Stærsta reiðhöll landsins opnar í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2014 21:32 Stærsta reiðhöll landsins verður tekin í notkun 1. febrúar næstkomandi á Kjóavöllum í Kópavogi en hún er um 4000 fermetrar að stærð og með áhorfendastúku fyrir 850 manns. Kostnaður við höllina er um 500 milljónir króna. Magnús Hlynur skoðaði nýju reiðhöllina í dag. Það er Hestamannafélagið á Kjóavöllum sem stendur að byggingunni en félagið samanstendur af Hestamannafélögunum Gusti í Kópavogi og Andvara, sem heitir Sprettur í dag. Jón Albert Sigurbjörnsson, Byggingastjóri JÁVERKS, sem byggir húsið var formaður Landssambands hestamanna til marga ára og þekkir því vel til hestamennskunnar. „Þetta er náttúrulega mjög stórt og vandað hús, hér eru menn að byggja gríðarlega flott hús, sem er hestamennskunni til framdráttar. Það er vandað til í öllum verkþáttum, það sést bara á öllu sem gert er hér," segir Jón Albert Sigurbjörnsson, byggingastjóri. Hvernig er að að byggja eitt stykki reiðhöll? „Það er mjög skemmtilegt, skemmtilegt fyrir mig, ég vann fyrir hestamenn lengi og kem að þessu með þessum hætti. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, þetta er krefjandi verkefni, það er gaman þegar samtök hestamanna geta byggt svona gríðarlega vel fyrir sína starfsemi," bætir Jón við.Vonast til að hægt verði að reka höllina En hverju mun nýja reiðhöllin, eða Sprettshöllin eins og hún er kölluð nýtast? „Vonandi nýtist það sem best en það er bara framtíðin sem sker úr um það," segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Spretts. „Vonandi nýtist þetta fyrir hestamennskuna sem er vaxandi hér á svæðinu. Við þurfum bara að skapa tækifæri til að nýta húsið, auðvitað getur verið ýmsilegt annað inn í því en hestamennska, sérstaklega yfir sumartímann, það verður bara framtíðin að leiða í ljós," bætir hann við. Sveinbjörn segir að vel hafi gengið að fjármaga nýju höllina. „Sjálft hestamannafélagið byggir húsið, við fengum tiltekinn pening í þetta frá Garðabæ og Kópavogsbæ, peningarnir frá Kópavogi ganga í þessa höll og frá Garðabæ til að reisa vellina. Svo voru hestamannafélögin með tiltekna fjármuni, þeir ganga allir í þetta. Auðvitað verður þetta þannig að menn þurfa að passa sig að geta rekið þetta, við teljum að það sé hægt, af því að þetta er íþróttahús þá munum við fá rekstrarstyrki frá sveitarfélögunum eins og önnur íþróttafélög. Svo þufum við bara að standa okkur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu, þá er þetta hægt," segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stærsta reiðhöll landsins verður tekin í notkun 1. febrúar næstkomandi á Kjóavöllum í Kópavogi en hún er um 4000 fermetrar að stærð og með áhorfendastúku fyrir 850 manns. Kostnaður við höllina er um 500 milljónir króna. Magnús Hlynur skoðaði nýju reiðhöllina í dag. Það er Hestamannafélagið á Kjóavöllum sem stendur að byggingunni en félagið samanstendur af Hestamannafélögunum Gusti í Kópavogi og Andvara, sem heitir Sprettur í dag. Jón Albert Sigurbjörnsson, Byggingastjóri JÁVERKS, sem byggir húsið var formaður Landssambands hestamanna til marga ára og þekkir því vel til hestamennskunnar. „Þetta er náttúrulega mjög stórt og vandað hús, hér eru menn að byggja gríðarlega flott hús, sem er hestamennskunni til framdráttar. Það er vandað til í öllum verkþáttum, það sést bara á öllu sem gert er hér," segir Jón Albert Sigurbjörnsson, byggingastjóri. Hvernig er að að byggja eitt stykki reiðhöll? „Það er mjög skemmtilegt, skemmtilegt fyrir mig, ég vann fyrir hestamenn lengi og kem að þessu með þessum hætti. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, þetta er krefjandi verkefni, það er gaman þegar samtök hestamanna geta byggt svona gríðarlega vel fyrir sína starfsemi," bætir Jón við.Vonast til að hægt verði að reka höllina En hverju mun nýja reiðhöllin, eða Sprettshöllin eins og hún er kölluð nýtast? „Vonandi nýtist það sem best en það er bara framtíðin sem sker úr um það," segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Spretts. „Vonandi nýtist þetta fyrir hestamennskuna sem er vaxandi hér á svæðinu. Við þurfum bara að skapa tækifæri til að nýta húsið, auðvitað getur verið ýmsilegt annað inn í því en hestamennska, sérstaklega yfir sumartímann, það verður bara framtíðin að leiða í ljós," bætir hann við. Sveinbjörn segir að vel hafi gengið að fjármaga nýju höllina. „Sjálft hestamannafélagið byggir húsið, við fengum tiltekinn pening í þetta frá Garðabæ og Kópavogsbæ, peningarnir frá Kópavogi ganga í þessa höll og frá Garðabæ til að reisa vellina. Svo voru hestamannafélögin með tiltekna fjármuni, þeir ganga allir í þetta. Auðvitað verður þetta þannig að menn þurfa að passa sig að geta rekið þetta, við teljum að það sé hægt, af því að þetta er íþróttahús þá munum við fá rekstrarstyrki frá sveitarfélögunum eins og önnur íþróttafélög. Svo þufum við bara að standa okkur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu, þá er þetta hægt," segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira