204 milljónir í laun aðstoðarmanna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. desember 2014 11:15 Alls eru tuttugu manns starfandi í dag sem aðstoðarmenn ráðherra. Heildarlaunakostnaður þessara tuttugu starfsmanna á ársgrundvelli er 203,7 milljónir króna. Af þessum tuttugu aðstoðarmönnum starfa sjö fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson í forsætisráðuneytinu. Þessir aðstoðarmenn Sigmundar þiggja alls að minnsta kosti 64,3 milljónir í árslaun fyrir störf sín. Það eru Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður, Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir verkefnisstjóri, Hrannar Pétursson verkefnisstjóri, Margrét Gísladóttir, sérstakur ráðgjafi ráðherra, og Ásmundur Einar Daðason aðstoðarmaður, en hann er jafnframt þingmaður og þiggur ekki laun fyrir vinnu sína fyrir ráðherra umfram þingfararkaup sitt. Aðrir ráðherrar eru með færri aðstoðarmenn á sínum snærum. Flesta á eftir Sigmundi hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, með þrjá aðstoðarmenn. Tveir ráðherrar hafa tvo sér til aðstoðar. Þau eru þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálamálaráðherra. Að auki var Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra með tvo aðstoðarmenn áður en hún sagði af sér embætti og búast má við að nýr ráðherra, Ólöf Nordal, muni einnig fá til liðs við sig tvo aðstoðarmenn. Aðrir ráðherrar hafa einn aðstoðarmann; þau Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, en hann var tímabundið með tvo.Í svari Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, við fyrirspurn Fréttablaðsins um launakjör aðstoðarmanna segir að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands fari um laun aðstoðarmanna ráðherra, sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar, samkvæmt ákvörðun kjararáðs um kjör skrifstofustjóra. Aðstoðarmenn ráðherra sem ráðnir eru á grundvelli þessa ákvæðis njóta allir sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Samtals eru mánaðarlaun aðstoðarmanna því 893.368 króna eða 10.720.416 krónur í árslaun. Óljóst er hvort allir þeir aðstoðarmenn sem starfa fyrir Sigmund eru á þessum aðstoðarmannalaunum eða hærri sérfræðingalaunum í ráðuneytinu. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Alls eru tuttugu manns starfandi í dag sem aðstoðarmenn ráðherra. Heildarlaunakostnaður þessara tuttugu starfsmanna á ársgrundvelli er 203,7 milljónir króna. Af þessum tuttugu aðstoðarmönnum starfa sjö fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson í forsætisráðuneytinu. Þessir aðstoðarmenn Sigmundar þiggja alls að minnsta kosti 64,3 milljónir í árslaun fyrir störf sín. Það eru Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður, Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir verkefnisstjóri, Hrannar Pétursson verkefnisstjóri, Margrét Gísladóttir, sérstakur ráðgjafi ráðherra, og Ásmundur Einar Daðason aðstoðarmaður, en hann er jafnframt þingmaður og þiggur ekki laun fyrir vinnu sína fyrir ráðherra umfram þingfararkaup sitt. Aðrir ráðherrar eru með færri aðstoðarmenn á sínum snærum. Flesta á eftir Sigmundi hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, með þrjá aðstoðarmenn. Tveir ráðherrar hafa tvo sér til aðstoðar. Þau eru þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálamálaráðherra. Að auki var Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra með tvo aðstoðarmenn áður en hún sagði af sér embætti og búast má við að nýr ráðherra, Ólöf Nordal, muni einnig fá til liðs við sig tvo aðstoðarmenn. Aðrir ráðherrar hafa einn aðstoðarmann; þau Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, en hann var tímabundið með tvo.Í svari Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, við fyrirspurn Fréttablaðsins um launakjör aðstoðarmanna segir að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands fari um laun aðstoðarmanna ráðherra, sem ráðnir eru á grundvelli 22. greinar, samkvæmt ákvörðun kjararáðs um kjör skrifstofustjóra. Aðstoðarmenn ráðherra sem ráðnir eru á grundvelli þessa ákvæðis njóta allir sömu kjara sem eru 764.614 krónur í mánaðarlaun og 128.754 krónur í kjararáðseiningar. Samtals eru mánaðarlaun aðstoðarmanna því 893.368 króna eða 10.720.416 krónur í árslaun. Óljóst er hvort allir þeir aðstoðarmenn sem starfa fyrir Sigmund eru á þessum aðstoðarmannalaunum eða hærri sérfræðingalaunum í ráðuneytinu.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira