Náum vonandi góðum úrslitum í fyrri leiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2014 08:00 Stjörnumenn hafa átt góðu gengi að fagna undanfarnar vikur en liðið er enn ósigrað í Pepsi-deildinni. Fréttablaðið/Valli Daníel Laxdal átti frábæran leik í vörn Stjörnunnar þegar liðið bar sigurorð af ÍBV á Samsung-vellinum á sunnudaginn. Með sigrinum komst Stjarnan í toppsæti Pepsi-deildar í um tvær klukkustundir, áður en FH endurheimti það með sigri á Fylki seinna um kvöldið. Stjarnan er áfram ósigruð í Pepsi-deildinni eftir þrettán umferðir og á í harðri baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn.Lá mikið á okkur Sigurinn í fyrradag var langt frá því að vera auðsóttur, en Eyjamenn, sem höfðu unnið þrjá leiki í röð, voru meira með boltann og settu mikla pressu á Stjörnuvörnina. Daníel og félagar stóðu hins vegar öll áhlaup Eyjamanna af sér, en það lagði grunninn að sigri Stjörnunnar. Daníel var ánægður með varnarleik Stjörnuliðsins í leiknum. „Já, sérstaklega þar sem það lá mikið á okkur. Það var líka langt síðan við héldum hreinu, svo þetta var mjög mikilvægt,“ sagði Daníel sem sagði það ekki hafa verið erfitt að koma sér aftur niður á jörðina eftir sigurinn ótrúlega á Motherwell á fimmtudaginn. „Nei, þetta er aðallega andlegs eðlis. Við höfum verið að spila marga leiki, bæði í deildinni og í Evrópukeppni. Það var því sterkt að vinna leikinn gegn ÍBV og halda hreinu, þótt við værum með ungan strák í markinu,“ sagði Daníel. Umræddur strákur, Sveinn Sigurður Jóhannesson, kom á síðustu stundu inn í Stjörnuliðið vegna meiðsla Ingvars Jónssonar, aðalmarkvarðar liðsins. Sveinn átti góðan leik og Daníel var ánægður með frammistöðu hans. „Hann stóð sig alveg frábærlega, það var ekki hægt að kvarta neitt undan honum,“ sagði Daníel og bætti við að Stjörnuliðið hefði kannski verið enn þéttara í ljósi fjarveru Ingvars og gert allt til að hjálpa Sveini í hans fyrsta leik.Præst er mikill baráttumaður Daníel bar einnig lof á fyrirliða Stjörnunnar, Michael Præst, en hann sinnir mikilvægu en vanþakklátu starfi aftarlega á miðjunni. „Þetta er staða sem ekki allir taka eftir. Hann vinnur ótrúlega marga skallabolta, brýtur niður margar sóknir og er fljótur að koma boltanum aftur í spil. Það er mjög þægilegt að hafa hann fyrir framan sig, það verður að segjast. Hann er mikill baráttumaður og gefst aldrei upp,“ sagði Daníel um Danann knáa. Sem fyrr segir mætir Stjarnan pólska liðinu Lech Poznan í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Lech Poznan er sterkur andstæðingur, en liðið sló Nõmme Kalju frá Finnlandi út í síðustu umferð.Þjálfararnir hafa skoðað þá Daníel kveðst spenntur fyrir leiknum en segir að vitneskja hans um Poznan-liðið sé takmörkuð. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá veit ég ekki mikið um þetta pólska lið. En þjálfararnir hafa farið yfir leiki hjá þeim og þeir ættu að vera búnir að finna einhverja veikleika hjá Pólverjunum,“ sagði Daníel, sem bjóst við því að leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar myndu skoða leiki Poznan-liðsins saman á myndbandi fyrir leikinn á fimmtudaginn. „Við erum alltaf með myndbandsfundi þar sem við skoðum hvernig mótherjinn spilar og hvernig þeir útfæra föst atriði og annað slíkt.“ „Þetta verður mikil skemmtun og vonandi náum við góðum úrslitum svo við eigum möguleika í seinni leiknum,“ sagði Daníel Laxdal að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Daníel Laxdal átti frábæran leik í vörn Stjörnunnar þegar liðið bar sigurorð af ÍBV á Samsung-vellinum á sunnudaginn. Með sigrinum komst Stjarnan í toppsæti Pepsi-deildar í um tvær klukkustundir, áður en FH endurheimti það með sigri á Fylki seinna um kvöldið. Stjarnan er áfram ósigruð í Pepsi-deildinni eftir þrettán umferðir og á í harðri baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn.Lá mikið á okkur Sigurinn í fyrradag var langt frá því að vera auðsóttur, en Eyjamenn, sem höfðu unnið þrjá leiki í röð, voru meira með boltann og settu mikla pressu á Stjörnuvörnina. Daníel og félagar stóðu hins vegar öll áhlaup Eyjamanna af sér, en það lagði grunninn að sigri Stjörnunnar. Daníel var ánægður með varnarleik Stjörnuliðsins í leiknum. „Já, sérstaklega þar sem það lá mikið á okkur. Það var líka langt síðan við héldum hreinu, svo þetta var mjög mikilvægt,“ sagði Daníel sem sagði það ekki hafa verið erfitt að koma sér aftur niður á jörðina eftir sigurinn ótrúlega á Motherwell á fimmtudaginn. „Nei, þetta er aðallega andlegs eðlis. Við höfum verið að spila marga leiki, bæði í deildinni og í Evrópukeppni. Það var því sterkt að vinna leikinn gegn ÍBV og halda hreinu, þótt við værum með ungan strák í markinu,“ sagði Daníel. Umræddur strákur, Sveinn Sigurður Jóhannesson, kom á síðustu stundu inn í Stjörnuliðið vegna meiðsla Ingvars Jónssonar, aðalmarkvarðar liðsins. Sveinn átti góðan leik og Daníel var ánægður með frammistöðu hans. „Hann stóð sig alveg frábærlega, það var ekki hægt að kvarta neitt undan honum,“ sagði Daníel og bætti við að Stjörnuliðið hefði kannski verið enn þéttara í ljósi fjarveru Ingvars og gert allt til að hjálpa Sveini í hans fyrsta leik.Præst er mikill baráttumaður Daníel bar einnig lof á fyrirliða Stjörnunnar, Michael Præst, en hann sinnir mikilvægu en vanþakklátu starfi aftarlega á miðjunni. „Þetta er staða sem ekki allir taka eftir. Hann vinnur ótrúlega marga skallabolta, brýtur niður margar sóknir og er fljótur að koma boltanum aftur í spil. Það er mjög þægilegt að hafa hann fyrir framan sig, það verður að segjast. Hann er mikill baráttumaður og gefst aldrei upp,“ sagði Daníel um Danann knáa. Sem fyrr segir mætir Stjarnan pólska liðinu Lech Poznan í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Lech Poznan er sterkur andstæðingur, en liðið sló Nõmme Kalju frá Finnlandi út í síðustu umferð.Þjálfararnir hafa skoðað þá Daníel kveðst spenntur fyrir leiknum en segir að vitneskja hans um Poznan-liðið sé takmörkuð. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá veit ég ekki mikið um þetta pólska lið. En þjálfararnir hafa farið yfir leiki hjá þeim og þeir ættu að vera búnir að finna einhverja veikleika hjá Pólverjunum,“ sagði Daníel, sem bjóst við því að leikmenn og þjálfarar Stjörnunnar myndu skoða leiki Poznan-liðsins saman á myndbandi fyrir leikinn á fimmtudaginn. „Við erum alltaf með myndbandsfundi þar sem við skoðum hvernig mótherjinn spilar og hvernig þeir útfæra föst atriði og annað slíkt.“ „Þetta verður mikil skemmtun og vonandi náum við góðum úrslitum svo við eigum möguleika í seinni leiknum,“ sagði Daníel Laxdal að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira