Myndband af ferðalagi á vörubíl í óveðrinu í morgun Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. desember 2014 16:14 Hér má sjá skjáskot úr myndbandi Halldórs. „Manni finnst ekkert sniðugt að vera á 35 tonna tæki þegar hviðan grípur mann og hálka er á vegum,“ segir Halldór Sigurðsson vörubílstjóri. Halldór birti myndband á Youtube-síðu sinni sem hann tók úr vörubíl sínum í morgun þegar hann hugðist aka frá Reykjavík og austur í Bolöldu. „Það var alveg blint á milli, maður sá bara hvítt. Þegar svo er sér maður hvorki veginn né annað,“ segir Halldór um færið í morgun. Hann segir ekkert ferðaveður hafa verið og ákvað að snúa við. „Það þykjast margir bílstjórar vera rosalega brattir í svona veðri. En í raun er maður hræddur. Ef maður væri á fólksbíl væri þetta annað mál, en þegar maður er á svona stórum bíl er þetta ekkert grín. Maður verður hræddur þegar bíllinn fer að skauta. Hjartað erður voðalega lítið. En maður getur huggað sig við það að vita að maður hefur rosalega góða sögu á næsta fylleríi,“ útskýrir Halldór hlæjandi. Hann hvetur bílstjóra til þess að hlusta á viðvaranir. „Þessir veðurfræðingar geta haft rétt fyrir sér, þó þeir séu opinberir starfsmenn. En sumir telja sig vita vetur og þess vegna er búið að setja upp hlið við Litlu kaffistofuna, svo fólk fari ekki þarna, þrátt fyrir að búið sé að loka veginum." Halldór segir í morgun hafi ekkert annað verið í stöðunni en að snúa við. „Ég fann stað til að snúa við þarna í grennd við Skíðaskálann og hélt heim á leið.“ Halldór hefur áður birt myndbönd af viðburðaríkum bílferðum þar sem veðrið hefur verið slæmt. Hér að neðan má sjá myndaband sem hann tók fyrir tveimur vikum síðan. Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Manni finnst ekkert sniðugt að vera á 35 tonna tæki þegar hviðan grípur mann og hálka er á vegum,“ segir Halldór Sigurðsson vörubílstjóri. Halldór birti myndband á Youtube-síðu sinni sem hann tók úr vörubíl sínum í morgun þegar hann hugðist aka frá Reykjavík og austur í Bolöldu. „Það var alveg blint á milli, maður sá bara hvítt. Þegar svo er sér maður hvorki veginn né annað,“ segir Halldór um færið í morgun. Hann segir ekkert ferðaveður hafa verið og ákvað að snúa við. „Það þykjast margir bílstjórar vera rosalega brattir í svona veðri. En í raun er maður hræddur. Ef maður væri á fólksbíl væri þetta annað mál, en þegar maður er á svona stórum bíl er þetta ekkert grín. Maður verður hræddur þegar bíllinn fer að skauta. Hjartað erður voðalega lítið. En maður getur huggað sig við það að vita að maður hefur rosalega góða sögu á næsta fylleríi,“ útskýrir Halldór hlæjandi. Hann hvetur bílstjóra til þess að hlusta á viðvaranir. „Þessir veðurfræðingar geta haft rétt fyrir sér, þó þeir séu opinberir starfsmenn. En sumir telja sig vita vetur og þess vegna er búið að setja upp hlið við Litlu kaffistofuna, svo fólk fari ekki þarna, þrátt fyrir að búið sé að loka veginum." Halldór segir í morgun hafi ekkert annað verið í stöðunni en að snúa við. „Ég fann stað til að snúa við þarna í grennd við Skíðaskálann og hélt heim á leið.“ Halldór hefur áður birt myndbönd af viðburðaríkum bílferðum þar sem veðrið hefur verið slæmt. Hér að neðan má sjá myndaband sem hann tók fyrir tveimur vikum síðan.
Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira