Hóta að breyta hvalabjórbruggstjóra í bjór Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. janúar 2014 20:00 Framleiðsla Brugghússins Steðja á nýjum Hvalabjór hefur hleypt illu blóði í hvalaverndunarsinna. Forstjóri Steðja, Dagbjartur Arilíusson, segist hafa fengið hótanir eftir að tilkynnt var um framleiðslu bjórsins. Fjallað hefur verið um hinn íslenska hvalabjór í fjölmiðlum víða um heim. Óhætt er að segja að hvalabjórinn sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiðir hafi fengið mikla fjölmiðlaathygli á síðustu dögum. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála hafa fjallað um þennan nýja bjór sem þykir vægast sagt umdeildur. Stórir fréttamiðlara líkt og The Guardian, Indepentdent og Sky hafa fjallað um málið og sömuleiðis fjölmiðlar í Bandaríkjunum.Hótað líkamlegu ofbeldi Hvalamjöl er notað í bjórinn en í mjölinu eru meðal annars dauðþurrkuð hvalabein. „Þetta hefur farið eins og eldur í sinu á netinu og við höfum orðið var við það. Ég hef fengið ýmsa pósta, bæði jákvæða og neikvæða hvaðan af úr heiminum,“ segir Dagbjartur og viðurkennir að hann hafi fengið hótanir. „Það hafa borist hótanir bæði í gær og í morgun. Ég mun ekki taka þessu hótunum alvarlega að svo stöddu. Við búum á Íslandi og erum vel sett upp í sveit. Við teljum okkur vera nokkuð einangruð.“ Dagbjartur telur sig hafa fengið allt að 15 hótanir og eru þær af misjöfnum toga. Nokkrir hafa hótað Dagbjarti líkamsmeiðingum og einn hótar að breyta bruggstjóranum í bjór. Bjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR á Þorra, frá 24. janúar til 22. febrúar.Í ósátt við okkar helstu viðskiptalönd Ekki eru allir þó eins hrifnir af nýjasta bjórnum á markaðnum. „Þetta er engan veginn til framdráttar fyrir landið okkar að kynna þessa afurð úr hvölum sem er almennt í mikilli ósátt við okkar helstu viðskiptalönd,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. „Við höfum ekki fundið fyrir öðru en að hvalveiðar og svona hvalafurðir séu ekkert að hjálpa okkur. Þessi framleiðsla mun gera Íslandi meira ógagn en gagn. Þarna er farið af stað með einhvern brandara en ég á eftir að sjá hversu margir munu drekka þennan bjór.“ Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Framleiðsla Brugghússins Steðja á nýjum Hvalabjór hefur hleypt illu blóði í hvalaverndunarsinna. Forstjóri Steðja, Dagbjartur Arilíusson, segist hafa fengið hótanir eftir að tilkynnt var um framleiðslu bjórsins. Fjallað hefur verið um hinn íslenska hvalabjór í fjölmiðlum víða um heim. Óhætt er að segja að hvalabjórinn sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiðir hafi fengið mikla fjölmiðlaathygli á síðustu dögum. Fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála hafa fjallað um þennan nýja bjór sem þykir vægast sagt umdeildur. Stórir fréttamiðlara líkt og The Guardian, Indepentdent og Sky hafa fjallað um málið og sömuleiðis fjölmiðlar í Bandaríkjunum.Hótað líkamlegu ofbeldi Hvalamjöl er notað í bjórinn en í mjölinu eru meðal annars dauðþurrkuð hvalabein. „Þetta hefur farið eins og eldur í sinu á netinu og við höfum orðið var við það. Ég hef fengið ýmsa pósta, bæði jákvæða og neikvæða hvaðan af úr heiminum,“ segir Dagbjartur og viðurkennir að hann hafi fengið hótanir. „Það hafa borist hótanir bæði í gær og í morgun. Ég mun ekki taka þessu hótunum alvarlega að svo stöddu. Við búum á Íslandi og erum vel sett upp í sveit. Við teljum okkur vera nokkuð einangruð.“ Dagbjartur telur sig hafa fengið allt að 15 hótanir og eru þær af misjöfnum toga. Nokkrir hafa hótað Dagbjarti líkamsmeiðingum og einn hótar að breyta bruggstjóranum í bjór. Bjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR á Þorra, frá 24. janúar til 22. febrúar.Í ósátt við okkar helstu viðskiptalönd Ekki eru allir þó eins hrifnir af nýjasta bjórnum á markaðnum. „Þetta er engan veginn til framdráttar fyrir landið okkar að kynna þessa afurð úr hvölum sem er almennt í mikilli ósátt við okkar helstu viðskiptalönd,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands. „Við höfum ekki fundið fyrir öðru en að hvalveiðar og svona hvalafurðir séu ekkert að hjálpa okkur. Þessi framleiðsla mun gera Íslandi meira ógagn en gagn. Þarna er farið af stað með einhvern brandara en ég á eftir að sjá hversu margir munu drekka þennan bjór.“
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira