Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. desember 2014 07:00 Lögmaður José Garcia veitingamanns á Caruso segir rekstrartap veitingahússins þegar orðið gríðarlegt og frekara tjón sé yfirvofandi vegna yfirtöku eigenda húsnæðisins. Vísir/Stefán Lögreglan hefur ekki enn hleypt José Garcia, eiganda veitingastaðarins Caruso, og starfsfólki hans inn á staðinn til að sækja eigur sínar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga réðst eigandi húsnæðis Caruso að Þingholtsstræti í leyfisleysi inn á veitingastaðinn á þriðjudagsmorgun, tók staðinn yfir, skipti um skrár og byggði varnarvegg til að koma í veg fyrir að eigandi staðarins og starfsmenn kæmust þangað inn. Þessar aðfarir voru kærðar til lögreglu strax sama morgun, en þrátt fyrir það hefur ekkert verið gert í málinu.Ómar Örn BjarnþórssonLögmaður José fundaði með lögreglu í gær og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það til skoðunar hjá lögreglunni án þess að nokkur ákvörðun hafi verið tekin.„Margir starfsmenn eiga þarna inni persónulegar eigur, föt, tölvur og annað. Þá eru matvæli og vínbirgðir upp á tugi milljóna í eigu Caruso læst inni. Rekstrartapið er þegar orðið gríðarlegt, matvælin eru að renna út og frekara tjón er yfirvofandi. Ég átta mig ekki á því hvers vegna lögreglan er ekki farin þarna inn og á mjög erfitt með að útskýra fyrir José og öðru starfsfólki Caruso hvers vegna það getur ekki farið og náð í eigur sínar með aðstoð lögreglu,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður José.Arnar Þór StefánssonArnar Þór Stefánsson, sérfræðingur í kröfu- og fasteignarétti, segir að með athæfi sem þessu skapist hættulegt fordæmi í íslenskum rétti.„Ef lögreglan ætlar ekkert að gera þá skapar það það fordæmi að allir leigusalar þessa lands geta, ef þeir eru ósáttir við leigutaka, farið inn í húsnæðið án dóms og laga og skipt um skrár. Lögin gera ekki ráð fyrir þessu. Þau segja að ef menn ætla að fá leigjanda út þá þurfi þeir að fara í sérstakt útburðarmál. Með þessu er verið að viðurkenna gertæki, það að menn taki lögin í eigin hendur, lögreglan horfir upp á það og gerir ekkert í því og viðurkennir þannig í reynd refsiverða nálgun leigusalans,“ segir Arnar Þór. Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Lögreglan hefur ekki enn hleypt José Garcia, eiganda veitingastaðarins Caruso, og starfsfólki hans inn á staðinn til að sækja eigur sínar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga réðst eigandi húsnæðis Caruso að Þingholtsstræti í leyfisleysi inn á veitingastaðinn á þriðjudagsmorgun, tók staðinn yfir, skipti um skrár og byggði varnarvegg til að koma í veg fyrir að eigandi staðarins og starfsmenn kæmust þangað inn. Þessar aðfarir voru kærðar til lögreglu strax sama morgun, en þrátt fyrir það hefur ekkert verið gert í málinu.Ómar Örn BjarnþórssonLögmaður José fundaði með lögreglu í gær og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það til skoðunar hjá lögreglunni án þess að nokkur ákvörðun hafi verið tekin.„Margir starfsmenn eiga þarna inni persónulegar eigur, föt, tölvur og annað. Þá eru matvæli og vínbirgðir upp á tugi milljóna í eigu Caruso læst inni. Rekstrartapið er þegar orðið gríðarlegt, matvælin eru að renna út og frekara tjón er yfirvofandi. Ég átta mig ekki á því hvers vegna lögreglan er ekki farin þarna inn og á mjög erfitt með að útskýra fyrir José og öðru starfsfólki Caruso hvers vegna það getur ekki farið og náð í eigur sínar með aðstoð lögreglu,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður José.Arnar Þór StefánssonArnar Þór Stefánsson, sérfræðingur í kröfu- og fasteignarétti, segir að með athæfi sem þessu skapist hættulegt fordæmi í íslenskum rétti.„Ef lögreglan ætlar ekkert að gera þá skapar það það fordæmi að allir leigusalar þessa lands geta, ef þeir eru ósáttir við leigutaka, farið inn í húsnæðið án dóms og laga og skipt um skrár. Lögin gera ekki ráð fyrir þessu. Þau segja að ef menn ætla að fá leigjanda út þá þurfi þeir að fara í sérstakt útburðarmál. Með þessu er verið að viðurkenna gertæki, það að menn taki lögin í eigin hendur, lögreglan horfir upp á það og gerir ekkert í því og viðurkennir þannig í reynd refsiverða nálgun leigusalans,“ segir Arnar Þór.
Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00
Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39
Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00