Innlent

Jerome miður sín vegna uppákomunnar

Jóhannes Stefánsson skrifar
Jerome bjóst ekki við að svo margir myndu leggja leið sína í Smáralindina.
Jerome bjóst ekki við að svo margir myndu leggja leið sína í Smáralindina. Andri Marinó Karlsson
Vine-stjarnan Jerome Jarre biður aðdáendur sína afsökunar vegna múgæsingsins í Smáralind. Afsökunarbeiðnin kemur fram á Twitter aðgangi Jarre.

„Ég vil biðja alla þá sem komu í Smáralind afsökunar. Fyrirgefðu :( Við bjuggumst ekki við svona mörgum. Ég vona innilega að enginn sé slasaður!! :(," segir Jarre í afsökunarbeiðni sinni.

Eins og fram kom í frétt Vísis skapaðist gríðarlegt öngþveiti í Smáralind sem leiddi til eignatjóns og meiðsla á fólki. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu og segir mikil öskur og læti hafa verið í Smáralindinni auk þess sem grátandi börn kvörtuðu undan meiðslum í þvögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×