Félagsmálaráðherra ræddi húsnæðismál, Breiðholtið og skuldaniðurfellingu Andri Þór Sturluson skrifar 7. janúar 2014 11:25 Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, ræddi húsnæðismálin í Harmageddon í morgun. Að eigin sögn leið henni vel að alast upp í Breiðholtinu og hugmyndin um hvernig hverfið var til og samvinnan þar að baki finnst henni góð. Hún segir ríkisstjórnina ætla sér að reyna ná niður verði á húsnæði. Eygló vill gjarnan líkt verkefni og farið var af stað með gamla Breiðholtið og sér það geta gerst á kjörtímabilinu.Hvernig sérðu fyrir þér að svona átak færi fram í dag? Í mínum huga snýst þetta ekki um að byggja upp nýtt Breiðholt heldur hugmyndafræðina að baki uppbyggingunni. Reykjavíkurborg hefur komið með góðar hugmyndir. Kópavogur hefur einnig verið að skoða að koma með lóðir inn í svona verkefni. Áhugi frá sveitarfélögunum er fyrir hendi. Eygló segir að búa þurfi til ramma hvernig standa eigi að fjármögnun á slíkum íbúðum og er að vinna ásamt ráðuneyti sínu og ríkisstjórninni í að skoða hvernig best sé að hafa húsnæðiskerfið til frambúðar. Frosti spurði Eygló: „Skuldaleiðréttingin er að bresta á. Fólk þarf að fara að sækja um, hvernig er þetta að virka, getur maður farið fljótlega í bankann sinn og sótt um þetta?“ Eygló sagði stefnt að því að hefja umsóknaferlið um mitt ár 2014. Ákveðnar lagabreytingar þarf að fara í gegnum og nú er verið að skipa framkvæmdarhóp til að undirbúa lagasetningu og setja upp nauðsynleg kerfi. „Við lofum að láta vita þegar hægt er að sækja um.“ Skuldaniðurfellingartillögur ríkistjórnarinnar komu einnig til tals. Frosti spyr hvort verðbólgan muni ekki fljótlega fara að narta í þetta og Máni minnir á að talað var um „róttækustu aðgerðir veraldar í þágu skuldsettra heimila“. Eygló segir fyrri ríkisstjórn ekki hafa treyst sér í þetta og að alveg sé hægt að segja forsætisráðherra hafa staðið við það sem hann hefur sagt. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Harmageddon Mest lesið Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Píratar bjóða fram í Reykjavík Harmageddon "Bradley Manning átti aldrei séns“ Harmageddon Brennivín til Bandaríkjanna Harmageddon „Ráðherra grátandi á Facebook eins og táningsstelpa“ Harmageddon Sannleikurinn: Fjármálaráðherra byrlað nauðgunarlyf á gamlárskvöld Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon Bandarískir rapparar hrifnir af Actavis Harmageddon
Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, ræddi húsnæðismálin í Harmageddon í morgun. Að eigin sögn leið henni vel að alast upp í Breiðholtinu og hugmyndin um hvernig hverfið var til og samvinnan þar að baki finnst henni góð. Hún segir ríkisstjórnina ætla sér að reyna ná niður verði á húsnæði. Eygló vill gjarnan líkt verkefni og farið var af stað með gamla Breiðholtið og sér það geta gerst á kjörtímabilinu.Hvernig sérðu fyrir þér að svona átak færi fram í dag? Í mínum huga snýst þetta ekki um að byggja upp nýtt Breiðholt heldur hugmyndafræðina að baki uppbyggingunni. Reykjavíkurborg hefur komið með góðar hugmyndir. Kópavogur hefur einnig verið að skoða að koma með lóðir inn í svona verkefni. Áhugi frá sveitarfélögunum er fyrir hendi. Eygló segir að búa þurfi til ramma hvernig standa eigi að fjármögnun á slíkum íbúðum og er að vinna ásamt ráðuneyti sínu og ríkisstjórninni í að skoða hvernig best sé að hafa húsnæðiskerfið til frambúðar. Frosti spurði Eygló: „Skuldaleiðréttingin er að bresta á. Fólk þarf að fara að sækja um, hvernig er þetta að virka, getur maður farið fljótlega í bankann sinn og sótt um þetta?“ Eygló sagði stefnt að því að hefja umsóknaferlið um mitt ár 2014. Ákveðnar lagabreytingar þarf að fara í gegnum og nú er verið að skipa framkvæmdarhóp til að undirbúa lagasetningu og setja upp nauðsynleg kerfi. „Við lofum að láta vita þegar hægt er að sækja um.“ Skuldaniðurfellingartillögur ríkistjórnarinnar komu einnig til tals. Frosti spyr hvort verðbólgan muni ekki fljótlega fara að narta í þetta og Máni minnir á að talað var um „róttækustu aðgerðir veraldar í þágu skuldsettra heimila“. Eygló segir fyrri ríkisstjórn ekki hafa treyst sér í þetta og að alveg sé hægt að segja forsætisráðherra hafa staðið við það sem hann hefur sagt. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Harmageddon Mest lesið Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið? Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Píratar bjóða fram í Reykjavík Harmageddon "Bradley Manning átti aldrei séns“ Harmageddon Brennivín til Bandaríkjanna Harmageddon „Ráðherra grátandi á Facebook eins og táningsstelpa“ Harmageddon Sannleikurinn: Fjármálaráðherra byrlað nauðgunarlyf á gamlárskvöld Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon Bandarískir rapparar hrifnir af Actavis Harmageddon