðarins, sem stofnuð voru í kreppu fyrir 20 árum, hafa frá öndverðu beitt sér fyrir nokkrum grundvallaratriðum. Af þessum atriðum má aldrei gefa afslátt: Stöðug rekstrarskilyrði og sveiflujöfnun. Peningamálastefna sem virkar. Opin samkeppni og heilbrigður útboðsmarkaður. Greiður markaðsaðgangur og viðskipti við umheiminn. Samkeppnishæfni landsins. Samkeppnishæfni strax á dagskrá Fram að 2008 hafði Ísland náð verulegum heildarárangri á þessum sviðum en hrunið skildi eftir rekstrarskilyrði vaxandi iðnaðar í sárum. Eftir stendur þó að stoðir atvinnulífs á Íslandi eru fjölbreyttari en áður, m.a. vegna þeirrar uppbyggingar sem betri skilyrði íslenskra fyrirtækja á innri markaði Evrópu leiddu til. Sú uppbygging varð í frelsi. Haftasamfélag er hins vegar ekki frjálst heldur fyrirséð og stöðnun skammt undan. Ríkisstjórnin hefur gefið margt gott til kynna í stjórnarsáttmála og á fyrstu mánuðum sínum. Viljinn er fyrir hendi og iðnaðurinn tekur heilshugar undir markmið um afnám hafta, auknar framkvæmdir, nýsköpun og þróun, og allar aðgerðir sem miða að auknum stöðugleika í efnahagsumhverfinu. Óvissan á vinnumarkaði sýnir okkur að meira þarf til. Hagstjórnin getur ekki miðað markmið sín við neitt annað en frelsi og fótfestu fjölbreyttrar flóru fyrirtækja, til að fæðast og vaxa varanlega á Íslandi. Samkeppnishæfni Íslands verður að komast aftur á dagskrá ekki síðar en strax. Svarið til vinnumarkaðarins er að virkja drifkraft fjölbreytts iðnaðar. Ef slík stefna sést í verki og drifið sést snúast mun fólk trúa á efndir skynsamlegra markmiða kjarasamninga. Meðan ekki snýst er hætt við að samfélagið trúi ekki yfirlýstum markmiðum. Meira þarf en orð. Stefnuföst hagstjórn og snjallar útfærslur rekstrarskilyrða fyrirtækja sem skapa ný alþjóðleg tækifæri er svarið. Einungis þannig stækkum við kökuna, aukum þjóðarauðinn eins og þarf til að atvinnulífið taki vaxtarkipp. Iðnaðurinn er reiðubúinn.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun