Handtakan var liður í rannsókn lögreglu á sölu vímuefna og morðum sem tengjast gengjastarfsemi en sextán vopn fundust í bíl Shmurda.
Rapparinn, sem heitir réttu nafni Ackquille Pollard og sló í gegn í ár með laginu Hott Nigga, var handtekinn stuttu eftir að hann yfirgaf hljóðver í Manhattan.
GS9-meðlimurinn Rowdy Rebel var einnig handtekinn inni í hljóðverinu þar sem lögreglan lagði hald á skammbyssur.