Myndband af ferðalagi á vörubíl í óveðrinu í morgun Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. desember 2014 16:14 Hér má sjá skjáskot úr myndbandi Halldórs. „Manni finnst ekkert sniðugt að vera á 35 tonna tæki þegar hviðan grípur mann og hálka er á vegum,“ segir Halldór Sigurðsson vörubílstjóri. Halldór birti myndband á Youtube-síðu sinni sem hann tók úr vörubíl sínum í morgun þegar hann hugðist aka frá Reykjavík og austur í Bolöldu. „Það var alveg blint á milli, maður sá bara hvítt. Þegar svo er sér maður hvorki veginn né annað,“ segir Halldór um færið í morgun. Hann segir ekkert ferðaveður hafa verið og ákvað að snúa við. „Það þykjast margir bílstjórar vera rosalega brattir í svona veðri. En í raun er maður hræddur. Ef maður væri á fólksbíl væri þetta annað mál, en þegar maður er á svona stórum bíl er þetta ekkert grín. Maður verður hræddur þegar bíllinn fer að skauta. Hjartað erður voðalega lítið. En maður getur huggað sig við það að vita að maður hefur rosalega góða sögu á næsta fylleríi,“ útskýrir Halldór hlæjandi. Hann hvetur bílstjóra til þess að hlusta á viðvaranir. „Þessir veðurfræðingar geta haft rétt fyrir sér, þó þeir séu opinberir starfsmenn. En sumir telja sig vita vetur og þess vegna er búið að setja upp hlið við Litlu kaffistofuna, svo fólk fari ekki þarna, þrátt fyrir að búið sé að loka veginum." Halldór segir í morgun hafi ekkert annað verið í stöðunni en að snúa við. „Ég fann stað til að snúa við þarna í grennd við Skíðaskálann og hélt heim á leið.“ Halldór hefur áður birt myndbönd af viðburðaríkum bílferðum þar sem veðrið hefur verið slæmt. Hér að neðan má sjá myndaband sem hann tók fyrir tveimur vikum síðan. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
„Manni finnst ekkert sniðugt að vera á 35 tonna tæki þegar hviðan grípur mann og hálka er á vegum,“ segir Halldór Sigurðsson vörubílstjóri. Halldór birti myndband á Youtube-síðu sinni sem hann tók úr vörubíl sínum í morgun þegar hann hugðist aka frá Reykjavík og austur í Bolöldu. „Það var alveg blint á milli, maður sá bara hvítt. Þegar svo er sér maður hvorki veginn né annað,“ segir Halldór um færið í morgun. Hann segir ekkert ferðaveður hafa verið og ákvað að snúa við. „Það þykjast margir bílstjórar vera rosalega brattir í svona veðri. En í raun er maður hræddur. Ef maður væri á fólksbíl væri þetta annað mál, en þegar maður er á svona stórum bíl er þetta ekkert grín. Maður verður hræddur þegar bíllinn fer að skauta. Hjartað erður voðalega lítið. En maður getur huggað sig við það að vita að maður hefur rosalega góða sögu á næsta fylleríi,“ útskýrir Halldór hlæjandi. Hann hvetur bílstjóra til þess að hlusta á viðvaranir. „Þessir veðurfræðingar geta haft rétt fyrir sér, þó þeir séu opinberir starfsmenn. En sumir telja sig vita vetur og þess vegna er búið að setja upp hlið við Litlu kaffistofuna, svo fólk fari ekki þarna, þrátt fyrir að búið sé að loka veginum." Halldór segir í morgun hafi ekkert annað verið í stöðunni en að snúa við. „Ég fann stað til að snúa við þarna í grennd við Skíðaskálann og hélt heim á leið.“ Halldór hefur áður birt myndbönd af viðburðaríkum bílferðum þar sem veðrið hefur verið slæmt. Hér að neðan má sjá myndaband sem hann tók fyrir tveimur vikum síðan.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira