Efast um að drengurinn hafi látist vegna hristings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2014 17:07 Dr. Waney Squier í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Ernir Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. Sigurður Guðmundsson, sem gætti drengsins ásamt konu sinni, var árið 2003 dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa valdið dauða drengsins. Hann hefur nú farið fram á endurupptöku málsins vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í sérfræðiáliti dr. Squier og kom hún fyrir dóminn í dag vegna endurupptökukröfunnar. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa látist vegna ungbarnahristings, eða “shaken baby syndrome“. Ýmsir sérfræðingar telja að heilabólgur hjá ungbörnum, blæðingar milli heilahimna og sjónhimnublæðing, sem valda því að ungbarn deyr, komi til vegna þess að barnið hefur verið hrist harkalega. Þessi einkenni fundust við krufningu á drengnum sem lést árið 2001.Telur að þörf hafi verið á ítarlegri rannsóknum Þrátt fyrir þetta efast dr. Squier að drengurinn hafi látist vegna hristings, en segist þó ekki geta fullyrt hvers vegna hann dó. Fyrir dómi nefndi hún nokkrar ástæður, þar á meðal blóðsega sem hefði getað myndast í heila barnsins eða vegna þess að hann hafði dottið nokkrum dögum áður en hann dó. Þá hafi barnið einnig getað liðið súefnisskort vegna meðvitundarleysis. Dr. Squier sagði að þörf hefði verið á ítarlegri rannsóknum svo sýna mætti fram á með óyggjandi hætti hvers vegna drengurinn dó. Dr. Squier er menntuð í barnalækningum og meinafræði og hefur gert fjölmargar rannsóknir á heilaþroska fóstra og barna. Hún hefur gefið skýrslur og borið vitni í fjölda mála erlendis þar sem börn eru talin hafa látist vegna misnotkunar, meðal annars vegna hristings. Rannsóknir Dr. Squier og fleiri fræðimanna hafa sýnt fram á að ekki sé hægt að sanna hvort og þá hvernig ungabörn deyi vegna “shaken baby syndrome“. Sjálf sagði dr. Squier fyrir dómi í dag að “shaken baby syndrome“ sé kenning sem aldrei hafi verið sönnuð læknisfræðilega. Það eru þó ekki allir sérfræðinga sammála dr. Squier. Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa jafnframt reynt að grafa undan trúverðugleika hennar og annarra sérfræðinga sem efast um “shaken baby syndrome“. Vitnisburðir dr. Squier, og fleiri aðila, hafa nefnilega leitt til þess að einstaklingar hafa verið sýknaðir af ákærum um að hafa valdið dauða barna með því að hrista þau harkalega. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sigurðar, verður skýrslutakan yfir dr. Squier lögð fyrir endurupptökunefnd sem mun svo leggja til við ríkissaksóknara hvort að málið verði tekið upp að nýju, eða ekki, á grundvelli nýrra gagna. Tengdar fréttir Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guðmundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og staðfestingar á matsgerð í máli Sigurðar. 14. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. Sigurður Guðmundsson, sem gætti drengsins ásamt konu sinni, var árið 2003 dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa valdið dauða drengsins. Hann hefur nú farið fram á endurupptöku málsins vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í sérfræðiáliti dr. Squier og kom hún fyrir dóminn í dag vegna endurupptökukröfunnar. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa látist vegna ungbarnahristings, eða “shaken baby syndrome“. Ýmsir sérfræðingar telja að heilabólgur hjá ungbörnum, blæðingar milli heilahimna og sjónhimnublæðing, sem valda því að ungbarn deyr, komi til vegna þess að barnið hefur verið hrist harkalega. Þessi einkenni fundust við krufningu á drengnum sem lést árið 2001.Telur að þörf hafi verið á ítarlegri rannsóknum Þrátt fyrir þetta efast dr. Squier að drengurinn hafi látist vegna hristings, en segist þó ekki geta fullyrt hvers vegna hann dó. Fyrir dómi nefndi hún nokkrar ástæður, þar á meðal blóðsega sem hefði getað myndast í heila barnsins eða vegna þess að hann hafði dottið nokkrum dögum áður en hann dó. Þá hafi barnið einnig getað liðið súefnisskort vegna meðvitundarleysis. Dr. Squier sagði að þörf hefði verið á ítarlegri rannsóknum svo sýna mætti fram á með óyggjandi hætti hvers vegna drengurinn dó. Dr. Squier er menntuð í barnalækningum og meinafræði og hefur gert fjölmargar rannsóknir á heilaþroska fóstra og barna. Hún hefur gefið skýrslur og borið vitni í fjölda mála erlendis þar sem börn eru talin hafa látist vegna misnotkunar, meðal annars vegna hristings. Rannsóknir Dr. Squier og fleiri fræðimanna hafa sýnt fram á að ekki sé hægt að sanna hvort og þá hvernig ungabörn deyi vegna “shaken baby syndrome“. Sjálf sagði dr. Squier fyrir dómi í dag að “shaken baby syndrome“ sé kenning sem aldrei hafi verið sönnuð læknisfræðilega. Það eru þó ekki allir sérfræðinga sammála dr. Squier. Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa jafnframt reynt að grafa undan trúverðugleika hennar og annarra sérfræðinga sem efast um “shaken baby syndrome“. Vitnisburðir dr. Squier, og fleiri aðila, hafa nefnilega leitt til þess að einstaklingar hafa verið sýknaðir af ákærum um að hafa valdið dauða barna með því að hrista þau harkalega. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sigurðar, verður skýrslutakan yfir dr. Squier lögð fyrir endurupptökunefnd sem mun svo leggja til við ríkissaksóknara hvort að málið verði tekið upp að nýju, eða ekki, á grundvelli nýrra gagna.
Tengdar fréttir Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guðmundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og staðfestingar á matsgerð í máli Sigurðar. 14. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guðmundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og staðfestingar á matsgerð í máli Sigurðar. 14. nóvember 2014 07:00