Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok en þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana í lok dags þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu.
Jafnframt hafa skólar verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd með fullorðnum. Nánari upplýsingar eru á shs.is.
Foreldrar hvattir til að sækja börnin sín í skóla
Stefán Árni Pálsson skrifar
