Íslenski boltinn

Magnús Gylfason hættur með Val

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þessi brottför hefur legið í loftinu
Þessi brottför hefur legið í loftinu vísir/valli
Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is.

Magnús tilkynnti leikmönnum Vals frá því í gærkvöldi en Valur átti möguleika á að tryggja sér Evrópusæti gegn Breiðabliki í gærkvöldi en mistókst það þegar liðið tapaði 3-0.

Magnús hefur verið orðaður við brottför frá félaginu síðustu vikur og þjálfarar á borð við Ólaf Jóhannesson og Þorvald Örlygsson verið þráðlátlega orðaðir við þjálfarastöðuna.

Magnús er þriðji þjálfarinn sem hættir eftir að Pepsí deildinni lauk í gær en áður höfðu Sigurður Ragnar Eyjólfsson hætt með ÍBV og Páll Viðar Gíslason með Þór.


Tengdar fréttir

Páll Viðar hættur með Þór

Tilkynnt var á lokahófi knattspyrnudeildar Þórs í gærkvöldi að Páll Viðar Gíslason er hættur sem þjálfari liðsins en hann hafði þjálfað liðið frá því í byrjun sumars 2010.

Sigurður Ragnar hættur með ÍBV

Sigurður Ragnar Eyjólfsson er hættur sem þjálfari ÍBV í Pepsí deild karla í fótbolta eftir aðeins eitt ár í starfi. Hann óskaði eftir því að fá að hætta vegna fjölskylduaðstæðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×