Viðskipti innlent

Hannes fer fram á að málinu verði vísað frá

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hannes Smárason, fjárfestir.
Hannes Smárason, fjárfestir. mynd / heiða helgudóttir
Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Þórs Smárasonar, krafðist þess í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur að máli sérstaks saksóknara gegn honum yrði vísað frá.

Sérstakur saksóknari ákærði Hannes fyrir að hafa dregið sér fé af fjármunum FL Group árið 2005.

Í ákærunni segir meðal annars að Hannes hafi með ólögmætum hætti millifært 2,8 milljarða króna af reikningum FL Group á bankareikning Fons eignarhaldsfélags í apríl 2005. Fram kemur í ákæru að Hannes hafi látið millifæra fjárhæðina án vitneskju þáverandi forstjóra og stjórnar FL Group.

Hannes krefst þess að málinu verði vísað frá og að alvarlegir gallar hafi verið á rannsókn lögreglu í málinu. Að sögn Hannesar liggi auk þess fyrir staðfesting að féð hafi ekki verið millifært af reikningnum.

Hannes var ekki viðstaddur fyrirtökuna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×