Reykjavík dýrari en Ósló fyrir sænska ferðamenn Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2014 10:51 Verðlag var kannað í 32 borgum víðs vegar um heim. Vísir/Stefán Reykjavík er næstdýrasta borg heims fyrir sænska ferðamenn samkvæmt nýrri verðkönnun Pricerunner. Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, er efst á listanum, en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem Ósló, höfuðborg Noregs, skipar ekki efsta sæti listans. Sagt er frá niðurstöðum könnunarinnar í frétt Svenska Dagbladet og sænska ríkissjónvarpinu, en alls var verðlag kannað í 32 borgum víðs vegar um heim. Fyrirtækið kannaði verð á 25 ólíkum vörum og þjónustu sem talin eru áhugaverð fyrir ferðamenn. Indverska borgin Mumbai er ódýrust en rússneska höfuðborgin Moskva næstódýrust. „Moskva hefur ekki verið þekkt sem ódýr borg en hún hefur fallið líkt og steinn á listanum. Fall rúblunnar hefur skilað sér í lægra verðlagi,“ segir Stefan Ny, markaðsstjóri Pricerunner. Ny segir það hafa komið á óvart að Ósló hafi farið niður nokkur sæti á listanum og skipi nú það þriðja. Reykjavík, sem síðustu ár hefur verið mun ódýrari, er í sætinu fyrir ofan Ósló. „Við túlkum það þannig að íslenskur efnahagur hafi endurheimt sig eftir fjármálakreppuna.“ Tokyo hefur farið úr því að vera ein dýrasta borgin og skipar nú fjórða neðsta sætið á listanum. Er það rakið til þess að gengi japanska jensins hefur fallið gagnvart sænsku krónunni. Dýrustu borgirnar 1. Buenos Aires, Argentína 2. Reykjavík, Ísland 3. Ósló, Noregur 4. París, Frakkland 5. New York, Bandaríkin Ódýrustu borgirnar 1. Mumbai, Indland 2. Moskva, Rússland 3. Varsjá, Pólland 4. Tokyo, Japan 5. Prag, Tékkland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Reykjavík er næstdýrasta borg heims fyrir sænska ferðamenn samkvæmt nýrri verðkönnun Pricerunner. Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, er efst á listanum, en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem Ósló, höfuðborg Noregs, skipar ekki efsta sæti listans. Sagt er frá niðurstöðum könnunarinnar í frétt Svenska Dagbladet og sænska ríkissjónvarpinu, en alls var verðlag kannað í 32 borgum víðs vegar um heim. Fyrirtækið kannaði verð á 25 ólíkum vörum og þjónustu sem talin eru áhugaverð fyrir ferðamenn. Indverska borgin Mumbai er ódýrust en rússneska höfuðborgin Moskva næstódýrust. „Moskva hefur ekki verið þekkt sem ódýr borg en hún hefur fallið líkt og steinn á listanum. Fall rúblunnar hefur skilað sér í lægra verðlagi,“ segir Stefan Ny, markaðsstjóri Pricerunner. Ny segir það hafa komið á óvart að Ósló hafi farið niður nokkur sæti á listanum og skipi nú það þriðja. Reykjavík, sem síðustu ár hefur verið mun ódýrari, er í sætinu fyrir ofan Ósló. „Við túlkum það þannig að íslenskur efnahagur hafi endurheimt sig eftir fjármálakreppuna.“ Tokyo hefur farið úr því að vera ein dýrasta borgin og skipar nú fjórða neðsta sætið á listanum. Er það rakið til þess að gengi japanska jensins hefur fallið gagnvart sænsku krónunni. Dýrustu borgirnar 1. Buenos Aires, Argentína 2. Reykjavík, Ísland 3. Ósló, Noregur 4. París, Frakkland 5. New York, Bandaríkin Ódýrustu borgirnar 1. Mumbai, Indland 2. Moskva, Rússland 3. Varsjá, Pólland 4. Tokyo, Japan 5. Prag, Tékkland
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira