Halda áfram að menga þótt undanþága fáist ekki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2014 07:00 Styrkur brennisteinsvetnis hefur mælst yfir mörkum við Walforfskólann í Lækjarbotnum. Bæjarráð Kópavogs skorar á Orkuveituna að bregðast sem fyrst við. Fréttablaðið/GVA „Okkur er það ekki alveg ljóst,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, aðspurð hvaða afleiðingar það hafi fyrir OR ef undanþága vegna styrks brennisteinsvetnis í andrúmslofti fæst ekki frá umhverfisráðuneytinu. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis leggst gegn því að Orkuveitan fái undanþágu frá hertum reglum um styrk brennisteinsvetnisins. „Sérhver ákvörðun um að draga úr kröfum um hámarksstyrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti þarf að byggja á sterkum grunni, þar sem hafa þarf í huga afar rík varúðarsjónarmið varðandi heilsu íbúa nærliggjandi byggða. Heilbrigðisnefnd er ekki kunnugt um rannsóknir sem gefa tilefni til breytinga á reglugerðinni,“ segir heilbrigðisnefndin. Sérstök athygli er vakin á brennisteinsmengun við Waldorfskóla í Lækjarbotnum þar sem styrkurinn hefur mælst yfir leyfilegum mörkum. „Mótvægisaðgerðir vegna skólahalds í Lækjarbotnum hafa ekki verið kynntar heilbrigðisnefnd og eru því enn frekari rök er mæla með að undanþágunni verði hafnað,“ segir heilbrigðisnefndin. Bæjarráð Kópavogs tekur undir að ekki eigi að veita undanþáguna og skorar á Orkuveituna að bregðast sem fyrst við með mótvægisaðgerðum vegna mengunar í Lækjarbotnum.Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Bíða viðbragða yfirvalda „Það veltur vitaskuld á því hvort styrkurinn mun fara yfir hin lækkuðu reglugerðarmörk, sem vissulega eru líkur á að gerist, og þá hvernig yfirvöld bregðast við,“ segir Hólmfríður áfram um afleiðingar þess að undanþágan fáist ekki. Þá segir Hólmfríður Orkuveituna vinna eftir verkefnisáætlun um mótvægisaðgerðir sem kynnt hafi verið fyrir um ári. „Á næstu vikum verður tekin í notkun gasskiljustöð við Hellisheiðarvirkjun og tilraunir hefjast á niðurdælingu á brennisteinsvetni frá einum hverfli virkjunarinnar,“ útskýrir Hólmfríður sem kveður þar um að ræða 15 prósent af brennisteinsvetninu. „Að hreinsa útblásturinn og dæla brennisteinsvetninu aftur niður í jarðlögin er hagkvæmasta og langumhverfisvænsta lausnin sem skoðuð hefur verið. Við bindum miklar vonir við hana en við viljum fá reynslu á rekstur þessarar stöðvar áður en ráðist verður í stækkun,“ segir umhverfisstjórinn. Samhliða séu ýmsar aðrar lausnir skoðaðar, meðal annars að nýta brennisteinsvetnið til iðnaðar og að brenna það. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Okkur er það ekki alveg ljóst,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, aðspurð hvaða afleiðingar það hafi fyrir OR ef undanþága vegna styrks brennisteinsvetnis í andrúmslofti fæst ekki frá umhverfisráðuneytinu. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis leggst gegn því að Orkuveitan fái undanþágu frá hertum reglum um styrk brennisteinsvetnisins. „Sérhver ákvörðun um að draga úr kröfum um hámarksstyrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti þarf að byggja á sterkum grunni, þar sem hafa þarf í huga afar rík varúðarsjónarmið varðandi heilsu íbúa nærliggjandi byggða. Heilbrigðisnefnd er ekki kunnugt um rannsóknir sem gefa tilefni til breytinga á reglugerðinni,“ segir heilbrigðisnefndin. Sérstök athygli er vakin á brennisteinsmengun við Waldorfskóla í Lækjarbotnum þar sem styrkurinn hefur mælst yfir leyfilegum mörkum. „Mótvægisaðgerðir vegna skólahalds í Lækjarbotnum hafa ekki verið kynntar heilbrigðisnefnd og eru því enn frekari rök er mæla með að undanþágunni verði hafnað,“ segir heilbrigðisnefndin. Bæjarráð Kópavogs tekur undir að ekki eigi að veita undanþáguna og skorar á Orkuveituna að bregðast sem fyrst við með mótvægisaðgerðum vegna mengunar í Lækjarbotnum.Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Bíða viðbragða yfirvalda „Það veltur vitaskuld á því hvort styrkurinn mun fara yfir hin lækkuðu reglugerðarmörk, sem vissulega eru líkur á að gerist, og þá hvernig yfirvöld bregðast við,“ segir Hólmfríður áfram um afleiðingar þess að undanþágan fáist ekki. Þá segir Hólmfríður Orkuveituna vinna eftir verkefnisáætlun um mótvægisaðgerðir sem kynnt hafi verið fyrir um ári. „Á næstu vikum verður tekin í notkun gasskiljustöð við Hellisheiðarvirkjun og tilraunir hefjast á niðurdælingu á brennisteinsvetni frá einum hverfli virkjunarinnar,“ útskýrir Hólmfríður sem kveður þar um að ræða 15 prósent af brennisteinsvetninu. „Að hreinsa útblásturinn og dæla brennisteinsvetninu aftur niður í jarðlögin er hagkvæmasta og langumhverfisvænsta lausnin sem skoðuð hefur verið. Við bindum miklar vonir við hana en við viljum fá reynslu á rekstur þessarar stöðvar áður en ráðist verður í stækkun,“ segir umhverfisstjórinn. Samhliða séu ýmsar aðrar lausnir skoðaðar, meðal annars að nýta brennisteinsvetnið til iðnaðar og að brenna það.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira