Öll lögin af nýjustu plötu Taylor Swift á þremur mínútum
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
YouTube-notendurnir Sam Tsui og Kurt Schneider eru búnir að láta hressandi myndband inn á síðuna. Um er að ræða blöndu af öllum lögunum á nýjustu plötu Taylor Swift, 1989.
Sam og Kurt taka öll lögin á tæplega þremur mínútum en þrettán lög eru á plötunni 1989.
Tvíeykið gerir þetta svo vel að maður heyrir varla lagamun.