"Hér búa konur ekki einar" Birta Björnsdóttir skrifar 8. mars 2014 20:00 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, og var haldið upp á daginn með fjölbreyttri dagskrá víða um heim. Málefni kvenna í Afghanistan hafa reglulega verið í umræðunni, ekki síst þegar talibanar fóru með stjórn í landinu fyrir innrásina árið 2001. „Orðræðan í tengslum við innrásina var á þann veg að nauðsynlegt þótti að ráðast inn í landið, bæði vegna hryðjuverkaógnarinnar en ekki síður vegna þess hve fótum troðin réttindi kvenna voru í stjórnartíð talíbananna. Margir lögðu blessun sína yfir innrásina vegna þessa. Það er skemmst frá því að segja að árangurinn hefur ekki verið í neinu samræmi við orðræðuna," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þær Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir dvöldu um tíma í Afghanistan í fyrra og fylgdust með störfum Ingibjargar Sólrúnar, sem þá var búsett í Kabúl og starfaði fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Ingibjörg Sólrún er því vel kunnug málefnum kvenna í landinu. „Þó ýmislegt hafi áunnist er heilmikið eftir. Það má eiginlega segja að heilt yfir sé staða kvenna í Afghanistan skelfileg." Máli sínu til stuðnings segir Ingibjörg að 88% kvenna yfir 15 ára eru ólæsar og óskrifandi í landinu, 87% kvenna hafa upplifað ofbeldi í einhverri mynd og 60% kvenna eru í þvinguðum hjúskap. Meðal starfa Ingibjargar Sólrúnar var að reka kvennaathvörf á vegum UN Women. „Þetta eru um 12 athvörf og þar dvelja um 600 konur á hverjum tíma fyrir sig. Konurnar eru oftast búnar að brjóta allar brýr að baki sér. Jafnvel í Kabúl getur kona ekki farið úr athvarfi, leigt sér íbúð og farið að vinna. Konur búa ekki einar." Ingibjörg segir vanta áfangaheimili þar sem konurnar geti búið saman að dvöl í kvennaathvarfinu lokinni, en þá komi upp annað vandamál. „Það kemur iðulega upp sú mýta að þar sem konur búi saman, þar sé vændishús. Sú umræða sprettur upp reglulega og því þarf að fela athvörfin vel," segir Ingibjörg Sólrún. „Konur koma í athvörfin í alls konar ástandi. Þær leita mjög sjaldan til lögreglu eða heilbrigðisstofnana." Lög um afnám á ofbeldi gegn konum voru samþykkt árið 2009. Þó lagasetningin hafi vissulega verið skref í rétta átt er það engu að síður staðreynd að þeim er einungis beitt í um 16% tilfella þegar upp kemst um ofbeldi gegn konum. Þær Hrafnhildur og Halla Kristín heimsóttu eitt þessara athvarfa þar sem þær hittu fyrir unga konu sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Hún leitaði í athvarfið eftir að fyrrum unnusti hennar réðst inn á heimili foreldra hennar ásamt hópi manna. Þeir gengu í skrokk á foreldrum hennar áður en þeir börðu hana svo illa að hún handleggsbrotnaði. Þá endaði fyrrverandi unnustinn á að hella sýru yfir andlit hennar og líkama. Konan fékk enga aðstoð á sjúkrahúsi sem hún leitaði til, en komst fyrst undir læknis hendur eftir að ættingjar hennar höfðu eftir krókaleiðum komist í samband við samtökin Konur fyrir konur í Afghanistan. Farhunda Saamy, hjá samtökunum, segir sögu ungu konunnar gott dæmi um mikilvægi athvarfanna. Í kvöldfréttum okkar á morgun höldum við áfram umfjöllun okkar um konur í Afghanistan og horfum til framtíðar, þar sem forsetakostningar eru framundan í landinu, sem og samningar stjórnvalda við talíbana og brotthvarf erlendra herja frá Afghanistan. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, og var haldið upp á daginn með fjölbreyttri dagskrá víða um heim. Málefni kvenna í Afghanistan hafa reglulega verið í umræðunni, ekki síst þegar talibanar fóru með stjórn í landinu fyrir innrásina árið 2001. „Orðræðan í tengslum við innrásina var á þann veg að nauðsynlegt þótti að ráðast inn í landið, bæði vegna hryðjuverkaógnarinnar en ekki síður vegna þess hve fótum troðin réttindi kvenna voru í stjórnartíð talíbananna. Margir lögðu blessun sína yfir innrásina vegna þessa. Það er skemmst frá því að segja að árangurinn hefur ekki verið í neinu samræmi við orðræðuna," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þær Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir dvöldu um tíma í Afghanistan í fyrra og fylgdust með störfum Ingibjargar Sólrúnar, sem þá var búsett í Kabúl og starfaði fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Ingibjörg Sólrún er því vel kunnug málefnum kvenna í landinu. „Þó ýmislegt hafi áunnist er heilmikið eftir. Það má eiginlega segja að heilt yfir sé staða kvenna í Afghanistan skelfileg." Máli sínu til stuðnings segir Ingibjörg að 88% kvenna yfir 15 ára eru ólæsar og óskrifandi í landinu, 87% kvenna hafa upplifað ofbeldi í einhverri mynd og 60% kvenna eru í þvinguðum hjúskap. Meðal starfa Ingibjargar Sólrúnar var að reka kvennaathvörf á vegum UN Women. „Þetta eru um 12 athvörf og þar dvelja um 600 konur á hverjum tíma fyrir sig. Konurnar eru oftast búnar að brjóta allar brýr að baki sér. Jafnvel í Kabúl getur kona ekki farið úr athvarfi, leigt sér íbúð og farið að vinna. Konur búa ekki einar." Ingibjörg segir vanta áfangaheimili þar sem konurnar geti búið saman að dvöl í kvennaathvarfinu lokinni, en þá komi upp annað vandamál. „Það kemur iðulega upp sú mýta að þar sem konur búi saman, þar sé vændishús. Sú umræða sprettur upp reglulega og því þarf að fela athvörfin vel," segir Ingibjörg Sólrún. „Konur koma í athvörfin í alls konar ástandi. Þær leita mjög sjaldan til lögreglu eða heilbrigðisstofnana." Lög um afnám á ofbeldi gegn konum voru samþykkt árið 2009. Þó lagasetningin hafi vissulega verið skref í rétta átt er það engu að síður staðreynd að þeim er einungis beitt í um 16% tilfella þegar upp kemst um ofbeldi gegn konum. Þær Hrafnhildur og Halla Kristín heimsóttu eitt þessara athvarfa þar sem þær hittu fyrir unga konu sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Hún leitaði í athvarfið eftir að fyrrum unnusti hennar réðst inn á heimili foreldra hennar ásamt hópi manna. Þeir gengu í skrokk á foreldrum hennar áður en þeir börðu hana svo illa að hún handleggsbrotnaði. Þá endaði fyrrverandi unnustinn á að hella sýru yfir andlit hennar og líkama. Konan fékk enga aðstoð á sjúkrahúsi sem hún leitaði til, en komst fyrst undir læknis hendur eftir að ættingjar hennar höfðu eftir krókaleiðum komist í samband við samtökin Konur fyrir konur í Afghanistan. Farhunda Saamy, hjá samtökunum, segir sögu ungu konunnar gott dæmi um mikilvægi athvarfanna. Í kvöldfréttum okkar á morgun höldum við áfram umfjöllun okkar um konur í Afghanistan og horfum til framtíðar, þar sem forsetakostningar eru framundan í landinu, sem og samningar stjórnvalda við talíbana og brotthvarf erlendra herja frá Afghanistan.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira