Veiddi 50 kg þorsk: "Þetta er bara eins og að vinna í Lottó“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. október 2014 20:55 Fiskinn veiddi Eysteinn á föstudaginn. Eins og sjá má er hann gríðarlega langur. „Ég er búinn að vera á sjó í 16 ár og þetta er stærsti þorskur sem ég hef veitt. Það er ekki algengt að fá svona stóra,“ segir Eysteinn Örn Garðarsson, sem veiddi nærri 50 kílógramma þorsk á föstudaginn var. „Þetta er bara eins og að vinna í Lottó.“ Eysteinn starfar á bátnum Ágústi GK 95 sem gerir út frá Grindavík. Eysteinn segir það alltaf spennandi að fylgjast með rúllunni svokallaðri þegar fiskurinn kemur í bátinn. „Þegar þorskurinn snýr sér á hvolf þá sér maður hvítu hliðina. Þá sér maður hvort að það er stór eða lítill fiskur að koma upp. Ég sá í þessu tilviki að það var eitthvað stórt að koma upp þannig að ég var tilbúinn að gogga í hann og koma honum inn fyrir borðstokkinn. Það þurfti náttúrulega heljarinnar átak að ná honum inn, þetta er gríðarlega þungt.“ Sjómaðurinn káti er í skýjunum með fenginn en fiskurinn verður verkaður í fiskverkuninni Þorbjörn í Grindavík. Farið verður með hann eins og alla aðra fiska sem áhöfnin veiðir, hann verður ekkert uppstoppaður eða slíkt. „Bara settur á matardiskinn.“ Mikill heiður fylgir því að fá svo stóran fisk að sögn Eysteins. „Ég er rosalega stoltur. Þetta er búið að bjarga sjómannsferlinum. Ég hef fengið hákarl á línuna og lúðu en þessi stóri þorskur sló öll met.“ Norskur veiðimaður komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hann veiddi þorsk sem mældist 41,5 kg. Mynd/Ágúst Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
„Ég er búinn að vera á sjó í 16 ár og þetta er stærsti þorskur sem ég hef veitt. Það er ekki algengt að fá svona stóra,“ segir Eysteinn Örn Garðarsson, sem veiddi nærri 50 kílógramma þorsk á föstudaginn var. „Þetta er bara eins og að vinna í Lottó.“ Eysteinn starfar á bátnum Ágústi GK 95 sem gerir út frá Grindavík. Eysteinn segir það alltaf spennandi að fylgjast með rúllunni svokallaðri þegar fiskurinn kemur í bátinn. „Þegar þorskurinn snýr sér á hvolf þá sér maður hvítu hliðina. Þá sér maður hvort að það er stór eða lítill fiskur að koma upp. Ég sá í þessu tilviki að það var eitthvað stórt að koma upp þannig að ég var tilbúinn að gogga í hann og koma honum inn fyrir borðstokkinn. Það þurfti náttúrulega heljarinnar átak að ná honum inn, þetta er gríðarlega þungt.“ Sjómaðurinn káti er í skýjunum með fenginn en fiskurinn verður verkaður í fiskverkuninni Þorbjörn í Grindavík. Farið verður með hann eins og alla aðra fiska sem áhöfnin veiðir, hann verður ekkert uppstoppaður eða slíkt. „Bara settur á matardiskinn.“ Mikill heiður fylgir því að fá svo stóran fisk að sögn Eysteins. „Ég er rosalega stoltur. Þetta er búið að bjarga sjómannsferlinum. Ég hef fengið hákarl á línuna og lúðu en þessi stóri þorskur sló öll met.“ Norskur veiðimaður komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hann veiddi þorsk sem mældist 41,5 kg. Mynd/Ágúst
Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira