Halda áfram að menga þótt undanþága fáist ekki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2014 07:00 Styrkur brennisteinsvetnis hefur mælst yfir mörkum við Walforfskólann í Lækjarbotnum. Bæjarráð Kópavogs skorar á Orkuveituna að bregðast sem fyrst við. Fréttablaðið/GVA „Okkur er það ekki alveg ljóst,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, aðspurð hvaða afleiðingar það hafi fyrir OR ef undanþága vegna styrks brennisteinsvetnis í andrúmslofti fæst ekki frá umhverfisráðuneytinu. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis leggst gegn því að Orkuveitan fái undanþágu frá hertum reglum um styrk brennisteinsvetnisins. „Sérhver ákvörðun um að draga úr kröfum um hámarksstyrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti þarf að byggja á sterkum grunni, þar sem hafa þarf í huga afar rík varúðarsjónarmið varðandi heilsu íbúa nærliggjandi byggða. Heilbrigðisnefnd er ekki kunnugt um rannsóknir sem gefa tilefni til breytinga á reglugerðinni,“ segir heilbrigðisnefndin. Sérstök athygli er vakin á brennisteinsmengun við Waldorfskóla í Lækjarbotnum þar sem styrkurinn hefur mælst yfir leyfilegum mörkum. „Mótvægisaðgerðir vegna skólahalds í Lækjarbotnum hafa ekki verið kynntar heilbrigðisnefnd og eru því enn frekari rök er mæla með að undanþágunni verði hafnað,“ segir heilbrigðisnefndin. Bæjarráð Kópavogs tekur undir að ekki eigi að veita undanþáguna og skorar á Orkuveituna að bregðast sem fyrst við með mótvægisaðgerðum vegna mengunar í Lækjarbotnum.Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Bíða viðbragða yfirvalda „Það veltur vitaskuld á því hvort styrkurinn mun fara yfir hin lækkuðu reglugerðarmörk, sem vissulega eru líkur á að gerist, og þá hvernig yfirvöld bregðast við,“ segir Hólmfríður áfram um afleiðingar þess að undanþágan fáist ekki. Þá segir Hólmfríður Orkuveituna vinna eftir verkefnisáætlun um mótvægisaðgerðir sem kynnt hafi verið fyrir um ári. „Á næstu vikum verður tekin í notkun gasskiljustöð við Hellisheiðarvirkjun og tilraunir hefjast á niðurdælingu á brennisteinsvetni frá einum hverfli virkjunarinnar,“ útskýrir Hólmfríður sem kveður þar um að ræða 15 prósent af brennisteinsvetninu. „Að hreinsa útblásturinn og dæla brennisteinsvetninu aftur niður í jarðlögin er hagkvæmasta og langumhverfisvænsta lausnin sem skoðuð hefur verið. Við bindum miklar vonir við hana en við viljum fá reynslu á rekstur þessarar stöðvar áður en ráðist verður í stækkun,“ segir umhverfisstjórinn. Samhliða séu ýmsar aðrar lausnir skoðaðar, meðal annars að nýta brennisteinsvetnið til iðnaðar og að brenna það. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Okkur er það ekki alveg ljóst,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, aðspurð hvaða afleiðingar það hafi fyrir OR ef undanþága vegna styrks brennisteinsvetnis í andrúmslofti fæst ekki frá umhverfisráðuneytinu. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis leggst gegn því að Orkuveitan fái undanþágu frá hertum reglum um styrk brennisteinsvetnisins. „Sérhver ákvörðun um að draga úr kröfum um hámarksstyrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti þarf að byggja á sterkum grunni, þar sem hafa þarf í huga afar rík varúðarsjónarmið varðandi heilsu íbúa nærliggjandi byggða. Heilbrigðisnefnd er ekki kunnugt um rannsóknir sem gefa tilefni til breytinga á reglugerðinni,“ segir heilbrigðisnefndin. Sérstök athygli er vakin á brennisteinsmengun við Waldorfskóla í Lækjarbotnum þar sem styrkurinn hefur mælst yfir leyfilegum mörkum. „Mótvægisaðgerðir vegna skólahalds í Lækjarbotnum hafa ekki verið kynntar heilbrigðisnefnd og eru því enn frekari rök er mæla með að undanþágunni verði hafnað,“ segir heilbrigðisnefndin. Bæjarráð Kópavogs tekur undir að ekki eigi að veita undanþáguna og skorar á Orkuveituna að bregðast sem fyrst við með mótvægisaðgerðum vegna mengunar í Lækjarbotnum.Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.Bíða viðbragða yfirvalda „Það veltur vitaskuld á því hvort styrkurinn mun fara yfir hin lækkuðu reglugerðarmörk, sem vissulega eru líkur á að gerist, og þá hvernig yfirvöld bregðast við,“ segir Hólmfríður áfram um afleiðingar þess að undanþágan fáist ekki. Þá segir Hólmfríður Orkuveituna vinna eftir verkefnisáætlun um mótvægisaðgerðir sem kynnt hafi verið fyrir um ári. „Á næstu vikum verður tekin í notkun gasskiljustöð við Hellisheiðarvirkjun og tilraunir hefjast á niðurdælingu á brennisteinsvetni frá einum hverfli virkjunarinnar,“ útskýrir Hólmfríður sem kveður þar um að ræða 15 prósent af brennisteinsvetninu. „Að hreinsa útblásturinn og dæla brennisteinsvetninu aftur niður í jarðlögin er hagkvæmasta og langumhverfisvænsta lausnin sem skoðuð hefur verið. Við bindum miklar vonir við hana en við viljum fá reynslu á rekstur þessarar stöðvar áður en ráðist verður í stækkun,“ segir umhverfisstjórinn. Samhliða séu ýmsar aðrar lausnir skoðaðar, meðal annars að nýta brennisteinsvetnið til iðnaðar og að brenna það.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira