Tómur olíuflutningabíll rann til og lokar nú veginum um Vatnaleið á Snæfellsnesi.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að vegurinn sé lokaður um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Snæfellsnesi fór flutningabíllinn þvert á veginn og situr nú fastur. Unnið er að því að losa flutningabílinn og verður Vatnaleið opnuð þegar vinnu á vettvangi er lokið.
Vatnaleið lokuð eftir að olíubíll rann þvert á veginn
Elimar Hauksson skrifar
