Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Gissur Sigurðsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. desember 2014 11:01 Vegagerðin í Búðardal hefur sent hefil og önnur tæki af stað áleiðis. Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. Engin er meiddur, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, en utanaðkomandi aðstoð er nauðsynleg. Vegagerðin í Búðardal hefur sent hefil og önnur tæki af stað áleiðis á vettvang, en búist er við að það muni taka nokkurn tíma að greiða úr flækjunni, og verður Brattabrekka því áfram lokuð um óákveðinn tíma. Umferðartafir verða á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli eitthvað fram eftir degi þar sem önnur akreinin verður lokuð á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Þar valt stór fiskflutningabíll með tengivagni í ofviðrinu í gærkvöldi þegar vindur fór upp í 60 metra á sekúndu. Ökumanninn sakaði ekki. Fjölmennt björgunarlið og stórvirkir kranar eru komin á vettvang og verður fiskurinn fyrst tíndur út úr tengivagninum og komið fyrir á öðrum bíl, áður en vagninn og bíllinn verða hífðir upp á veginn. Varað er við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum um klukkan tvö í dag og standa mun fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. Lagast um tíma snemma í kvöld, en upp úr klukkan níu í kvöld verður aftur N og NA 20-25 m/s á Vestfjarðakjálkanum og eins við Breiðafjörð með stórhríðarveðri og sama sem engu skyggni.Víða ófært Ennþá er ófært á Hellisheiði en vonast er til að hægt verði að opna um hádegi. Hægt er að fara Þrengslin. Opið er um Þrengsli en þar er snjóþekja og snjókoma. Einnig er ófært á Krísuvíkurvegi en annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi. Flughált er á Villingaholtsvegi, Gaulverjabæjarvegi og Þykkvabæjarvegi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en ennþá er ófært á Bröttubrekku þar sem flutningabíll lokar veginum. Hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð er á Vestfjörðum en ófært á Klettshálsi, Kleifaheiði og Hálfdán en unnið að hreinsun. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi en snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Ófært er frá Bjarnarfirði og að Gjögri en unnið að hreinsun. Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja en þungfært er á Dettifossvegi. Hálka eða hálkublettir eru víða á Austurlandi en ófært á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði en þæfingsfærð á Öxi. Hálka eða hálkublettir eru einnig með suðausturströndinni en þó er greiðfært frá Hvalnesi að Kvískerjum. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. Engin er meiddur, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, en utanaðkomandi aðstoð er nauðsynleg. Vegagerðin í Búðardal hefur sent hefil og önnur tæki af stað áleiðis á vettvang, en búist er við að það muni taka nokkurn tíma að greiða úr flækjunni, og verður Brattabrekka því áfram lokuð um óákveðinn tíma. Umferðartafir verða á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli eitthvað fram eftir degi þar sem önnur akreinin verður lokuð á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Þar valt stór fiskflutningabíll með tengivagni í ofviðrinu í gærkvöldi þegar vindur fór upp í 60 metra á sekúndu. Ökumanninn sakaði ekki. Fjölmennt björgunarlið og stórvirkir kranar eru komin á vettvang og verður fiskurinn fyrst tíndur út úr tengivagninum og komið fyrir á öðrum bíl, áður en vagninn og bíllinn verða hífðir upp á veginn. Varað er við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum um klukkan tvö í dag og standa mun fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. Lagast um tíma snemma í kvöld, en upp úr klukkan níu í kvöld verður aftur N og NA 20-25 m/s á Vestfjarðakjálkanum og eins við Breiðafjörð með stórhríðarveðri og sama sem engu skyggni.Víða ófært Ennþá er ófært á Hellisheiði en vonast er til að hægt verði að opna um hádegi. Hægt er að fara Þrengslin. Opið er um Þrengsli en þar er snjóþekja og snjókoma. Einnig er ófært á Krísuvíkurvegi en annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi. Flughált er á Villingaholtsvegi, Gaulverjabæjarvegi og Þykkvabæjarvegi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en ennþá er ófært á Bröttubrekku þar sem flutningabíll lokar veginum. Hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð er á Vestfjörðum en ófært á Klettshálsi, Kleifaheiði og Hálfdán en unnið að hreinsun. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi en snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Ófært er frá Bjarnarfirði og að Gjögri en unnið að hreinsun. Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja en þungfært er á Dettifossvegi. Hálka eða hálkublettir eru víða á Austurlandi en ófært á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði en þæfingsfærð á Öxi. Hálka eða hálkublettir eru einnig með suðausturströndinni en þó er greiðfært frá Hvalnesi að Kvískerjum.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira