„Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2014 18:00 Eini pilturinn í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað segir ekki slæmt að vera einn með öllum stúlkunum og mælir með náminu fyrir alla stráka. Þótt eini hússtjórnarskólinn á landsbyggðinni heiti ekki lengur húsmæðraskóli eru stúlkur enn yfirgnæfandi í nemendahópnum og núna á haustönninni er bara einn strákur. Hann heitir Esra Elí Newman, er 17 ára og kemur úr Njarðvík. „Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum. Maður er bara kóngurinn hérna,“ segir Esra. Við hittum hann í tíma í hreinlætisfræði þar sem hann var að læra hvernig best væri að skúra. Esra segist hafa valið skólann vegna þess að hann vildi læra að sjá um sig sjálfur. En mælir hann með náminu fyrir stráka? „Ég mæli með þessu fyrir alla stráka. Sérstaklega ef þú kannt ekki að elda, kannt ekki að hugsa um þig sjálfur.“ Um skólasysturnar segir hann: „Sumar eru bara eins og stórar systur. Þetta eru bara allt vinkonur mínar, - vinir mínir.“Skólahúsið reis árið 1930 í burstabæjarstíl. Heimavistin er í risinu á efri hæðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar var okkur sagt að skólinn hefði frá fyrstu tíð haft sterkt aðdráttarafl fyrir stráka á Fljótsdalshéraði en með öðrum hætti; þeir snigluðust gjarnan í kringum heimavistina. „Vetrarhjálpin lætur alltaf sjá sig hérna á veturna,“ segir Bryndís Fiona Ford skólameistari. „Við köllum strákana sem sagt, - það er vetrarhjálpin. Þeir koma bara og kíkja á stelpurnar.“ Fjallað var um lífið í Handverks- og hússtjórnarskólanum í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Tengdar fréttir Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eini pilturinn í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað segir ekki slæmt að vera einn með öllum stúlkunum og mælir með náminu fyrir alla stráka. Þótt eini hússtjórnarskólinn á landsbyggðinni heiti ekki lengur húsmæðraskóli eru stúlkur enn yfirgnæfandi í nemendahópnum og núna á haustönninni er bara einn strákur. Hann heitir Esra Elí Newman, er 17 ára og kemur úr Njarðvík. „Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum. Maður er bara kóngurinn hérna,“ segir Esra. Við hittum hann í tíma í hreinlætisfræði þar sem hann var að læra hvernig best væri að skúra. Esra segist hafa valið skólann vegna þess að hann vildi læra að sjá um sig sjálfur. En mælir hann með náminu fyrir stráka? „Ég mæli með þessu fyrir alla stráka. Sérstaklega ef þú kannt ekki að elda, kannt ekki að hugsa um þig sjálfur.“ Um skólasysturnar segir hann: „Sumar eru bara eins og stórar systur. Þetta eru bara allt vinkonur mínar, - vinir mínir.“Skólahúsið reis árið 1930 í burstabæjarstíl. Heimavistin er í risinu á efri hæðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar var okkur sagt að skólinn hefði frá fyrstu tíð haft sterkt aðdráttarafl fyrir stráka á Fljótsdalshéraði en með öðrum hætti; þeir snigluðust gjarnan í kringum heimavistina. „Vetrarhjálpin lætur alltaf sjá sig hérna á veturna,“ segir Bryndís Fiona Ford skólameistari. „Við köllum strákana sem sagt, - það er vetrarhjálpin. Þeir koma bara og kíkja á stelpurnar.“ Fjallað var um lífið í Handverks- og hússtjórnarskólanum í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Tengdar fréttir Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15