Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Heimir Már Pétursson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2014 13:08 vísir/gva Fjármálaráðherra segir að lögbannsbeiðni vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku á geysissvæðinu verði lögð fram. Talsmaður Geyisfélagsins segir seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum sem vitað hafi af gjaldttökunni í 18 mánuði, en gjaldtakan á að hefjast á mánudag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur mælt með upptöku náttúrupassa sem gildi fyrir alla helstu ferðamannastaði landsins en ekki hefur verið eining um það mál og hefur Geysisfélagið, félag landeigenda á svæðinu, lagst gegn hugmyndinni. Félagið segir nauðsynlegt að byggja upp á svæðinu fyrir um 500 milljónir króna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ágreining ríkja um gjaldtökuheimild á þessu svæði þar sem eignarhaldið sé tvískipt milli ríkisins og landeigenda. Þess vegna verði lögbannsbeiðni lögð fram eftir helgi, en Geysismenn ætla að hefja gjaldtökuna næst komandi mánudag. „Og ríkið getur ekki annað heldur en látið reyna á rétt sinn. Í lögbannsmálinu er verið að fara fram á að gjaldtökuáformin verði stöðvuð. Meðal annars þar sem þau samræmist ekki réttarstöðunni sem sem ríkið telur að sé á svæðinu,“ segir fjármálaráðherra. Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins segir að landeigendur muni láta lögmenn sína skoða rétt þeirra í málinu. „Ef þeir hafa ekki önnur svör til að tala við okkur þá verðum við bara að lúta því. En hins vegar bíð ég enn eftir fundi með fjármálaráðherra og vonandi náum við nú að ræða saman í komandi viku,“ segir Garðar. Fjármálaráðherra segir blandaða eignarhaldið flækja stöðuna á geysissvæðinu. „Og þá verður mögulega í framhaldinu, ef það gengur til dómstóla og fæst dómur, skorið úr um það hvort gjaldtökuheimildir eru yfirhöfuð til staðar eins og atvik málsins eru þarna,“ segir Bjarni. Talsmaður Geysisfélagsins minnir á að tilkynnt hafi verið um þessi áform með löngum fyrirvara. „Það er dálítið seint í rassinn gripið þegar menn ætla endilega að grípa til svona aðgerða rétt þegar þessi áform okkar eiga að verða að veruleika. Manni finnst að það hefði verið hægt að ræða við okkur um þetta síðast liðið eitt og hálft ár. Við höfum reynt af fullum og fúsum vilja að fá þennan minnihluta meðeiganda okkar að einhverju samtali. En það hefur því miður ekki náðst,“ segir Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að lögbannsbeiðni vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku á geysissvæðinu verði lögð fram. Talsmaður Geyisfélagsins segir seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum sem vitað hafi af gjaldttökunni í 18 mánuði, en gjaldtakan á að hefjast á mánudag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur mælt með upptöku náttúrupassa sem gildi fyrir alla helstu ferðamannastaði landsins en ekki hefur verið eining um það mál og hefur Geysisfélagið, félag landeigenda á svæðinu, lagst gegn hugmyndinni. Félagið segir nauðsynlegt að byggja upp á svæðinu fyrir um 500 milljónir króna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ágreining ríkja um gjaldtökuheimild á þessu svæði þar sem eignarhaldið sé tvískipt milli ríkisins og landeigenda. Þess vegna verði lögbannsbeiðni lögð fram eftir helgi, en Geysismenn ætla að hefja gjaldtökuna næst komandi mánudag. „Og ríkið getur ekki annað heldur en látið reyna á rétt sinn. Í lögbannsmálinu er verið að fara fram á að gjaldtökuáformin verði stöðvuð. Meðal annars þar sem þau samræmist ekki réttarstöðunni sem sem ríkið telur að sé á svæðinu,“ segir fjármálaráðherra. Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins segir að landeigendur muni láta lögmenn sína skoða rétt þeirra í málinu. „Ef þeir hafa ekki önnur svör til að tala við okkur þá verðum við bara að lúta því. En hins vegar bíð ég enn eftir fundi með fjármálaráðherra og vonandi náum við nú að ræða saman í komandi viku,“ segir Garðar. Fjármálaráðherra segir blandaða eignarhaldið flækja stöðuna á geysissvæðinu. „Og þá verður mögulega í framhaldinu, ef það gengur til dómstóla og fæst dómur, skorið úr um það hvort gjaldtökuheimildir eru yfirhöfuð til staðar eins og atvik málsins eru þarna,“ segir Bjarni. Talsmaður Geysisfélagsins minnir á að tilkynnt hafi verið um þessi áform með löngum fyrirvara. „Það er dálítið seint í rassinn gripið þegar menn ætla endilega að grípa til svona aðgerða rétt þegar þessi áform okkar eiga að verða að veruleika. Manni finnst að það hefði verið hægt að ræða við okkur um þetta síðast liðið eitt og hálft ár. Við höfum reynt af fullum og fúsum vilja að fá þennan minnihluta meðeiganda okkar að einhverju samtali. En það hefur því miður ekki náðst,“ segir Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira