Erlent

Það vinsælasta hjá Google árið 2014

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikkonan Jennifer Lawrence var vinsæl hjá notendum Google í ár.
Leikkonan Jennifer Lawrence var vinsæl hjá notendum Google í ár.
Tæknirisinn Google hefur nú tekið saman tölfræðiupplýsingar úr leitarvélum sínum fyrir árið sem er að líða. Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um forvitni jarðarbúa og má sjá að gífurlega margir leituðu svara við spurningunum af hverju hundar éta gras og hvernig eigi að klæðast trefli.

Leikkonan Jennifer Lawrence var vinsæl hjá notendum Google í ár og Renee Zellweger einnig. Leikarinn Jared Leto var sömuleiðis vinsæll sem og Matthew McConaughey. Fjölmargir leituðu að upplýsingum um leikarann Robin Williams, sem að lést á árinu.

Það ætti einnig ekki að koma á óvart að teiknimyndin Frozen hafi verið gífurlega vinsæl á Google.

Þegar kemur að spurningum um útlit var spurningin: Hvernig er hægt að losna við bólur? vinsælust. Þar á eftir kom: Hvernig er hægt að losna við húðslit? Þriðja vinsælasta spurning var hins vegar hve oft á að þvo sér?

Í hálfleik í undanúrslitaleik Þýskalands og Brasilíu á HM í fótbolta í sumar leitaði gífurlegur fjöldi fólks með orðunum „highest world cup victory“ eða stærsti sigur á HM. Leikmaðurinn sem langflestir flettu upp var James Rodriguz og á eftir honum kom Luis Suárez.

Notendur Google sýndu einnig leitinni að malasísku flugvélinni MH370 mikinn áhuga. Allt í allt var leitað með MH370 rúmlega tvö hundruð milljón sinnum. Malaysia airlines var í níunda sæti yfir fjölda leita.

iPhone 6 er vinsælasti snjallsíminn á Google. Game of Thrones er vinsælasti sjónvarpsþátturinn og Destiny vinsælasti tölvuleikurinn. Frekari upplýsingar um leitir jarðarbúa á Google má sjá hér á síðu fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×