Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg 29. júlí 2014 07:00 Jón Arnór verður ekki með íslenska landsliðinu í Lúxemborg. Vísir/ Jón Arnór Stefánsson verður ekki með körfuboltalandsliðinu í æfingaferðinni til Lúxemborgar, en strákarnir halda utan á miðvikudaginn og leika tvo vináttulandsleiki við heimamenn á fimmtudag og föstudag. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2015, en Ísland er í riðli með Bosníu og Bretlandi og leikur heima og að heiman við hvora þjóð. „Hann fær frí af persónulegum ástæðum,“ segir Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, við Fréttablaðið sem hefur lista yfir landsliðshópinn undir höndum. KKÍ birtir hann svo formlega í dag. Allir bestu körfuknattleiksmenn þjóðarinnar eru með fyrir utan Jakob Örn Sigurðarson sem sagði Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum að hann vildi taka sér hvíld frá landsliðinu og huga að fjölskyldunni. „Jón Arnór spilar þessa leiki,“ ítrekar Arnar sem segir íslenska liðið eiga tækifæri á að komast á EM, en tveir sigrar á löskuðu, en þó sterku, liði Breta verða mögulega nóg. „Við eigum séns. Það er mjög ólíklegt að NBA-leikmenn Breta verði með og það voru miklir peningar teknir úr körfuboltanum eftir Ólympíuleikana,“ segir Arnar, en NBA-leikmennirnir eru Luol Deng, leikmaður Miami Heat og Joel Freeland hjá Portland Trailblazers. Bosnía er með lið á heimsmælikvarða og þykir ólíklegt að okkar strákar nái að stríða því. Bretarnir eru skotmarkið, en leikirnir við þá verða ekkert grín þótt liðið sé ekki jafnsterkt og fyrir tveimur árum. „Þarna eru leikmenn sem spila í ACB-deildinni á Spáni. Þetta er alvöru lið þó að það vanti tvo menn. Áhuginn á körfubolta er að aukast í Bretlandi og þetta verður í fyrsta skipti sem sýnt er beint frá leikjum í undankeppni EM,“ segir Arnar. Eins og sjá má á leikmannahópi íslenska liðsins eru allir atvinnumenn Íslands nema tveir; Jakob Örn og Ægir Þór Steinarsson. Sigurður Þorvaldsson er kominn aftur í liðið frá síðustu undankeppni og þá eru Grindvíkingarnir Ólafur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson í hópnum ásamt ungstirnunum Elvari Má Friðrikssyni og Martin Hermannssyni.Hópurinn sem fer til Lúxemborg: Ólafur Ólafsson, Grindavík Haukur Helgi Pálsson, Breogan Elvar Már Friðriksson, Njarðvík Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík Hlynur Bæringsson, Sundsvall Dragons Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli Martin Hermannsson, KR Axel Kárason, Værlöse Ragnar Nathanaelsson, Sundsvall Dragons Hörður Axel Vilhjálmsson, MBC Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KR Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson verður ekki með körfuboltalandsliðinu í æfingaferðinni til Lúxemborgar, en strákarnir halda utan á miðvikudaginn og leika tvo vináttulandsleiki við heimamenn á fimmtudag og föstudag. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2015, en Ísland er í riðli með Bosníu og Bretlandi og leikur heima og að heiman við hvora þjóð. „Hann fær frí af persónulegum ástæðum,“ segir Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, við Fréttablaðið sem hefur lista yfir landsliðshópinn undir höndum. KKÍ birtir hann svo formlega í dag. Allir bestu körfuknattleiksmenn þjóðarinnar eru með fyrir utan Jakob Örn Sigurðarson sem sagði Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum að hann vildi taka sér hvíld frá landsliðinu og huga að fjölskyldunni. „Jón Arnór spilar þessa leiki,“ ítrekar Arnar sem segir íslenska liðið eiga tækifæri á að komast á EM, en tveir sigrar á löskuðu, en þó sterku, liði Breta verða mögulega nóg. „Við eigum séns. Það er mjög ólíklegt að NBA-leikmenn Breta verði með og það voru miklir peningar teknir úr körfuboltanum eftir Ólympíuleikana,“ segir Arnar, en NBA-leikmennirnir eru Luol Deng, leikmaður Miami Heat og Joel Freeland hjá Portland Trailblazers. Bosnía er með lið á heimsmælikvarða og þykir ólíklegt að okkar strákar nái að stríða því. Bretarnir eru skotmarkið, en leikirnir við þá verða ekkert grín þótt liðið sé ekki jafnsterkt og fyrir tveimur árum. „Þarna eru leikmenn sem spila í ACB-deildinni á Spáni. Þetta er alvöru lið þó að það vanti tvo menn. Áhuginn á körfubolta er að aukast í Bretlandi og þetta verður í fyrsta skipti sem sýnt er beint frá leikjum í undankeppni EM,“ segir Arnar. Eins og sjá má á leikmannahópi íslenska liðsins eru allir atvinnumenn Íslands nema tveir; Jakob Örn og Ægir Þór Steinarsson. Sigurður Þorvaldsson er kominn aftur í liðið frá síðustu undankeppni og þá eru Grindvíkingarnir Ólafur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson í hópnum ásamt ungstirnunum Elvari Má Friðrikssyni og Martin Hermannssyni.Hópurinn sem fer til Lúxemborg: Ólafur Ólafsson, Grindavík Haukur Helgi Pálsson, Breogan Elvar Már Friðriksson, Njarðvík Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík Hlynur Bæringsson, Sundsvall Dragons Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli Martin Hermannsson, KR Axel Kárason, Værlöse Ragnar Nathanaelsson, Sundsvall Dragons Hörður Axel Vilhjálmsson, MBC Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KR
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira