Tónlist

Gítarleikari Green Day með krabbamein

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Jason White hefur greinst með hálseitlamein.
Jason White hefur greinst með hálseitlamein.
Gítarleikari hljómsveitarinnar Green Day, Jason White, hefur greinst með hálseitlakrabbamein. Í tilkynningu á vefsíðu Green Day segir sveitin að batahorfurnar séu jákvæðar þar sem hálskirtlakrabbamein sé læknanlegt.

„Við vildum að þið heyrðuð það frá okkur áður en það dreifðist út,“ segir hljómsveitin. „Jason fór fyrir stuttu í hálskirtlatöku og læknarnir fundu kirtlakrabbamein sem er læknanlegt. Sem betur fer fannst það snemma en hann ætti að ná sér að fullu fljótlega.“

White spilaði fyrst með hljómsveitinni árið 1999 og tróð í kjölfarið alltaf upp með henni á tónleikum þar til hann var gerður að föstum meðlimi árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.