Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Kjartan Atli Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. desember 2014 11:17 Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og var þar fram eftir degi. Fólkið var að sækja eigur sínar og önnur verðmæti í eigu fyrirtækisins og starfsmanna, sem eigandi hússins læsti inni. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum auk þess þeir ræddu við Jose Garcia, eiganda veitingastaðarins. Starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík er á staðnum til þess að sýna samstöðu, auk þess eru þar fyrrum starfsmenn veitingasaðarins.Uppfært klukkan 11:15. Byrjað er að hleypa starfsfólkinu inn á staðinn. Einum starfsmanni er hleypt inn á staðinn í einu. Þar inni eru lögreglumenn, Jón húseigandi og Jose veitingamaður. Þeir starfsmenn sem hafa farið inn til þessa hafa verið inni á staðnum í um fimm mínútur í senn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar starfsfólki var hleypt inn á staðinn.vísir/vilhelmBlaðamenn Vísis voru á staðnum og ræddu þeir við Árna Hjartason, kokk á Caruso, rétt um ellefu, áður en starfsfólkinu var hleypt inn. Hann var mjög ósáttur við Jón Ragnarsson húseiganda og þykir aðgerðir hans vera hreint út sagt ótrúlegar. „Guð má vita hvað er í gangi í hausnum á þeim, þeir vaða inn í annarra manna rekstur og virðast bara, miðað við þeirra yfirlýsingar, að ætla að taka þetta yfir. Ég veit ekki hvernig í ósköpunum þeim dettur í hug að þeir komist upp með það,“ segir hann og bætir við: „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma. Ganga frá matvælum og öðrum hlutum sem liggja hreinlega undir skemmdum.“ Árni segir að helst vildu starfsmennirnir geta opnað staðinn aftur hið snarasta: „Og bara fleygja þessum vitleysingum út. Við getum ekki látið menn komast upp með svona.“ Árni segist hafa heyrt af erfiðleikum í samskiptum við Jón húseiganda. „Hann hefur ekki verið sá auðveldasti.“ Þegar hann er spurður hvort að starfsfólkið óttist að það sé búið að tapa vinnunni segir Árni að hann trúi því ekki að menn komist upp með að taka húsnæðið með þessum hætti og segir starfsfólkið ekki ætla að láta þessi vinnubrögð viðgangast.Jón Ragnarsson, húseigandi.Vísir/vilhelm„Guð má vita hvað er í gangi í hausnum á þeim," segir Árni Hjartarson.Vísir/vilhelmJosé Garcia, eigandi Caruso, ræðir við lögreglumenn.Vísir/vilhelmJose García sæki eigur sínar.Vísir/vilhelm Elfa Hjörleifsdóttir hefur starfað á Caruso í sextán ár. Hún fór til að sækja sína persónulegu muni en fékk ekki alla. Hún segist til dæmis ekki hafa fengið tölvuna sína og fullyrðir að hún hafi verið inni á veitingastaðnum á mánudag. 'Hústaka á Íslandi um hábjartan dag,“ segir Elfa. Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00 Húsnæði Caruso friðað síðan 2012 Eigandinn ekki sinnt viðhaldi sem skyldi. 19. desember 2014 10:27 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og var þar fram eftir degi. Fólkið var að sækja eigur sínar og önnur verðmæti í eigu fyrirtækisins og starfsmanna, sem eigandi hússins læsti inni. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum auk þess þeir ræddu við Jose Garcia, eiganda veitingastaðarins. Starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík er á staðnum til þess að sýna samstöðu, auk þess eru þar fyrrum starfsmenn veitingasaðarins.Uppfært klukkan 11:15. Byrjað er að hleypa starfsfólkinu inn á staðinn. Einum starfsmanni er hleypt inn á staðinn í einu. Þar inni eru lögreglumenn, Jón húseigandi og Jose veitingamaður. Þeir starfsmenn sem hafa farið inn til þessa hafa verið inni á staðnum í um fimm mínútur í senn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar starfsfólki var hleypt inn á staðinn.vísir/vilhelmBlaðamenn Vísis voru á staðnum og ræddu þeir við Árna Hjartason, kokk á Caruso, rétt um ellefu, áður en starfsfólkinu var hleypt inn. Hann var mjög ósáttur við Jón Ragnarsson húseiganda og þykir aðgerðir hans vera hreint út sagt ótrúlegar. „Guð má vita hvað er í gangi í hausnum á þeim, þeir vaða inn í annarra manna rekstur og virðast bara, miðað við þeirra yfirlýsingar, að ætla að taka þetta yfir. Ég veit ekki hvernig í ósköpunum þeim dettur í hug að þeir komist upp með það,“ segir hann og bætir við: „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma. Ganga frá matvælum og öðrum hlutum sem liggja hreinlega undir skemmdum.“ Árni segir að helst vildu starfsmennirnir geta opnað staðinn aftur hið snarasta: „Og bara fleygja þessum vitleysingum út. Við getum ekki látið menn komast upp með svona.“ Árni segist hafa heyrt af erfiðleikum í samskiptum við Jón húseiganda. „Hann hefur ekki verið sá auðveldasti.“ Þegar hann er spurður hvort að starfsfólkið óttist að það sé búið að tapa vinnunni segir Árni að hann trúi því ekki að menn komist upp með að taka húsnæðið með þessum hætti og segir starfsfólkið ekki ætla að láta þessi vinnubrögð viðgangast.Jón Ragnarsson, húseigandi.Vísir/vilhelm„Guð má vita hvað er í gangi í hausnum á þeim," segir Árni Hjartarson.Vísir/vilhelmJosé Garcia, eigandi Caruso, ræðir við lögreglumenn.Vísir/vilhelmJose García sæki eigur sínar.Vísir/vilhelm Elfa Hjörleifsdóttir hefur starfað á Caruso í sextán ár. Hún fór til að sækja sína persónulegu muni en fékk ekki alla. Hún segist til dæmis ekki hafa fengið tölvuna sína og fullyrðir að hún hafi verið inni á veitingastaðnum á mánudag. 'Hústaka á Íslandi um hábjartan dag,“ segir Elfa.
Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00 Húsnæði Caruso friðað síðan 2012 Eigandinn ekki sinnt viðhaldi sem skyldi. 19. desember 2014 10:27 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00
Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00
Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39
Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00