Vonskuveður er á suðvestanverðu landinu og eru nú allar aðalleiðir til og frá Reykjavík lokaðar. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur. Á Kjalarnesi frá Þingvallarafleggjara upp í göng er búið að loka og sömuleiðis er vegurinn lokaður frá Rauðavatni austur yfir Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli. Suðurstrandavegi hefur einnig verið lokaður.
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er blindbylur og ekkert ferðaveður og ekki ljóst hvenær Reykjanesbrautin verður opnuð að nýju.
Óveður undir Hafnarfjalli
Vegagerðin varað við óveðri við Hafnarfjall, stórhríð er á utanverðu Snæfellsnesi og Fróðárheiði ófær. Annars éljar um mest-allt Vesturlandi og alls staðar er snjóþekja eða hálka. Veður er einnig að versna á Vestfjörðum, stórhríð er á Klefaheiði og vegur ófær. Þæfingsfærð er á Mikladal og skafrenningur. Annars staðar er snjóþekja eða hálka og víðast hvar skafrenningur.
Það er snjóþekja og hálka á flestum vegum á Norðurlandi og víða skafrenningur eða ofankoma. Vegurinn um Dalsmynni er lokaður. Á Austur- og Suðausturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á velflestum vegum.
