Pólítíkin: Raunhæft að bjóða upp á gjaldfrjálsa leikskóla Höskuldur Kári Schram skrifar 8. mars 2014 09:30 Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir raunhæft að forgangsraða í borginni í þágu barnafjölskyldna og bjóða upp á gjaldfrjálsa leikskóla. Hún segir að þétting byggðar sé ein af forsendum þess að hægt sé að gera borgina umhverfisvænni. „Við getum gert borgina umhverfisvænni með ýmsum hætti. Fyrst og fremst með skynsamlegri þéttingu byggðar. Með því að þétta borgina í stað þess að dreifa úr henni er hægt að tryggja að fólk sé ekki alltaf á þessum endalausum ferðalögum á einkabílnum heldur bjóða fólki upp á að ferðast með öðrum hætti. Það er auðveldara að skipuleggja almenningssamgöngur, auðveldara að skipuleggja hjólastíga ef við erum með aðeins þéttari borg. Auk þess sem nærþjónustan verður betri. Það eru fleiri verslanir í þéttum hverfum heldur en strjálbýlum. Þetta þýðir að við öxlum ábyrgð á umhverfisvandanum, loftlagsbreytingum, súrnun sjávar og útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Það skiptir líka máli að við séum ekki að byggja stórkarlaleg umferðarmannvirki heldur reynum að stuðla að umhverfisvænni samgönguháttum. Svo verðum við að vera ábyrgari í nýtingu auðlinda. Framganga Orkuveitu Reykjavíkur gagnvart auðlindinni á Hellisheiði hefur ekki verið okkur til sóma. Ef við höldum áfram að nýta háhitasvæði á Hengilsvæðinu með sama hætti og við höfum verið að gera þá munum við þurrausa svæðið á næstu áratugum. Við verðum að draga úr framleiðslunni. Að minnsta kosti staldra við og velta fyrir okkur hvað við erum að gera áður en við förum inn á ný svæði,“ segir Sóley.Vill gjaldfrjálsa þjónustu við börn Sóley segir raunhæft að bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu við börn í Reykjavík eftir nokkur ár. „Það er ekki raunhæft að bjóða upp á það strax í júní en það hefur alltaf verið stefna Vinstri grænna að tryggja að útsvarið nýtist í grunnþjónustuna. Það er okkar mat að við getum innleitt áætlun um að gera þjónustu við börn gjaldfrjálsa á næstu árum. Það er mjög mikilvægt að við forgangsröðum í þágu barna. Þetta snýst um það að létta barnafjölskyldum lífið. Venjuleg fjölskylda í dag með tvö börn, annað í leikskóla og hitt í grunnskóla, er að borga upp undir 60 þúsund krónur á mánuði óháð tekjum til viðbótar við útsvarið. Þessa peninga er hægt að nýta í ýmislegt annað ef við myndum forgangsraða fjármunum borgarinnar með öðrum hætti. Þetta er ekki þjónusta sem fólk er að velja. Þetta er þjónusta sem við teljum að eigi að vera sjálfsögð. Öll börn eiga rétt á leikskólaplássi, skólamáltíð og að komast á frístundaheimili. Ef okkur er alvara með það þá eigum við sjálfsögðu ekki að mismuna fólki eftir efnahag og gera það að verkum að einhverjir þurfi að velja sig frá því,“ segir Sóley. Hún segir að þetta muni kosta borgina um þrjá milljarða sem séu um 3,5 prósent af tekjum borgarinnar. „Við höfum hagrætt um annað eins á undanförnum árum. Að sjálfsögðu þurfum við að skera niður annars staðar á móti. Við verðum að búa til áætlun um þetta. Þetta gerist ekki strax. Ég er ekki með Framsóknarloforð en þetta er eitthvað sem við getum gert til langs tíma,“ segir Sóley.Nauðsynlegt að fjölga leiguíbúðum Leiguverð á fasteignamarkaði í Reykjavík hefur margfaldast á undanförnum árum. Sóley segir að stærsta verkefnið á næsta kjörtímabili verði að fjölga leiguíbúðum í Reykjavík, um það séu allir flokkar sammála. „Þetta þarf að gerast með ýmsum hætti. Það skiptir máli að fara í uppbyggingu á fjölbreyttum íbúðum, sérstaklega smærri íbúðum. Við höfum öll tekið þátt í mótun húsnæðisstefnu borgarinnar og aðgerðum í kjölfarið þar sem verið er að reyna að búa til blönduð fjölbýlishús og fleira sem við erum öll sammála um að þurfi að gera. Eitt af því sem við höfum gagnrýnt og hefðum viljað gera meira af er að kaupa eða byggja fleiri félagsbústaði. Það er langur biðlisti eftir félagslegu húsnæði hjá borginni og meirihlutinn hefur ekki verið að standa sig sem skyldi,“ segir Sóley. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir raunhæft að forgangsraða í borginni í þágu barnafjölskyldna og bjóða upp á gjaldfrjálsa leikskóla. Hún segir að þétting byggðar sé ein af forsendum þess að hægt sé að gera borgina umhverfisvænni. „Við getum gert borgina umhverfisvænni með ýmsum hætti. Fyrst og fremst með skynsamlegri þéttingu byggðar. Með því að þétta borgina í stað þess að dreifa úr henni er hægt að tryggja að fólk sé ekki alltaf á þessum endalausum ferðalögum á einkabílnum heldur bjóða fólki upp á að ferðast með öðrum hætti. Það er auðveldara að skipuleggja almenningssamgöngur, auðveldara að skipuleggja hjólastíga ef við erum með aðeins þéttari borg. Auk þess sem nærþjónustan verður betri. Það eru fleiri verslanir í þéttum hverfum heldur en strjálbýlum. Þetta þýðir að við öxlum ábyrgð á umhverfisvandanum, loftlagsbreytingum, súrnun sjávar og útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Það skiptir líka máli að við séum ekki að byggja stórkarlaleg umferðarmannvirki heldur reynum að stuðla að umhverfisvænni samgönguháttum. Svo verðum við að vera ábyrgari í nýtingu auðlinda. Framganga Orkuveitu Reykjavíkur gagnvart auðlindinni á Hellisheiði hefur ekki verið okkur til sóma. Ef við höldum áfram að nýta háhitasvæði á Hengilsvæðinu með sama hætti og við höfum verið að gera þá munum við þurrausa svæðið á næstu áratugum. Við verðum að draga úr framleiðslunni. Að minnsta kosti staldra við og velta fyrir okkur hvað við erum að gera áður en við förum inn á ný svæði,“ segir Sóley.Vill gjaldfrjálsa þjónustu við börn Sóley segir raunhæft að bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu við börn í Reykjavík eftir nokkur ár. „Það er ekki raunhæft að bjóða upp á það strax í júní en það hefur alltaf verið stefna Vinstri grænna að tryggja að útsvarið nýtist í grunnþjónustuna. Það er okkar mat að við getum innleitt áætlun um að gera þjónustu við börn gjaldfrjálsa á næstu árum. Það er mjög mikilvægt að við forgangsröðum í þágu barna. Þetta snýst um það að létta barnafjölskyldum lífið. Venjuleg fjölskylda í dag með tvö börn, annað í leikskóla og hitt í grunnskóla, er að borga upp undir 60 þúsund krónur á mánuði óháð tekjum til viðbótar við útsvarið. Þessa peninga er hægt að nýta í ýmislegt annað ef við myndum forgangsraða fjármunum borgarinnar með öðrum hætti. Þetta er ekki þjónusta sem fólk er að velja. Þetta er þjónusta sem við teljum að eigi að vera sjálfsögð. Öll börn eiga rétt á leikskólaplássi, skólamáltíð og að komast á frístundaheimili. Ef okkur er alvara með það þá eigum við sjálfsögðu ekki að mismuna fólki eftir efnahag og gera það að verkum að einhverjir þurfi að velja sig frá því,“ segir Sóley. Hún segir að þetta muni kosta borgina um þrjá milljarða sem séu um 3,5 prósent af tekjum borgarinnar. „Við höfum hagrætt um annað eins á undanförnum árum. Að sjálfsögðu þurfum við að skera niður annars staðar á móti. Við verðum að búa til áætlun um þetta. Þetta gerist ekki strax. Ég er ekki með Framsóknarloforð en þetta er eitthvað sem við getum gert til langs tíma,“ segir Sóley.Nauðsynlegt að fjölga leiguíbúðum Leiguverð á fasteignamarkaði í Reykjavík hefur margfaldast á undanförnum árum. Sóley segir að stærsta verkefnið á næsta kjörtímabili verði að fjölga leiguíbúðum í Reykjavík, um það séu allir flokkar sammála. „Þetta þarf að gerast með ýmsum hætti. Það skiptir máli að fara í uppbyggingu á fjölbreyttum íbúðum, sérstaklega smærri íbúðum. Við höfum öll tekið þátt í mótun húsnæðisstefnu borgarinnar og aðgerðum í kjölfarið þar sem verið er að reyna að búa til blönduð fjölbýlishús og fleira sem við erum öll sammála um að þurfi að gera. Eitt af því sem við höfum gagnrýnt og hefðum viljað gera meira af er að kaupa eða byggja fleiri félagsbústaði. Það er langur biðlisti eftir félagslegu húsnæði hjá borginni og meirihlutinn hefur ekki verið að standa sig sem skyldi,“ segir Sóley.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira