Varhugavert að tengja VSK á bækur við lestrarkunnáttu Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2014 19:05 Menntamálaráðherra segir varhugavert að draga of miklar ályktanir af sambandi læsis og virðisaukaskatts á bækur. Grunnskólabörn hafi komið betur út úr PISA rannsókn þegar virðisaukaskattur á bækur var hærri en hann verði eftir hækkun hans samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Með þeim breytingum sem ríkisstjórnin boðar í fjárlagafrumvarpinu á virðisaukaskatti hækkar lægra þrep skattsins úr 7 prósentum í 12 og þar með hækkar skattlagningin á bækur og tónlist. Þrýst hefur verið á stjórnvöld að undanskilja bækur frá hækkuninnni og jafnvel alveg frá álagningu virðisaukaskatts, enda slái það skökku við að skattleggja bækur á sama tíma og íslensk börn komi illa út í rannsóknum á læsi. „Ég hef heyrt þessa umræðu og hún er skiljanleg. Ég vil þó benda á að það er varhugavert að draga of miklar ályktanir um samband á milli læsis og virðisaukaskattskerfisins. Ef við skoðum t.d. niðurstöðuna árið 2000 þá er hún mun betri en hún var núna síðast. En þó var það svo að þá hafði verið 14 prósenta virðisaukaskattur síðustu sjö átta ár þar á undan. Megnið af þeirri skólagöngu sem þá var hjá börnunum,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Þetta sé mun flóknara mál. Til að mynda verði að horfa til kennsluhátta, námsefnis, undirbúnings kennara og svo þátttöku foreldra. „Það er sjálfsagt auðvitað að ræða mögulegar afleiðingar þessa. En það er rétt að hafa í huga að fyrirhuguð hækkun á skattinum núna er þó upp í 12 prósent sem er lægra en það hlutfall sem var á þeim tíma sem ég nefndi hér áðan,“ segir menntamálaráðherra. Fræðibækur og barnabækur bæru í sumum löndum Evrópu engan virðisaukaskatt og því eðlilegt að fólk vildi ræða það án þess að hann hafi sjálfur lagt það til. Hann styðji fjárlagafrumvarpið. „Þetta er tillagan sem hefur komið fram og ég auðvitað bæði styð fjárlagafrumvarpið og líka tekjuöflunarfrumvarpið sem fjármálaráðherra hefur lagt fram,“ segir Illugi Gunnarsson. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Menntamálaráðherra segir varhugavert að draga of miklar ályktanir af sambandi læsis og virðisaukaskatts á bækur. Grunnskólabörn hafi komið betur út úr PISA rannsókn þegar virðisaukaskattur á bækur var hærri en hann verði eftir hækkun hans samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Með þeim breytingum sem ríkisstjórnin boðar í fjárlagafrumvarpinu á virðisaukaskatti hækkar lægra þrep skattsins úr 7 prósentum í 12 og þar með hækkar skattlagningin á bækur og tónlist. Þrýst hefur verið á stjórnvöld að undanskilja bækur frá hækkuninnni og jafnvel alveg frá álagningu virðisaukaskatts, enda slái það skökku við að skattleggja bækur á sama tíma og íslensk börn komi illa út í rannsóknum á læsi. „Ég hef heyrt þessa umræðu og hún er skiljanleg. Ég vil þó benda á að það er varhugavert að draga of miklar ályktanir um samband á milli læsis og virðisaukaskattskerfisins. Ef við skoðum t.d. niðurstöðuna árið 2000 þá er hún mun betri en hún var núna síðast. En þó var það svo að þá hafði verið 14 prósenta virðisaukaskattur síðustu sjö átta ár þar á undan. Megnið af þeirri skólagöngu sem þá var hjá börnunum,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Þetta sé mun flóknara mál. Til að mynda verði að horfa til kennsluhátta, námsefnis, undirbúnings kennara og svo þátttöku foreldra. „Það er sjálfsagt auðvitað að ræða mögulegar afleiðingar þessa. En það er rétt að hafa í huga að fyrirhuguð hækkun á skattinum núna er þó upp í 12 prósent sem er lægra en það hlutfall sem var á þeim tíma sem ég nefndi hér áðan,“ segir menntamálaráðherra. Fræðibækur og barnabækur bæru í sumum löndum Evrópu engan virðisaukaskatt og því eðlilegt að fólk vildi ræða það án þess að hann hafi sjálfur lagt það til. Hann styðji fjárlagafrumvarpið. „Þetta er tillagan sem hefur komið fram og ég auðvitað bæði styð fjárlagafrumvarpið og líka tekjuöflunarfrumvarpið sem fjármálaráðherra hefur lagt fram,“ segir Illugi Gunnarsson.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira