Nauðgun og tíu líkamsárásir ekki til marks um vel heppnaða hátíð Ingvar Haraldsson skrifar 29. júlí 2014 17:09 Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að allt verði gert til að koma í veg fyrir kynferðisbrot í ár. Vísir/Óskar P. Friðriksson Kynferðisbrot og annað ofbeldi hefur verið árviss fylgifiskur hátíðarhalds um verslunarmannahelgina. Sextán kynferðisafbrot voru tilkynnt eða kærð til lögreglu um verslunarmannahelgina í fyrra. Hátíðin Eistnaflug var haldin í tíunda sinn í sumar en engin nauðgun eða alvarleg líkamsárás hefur verið kærð í sögu hátíðarinnar. Stefán Magnússon, skipuleggjandi Eistnaflugs, segir að alla tíð hafi verið lögð áhersla á að ofbeldi verði ekki liðið. „Ég hef komið upp á svið á hverju einasta kvöldi og beðið fólk að passa vel upp á sig og sína og haga sér ekki eins og hálfvitar,“ segir Stefán. Hann segir að oft megi gera meira til að auka öryggi. „Þetta skánar ekki þegar þjóðhátíðarnefnd fagnar því hve vel hátíðin hafi gengið þegar það er kannski búið að kæra eina nauðgun og tíu líkamsárásir.“ Stefán hefur áður sagt að verði nauðgun eða alvarleg líkamsárás framin á hátíðinni þá verði hátíðin ekki haldin að ári. Nú gengur áskorun á samfélagsmiðlum þar sem skorað er á skipuleggjendur annarra hátíða að gera slíkt hið sama.Stefán MagnússonÍ Vestmannaeyjum voru tvö kynferðisafbrot kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í fyrra. Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir það ekki hafa komið til tals að hátíðin verði ekki haldin að ári verði gesti Þjóðhátíðar nauðgað. Birgir segir þó: „Þetta er bara ofbeldi sem við viljum ekki sjá á eyjunni eða annars staðar. Það verður allt gert til þess að reyna að stoppa þetta.“ Birgir bætir við að gæslan verði efld í ár. „Myndavélum í dalnum verður fjölgað ásamt því að við munum bæta við gæsluna á álagstímum.“ Þar að auki segir Birgir: „Við verðum með mjög öflugt teymi í þessu, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar.“Jóhann Bæring GunnarssonJóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur Mýrarboltans á Ísafirði, segir: „Við munum íhuga það alvarlega hvort við munum halda svona hátíð aftur verði einhverjum nauðgað.“ Jóhann bætir við að hátíðin hafi blessunarlega verið laus við nauðganir hingað til. Halldór Óli Kjartansson, einn af skipuleggjendum Einnar með öllu á Akureyri, segir ljóst að breyta þyrfti einhverju við skipulagningu hátíðarinnar væri nauðgun framin í tengslum við Eina með öllu. „Við myndum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur.“ Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Kynferðisbrot og annað ofbeldi hefur verið árviss fylgifiskur hátíðarhalds um verslunarmannahelgina. Sextán kynferðisafbrot voru tilkynnt eða kærð til lögreglu um verslunarmannahelgina í fyrra. Hátíðin Eistnaflug var haldin í tíunda sinn í sumar en engin nauðgun eða alvarleg líkamsárás hefur verið kærð í sögu hátíðarinnar. Stefán Magnússon, skipuleggjandi Eistnaflugs, segir að alla tíð hafi verið lögð áhersla á að ofbeldi verði ekki liðið. „Ég hef komið upp á svið á hverju einasta kvöldi og beðið fólk að passa vel upp á sig og sína og haga sér ekki eins og hálfvitar,“ segir Stefán. Hann segir að oft megi gera meira til að auka öryggi. „Þetta skánar ekki þegar þjóðhátíðarnefnd fagnar því hve vel hátíðin hafi gengið þegar það er kannski búið að kæra eina nauðgun og tíu líkamsárásir.“ Stefán hefur áður sagt að verði nauðgun eða alvarleg líkamsárás framin á hátíðinni þá verði hátíðin ekki haldin að ári. Nú gengur áskorun á samfélagsmiðlum þar sem skorað er á skipuleggjendur annarra hátíða að gera slíkt hið sama.Stefán MagnússonÍ Vestmannaeyjum voru tvö kynferðisafbrot kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í fyrra. Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir það ekki hafa komið til tals að hátíðin verði ekki haldin að ári verði gesti Þjóðhátíðar nauðgað. Birgir segir þó: „Þetta er bara ofbeldi sem við viljum ekki sjá á eyjunni eða annars staðar. Það verður allt gert til þess að reyna að stoppa þetta.“ Birgir bætir við að gæslan verði efld í ár. „Myndavélum í dalnum verður fjölgað ásamt því að við munum bæta við gæsluna á álagstímum.“ Þar að auki segir Birgir: „Við verðum með mjög öflugt teymi í þessu, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar.“Jóhann Bæring GunnarssonJóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur Mýrarboltans á Ísafirði, segir: „Við munum íhuga það alvarlega hvort við munum halda svona hátíð aftur verði einhverjum nauðgað.“ Jóhann bætir við að hátíðin hafi blessunarlega verið laus við nauðganir hingað til. Halldór Óli Kjartansson, einn af skipuleggjendum Einnar með öllu á Akureyri, segir ljóst að breyta þyrfti einhverju við skipulagningu hátíðarinnar væri nauðgun framin í tengslum við Eina með öllu. „Við myndum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur.“
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira