Mexíkó fjórði stærsti bílaútflytjandi heims Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2014 10:45 Bíll settur saman í Mexíkó. Trevor Snapp Photography Þó svo ekkert þekkt bílamerki komi frá Mexíkó er bílaframleiðsla þar í miklum blóma. Margir af stærstu bílaframleiðendum heims framleiða einmitt bíla þar af miklum móð og flytja svo flesta þá til Bandaríkjanna. Í Mexíkó voru framleiddir 2.933.465 bílar í fyrra og 2.423.084 þeirra voru fluttir til annarra landa, 1.646.950 þeirra til Bandaríkjanna. Árið í fyrra var enn eitt metárið í bílaframleiðslu í Mexíkó og jókst hún um 1,7% milli ára, en útflutningurinn til Bandaríkjanna jókst um 10%. Mexíkó er fjórði stærsti útflytjandi bíla í heiminum og áttundi stærsti bílaframleiðandinn. Það sem helst skýrir áhuga bílaframleiðenda að framleiða bíla í Mexíkó er nálægðin við Bandaríkin, ódýrt vinnuafl og einfalt lagaumhverfi. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent
Þó svo ekkert þekkt bílamerki komi frá Mexíkó er bílaframleiðsla þar í miklum blóma. Margir af stærstu bílaframleiðendum heims framleiða einmitt bíla þar af miklum móð og flytja svo flesta þá til Bandaríkjanna. Í Mexíkó voru framleiddir 2.933.465 bílar í fyrra og 2.423.084 þeirra voru fluttir til annarra landa, 1.646.950 þeirra til Bandaríkjanna. Árið í fyrra var enn eitt metárið í bílaframleiðslu í Mexíkó og jókst hún um 1,7% milli ára, en útflutningurinn til Bandaríkjanna jókst um 10%. Mexíkó er fjórði stærsti útflytjandi bíla í heiminum og áttundi stærsti bílaframleiðandinn. Það sem helst skýrir áhuga bílaframleiðenda að framleiða bíla í Mexíkó er nálægðin við Bandaríkin, ódýrt vinnuafl og einfalt lagaumhverfi.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent